Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 29
að hve miklu leyti hann er að greina frá sjálfum sér, reynslu sinni og skoðunum með verkinu. Hér kann þó að vera komið gott dæmi um höfund á íslenska vísu sem fyrir skilningsleysi almennings á höfundar- iðjunni nær ekki að skapa fjarlægð milli sín og verks síns. Steinar er þá að reyna að byggja því form og snið sem ber fyrir hann í skáldsýn hans í þeim fjötrum. Auk efna- legra þrenginga sem sögumaður segir að hái sér meðan hann ryður úr sér verkinu. Helst liggur fyrir að gefa sig að tilfinning- um þessa verks. Það faðmlag er við fyrstu kynni lítið kræsilegra en við holdsveikan. Hvers vegna yfirleitt að lesa Siglíngu Steinars Sigurjónssonar? Vegna þess að sagan er fágæti meðal verka íslenskra höf- unda og þótt víðar væri leitað. Siglíng er merkileg saga og það gildir um flest verk sama höfundar. Það er hægðarleikur að tína fram ágallana með hliðsjón af þeim kröfum sem venja er að gera tíl skáldverka og kann- ski ekki verra að gera það, en ekki aðal- atriðið. Ég sé ekki betur en Steinar reyni að vera trúr sjálfum sér sem manneskja er hann skrifar, honum eru skrifin leið til þess. En það sem útslagið gerir er að honum tekst að fanga tíðarandann í verk sín. Honum tekst að lýsa viðbjóði en ekki bara benda á tilefni slíkrar upplifunar. Þessar kenndir vakna einkum fyrir hlekk sem fjötrar hann við augnablikið og grefur undan. Honum tekst að gera úr sögumanni Siglíngar framleng- ingu af sjálfum sér og við það aukna svig- rúm verður angistin vegna ófrelsisins endranærunaðsblandin. í heimi skáldskap- arins verður höfundinum Steinari tilhugs- unin um lífskjör sjálfs sín viðsættanleg og persónugervin sem hann mannar með þennan heim sinn bera merki þeirrar við- leitni. Þau eru enn óhrjálegri, innihalds- minni, fáfengilegri sem manneskjur en nokkur raunveruleg manneskja getur verið. Rotarinn í Hamíngjuskiptum (1954) er ekk- ert umfram það að hann brýtur fólk. Aðrar masa og drekka endalaust. En persónur sagnanna gera með lítilmennsku sinni les- anda mögulegt að færa útlínur raunveru- leika síns enn lengra en boðlegt er við hversdagsaðstæður. Hnika óhrjáleika að sameiginlegri miðju og líta hann þar í gegn- umþrengjandi sviðsljósi. Ykjur Steinars í Siglíngu sem öðrum sagna hans ættu að verða okkur áminning um sljóleika sjálfra okkar á hvað er rangt og óuppgert í daglegu lífi okkar og annarra manna. Ekki svo að skilja að tímar okkar séu viðbjóðslegri en aðrir, öðru nær. Það hefur lengst af verið óþrifalegra umhorfs í bein- um og yfirfærðum skilningi. Sjónarhorn Steinars er þó gilt. Sögumar sem frá honum komu um langt árabil voru t.d. í sjálfum sér áminning um að verulega mikið vantaði á svo að vel gæti talist um málefni bók- mennta búið í samfélagi okkar. Verk hans hafa líka, eins og ég sagði, reynst mörgum verðandi höfundum og öðrum, leið til að sættast á sjálfa sig eins og þeir komu af skepnunni. Steinar hefur verið sagður höfundur höf- unda fremur en breiðari lesendahóps. Hann skapaði skilyrði fyrir menn á borð við Meg- as, Guðberg, Dag, Sjón, Bubba, til að takast á við sjálfa sig með frumlegri hætti en ella hefði líklega orðið. Fyrir tilstilli hans öðl- aðist ljótleiki og afkáraskapur gildi í ís- lenskum bókmenntaverkum án sérstakra réttlætinga. Siglíng er ögrun sem vekur menn til umhugsunar um sjálfa sig og jafn- vel til átaka við eigin tilfinningar. Höfundur hafnar lífssýn velgerðarmannsins í sögunni og þakklætískennd sem lengi var talin til TMM 1993:2 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.