Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 26
miðjan síðasta áratug. Þú varst sjálfur að fara til fundar við hann í fyrsta sinn. Þið höfðuð mælt ykkur mót, á gráum vetrar- degi, á veitingastaðnum ,,Horninu“ við Hafnarstræti og Pósthússtræti. Þú bauðst mér að koma með. Steinar afhenti þér laus- blaðaskrif sem ég las á staðnum eftir að hann var farinn. Ekki löngu síðar gerðum við útvarpsþátt um hann sem þótti svo góður að talið var að við værum að minnast látins manns. Við hæfi væri að endurflytja þennan þátt í út- varpið nú í óbreyttri mynd. En þátturinn er ekki til lengur. Nóg um það. Við áttum báðir nokkurn hlut í því að hagur Steinars vænkaðist á síðustu árum og meg- um telja okkur það til góða, þótt léttvægt kunni að þykja út á við. Hvað verður annars sagt um hann, verk hans og líf nú þegar komin er upp sú staða að maðurinn er látinn og því hægt að tala um hann? Hann kemur varla neinum á óvart meir. Hvað veldur að mér verður þegar hugsað til kvikmynda Kristínar Jóhannesdóttur þegar ég nú nefni kunningja? Er ekki skyldleiki þarna í milli? Það tel ég vera. Steinar seildist eftir tákni lengst af á ferli sínum, til að bera uppi sögur sínar og þetta tókst honum stundum á seinni árum en ekki fram að því. Hann var mikill röflari. Hann röfiaði við ritvélina og síðar tölvuna sem varð hálft líf hans, þangað til mynd kom upp í huga hans sem fangaði röflið og þegar best lét varpaði á það vitsmunalegu ljósi. Hann var alltaf að reyna þetta, stundum hélt hann sig búinn með verkið þegar hann hafði þreyst nógu rækilega á röflinu í sjálfum sér en ekki náð að vekja myndina eins og t.d. Sáðmenn (1989) sem ekki er skáldsaga að mínu viti heldur tómt röfl. Hann hafði þó gefið sér táknmyndir þar, þær bara kvikn- uðu aldrei til lífsins í öllu málæðinu. írsk vaka og nokkrir karlar og konur á ferðinni milli hæða í húsinu þar sem hún fer fram, við drykkju og samræður. Steinar var hald- inn af þeirri ástríðu að gefa andríki eftir pennann, láta orðin tala sjálf, málið þenja sig yfir síðurnar af sem mestu frjálsræði og var misvel upplagður til þess ama. Framan af reyndi hann að gera sögur þrátt fyrir mótstæður hefðbundins frásöguháttar og hugarreiksins, svo fór hann að krækja sam- an enda eftir sögu og reik með heimspeki- legum niðurstöðum án þess þó að næðu til alls efnisins. Svo sem í Siglíngu (1978). Vanhöld Steinars sem heimspekings stöf- uðu ekki af merkilegri ástæðu en þeirri að hann var ljóðskáld í verunni, hæfileikarnir og skaplyndið einkum af því tagi, hann var tilfinninga- og sveiflumaður sem jafnan hljóp útundan sér í ritverkinu og hæfði því síst að vera með heimspekilegar rökræður eða trúfræðilegar niðurstöður. Honum var gefinn þessi stóri eiginleiki að gæða það lífi sem hann snerti, og skilja líf eftir sem sín helstu ummerki en eins og við vitum er ekkert eins ófrágengið og mannlegt líf. Af skáldsögu Steinars Siglíngu má merkja átök manns við söguefni sitt sem brýst í því að koma sér upp fjarlægð milli sín og þess þrátt fyrir að hann lætur því eftir lífsástríðu sína. Afleiðingin verður afkáralegur and- hælisháttur sem ber með sér að höfundur sé beinlínis að snúa út úr fyrir eigin tilfinning- um. Af þessum sökum er sagan strembin aflestrar, sögumaður hennar með afbrigð- um óviðfelldinn. Virðist ekkert liggja á hjarta annað en ómgtarskapurinn einn. Eða hvaða dýpri merkingu hefur framferði hans við velgerðarmann sinn? Með frásögninni býður hann gegn dulhyggju velgerðar- 24 TMM 1993:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.