Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 40
mönnunum að kyssa sig þegar náttar og einhver hefur sett á The blues with afeeling og dansinn er ekki nema nafnið tómt, fólkið stendur og vaggar sér og allt er gruggugt og skítugt og auvirðilegt og hvem einasta karlmann langar að rífa í tætlur ylvolgan brjóstahaldarann meðan hend- urnar gæla við bakið og stúlkumar eru með hálfopinn munn og gefa sig á vald dýrðlegum ótta og nóttinni, þá ómar trompet og nemur þær í nafni allra þessara karlmanna, hrifsar þær með einni heitri strófu svo þær falla líkt og afskorin jurt í arma félaga sinna, og eru komnar á sprett þó allt standi kyrrt, þær takast skyndilega á loft upp í næturhimininn og yfir borgina, uns örveikt píanó snýr þeim að nýju til sjálfra sín og þær em örmagna og sælar með óskertan meydóm fram að næsta laugardegi, allt býr þetta í tónlist sem vekur ótta hjá frumsýningarliðinu, þeim sem taka ekki mark á neinu því sem ekki fylgja prentaðar efnisskrár og sætavísur, og svo líða dægrin og djassinn er lrkastur fugli sem flýgur burt eða flytur sig um set, sest að í nýju landi eða fer land úr landi, hoppar yfir allar hindranir og snýr á tollverði, hann ber hratt yfir og hann nemur ný lönd og í kvöld syngur Ella Fitzgerald í Vín, en Kenny Clarke vígir nýjan cave í París og í Perpignan dansa fingur Óskars Petersons, og Satchmo er hvarvetna, gæddur þeirri náðargjöf almættisins að geta verið alls staðar í einu, í Birmingham, Varsjá, Mflanó, Buenos Aires, Genf, í öllum heiminum, þessi tónlist er óumflýjanleg, hún er regnið og brauðið og saltið, henni stendur nákvæmlega á sama um gamla siði, helgar hefðir, tungumál og þjóðhætti: ský sem hunsar öll landamæri, njósnari sem smýgur loft og vatn, upprunaleg mynd, eitthvað frá liðnum tíma, úr djúpunum, sem sættir Mexikana og Norðmenn og Rússa og Spánverja, dregur þá að nýju inn í gleymdan og hálf-falinn lífsloga, færir þá stirða og klaufska á ný að uppsprettunni sem þeir höfðu svikið, bendir þeim á að kannski hafi verið völ á fleiri leiðum og að sú er þeir kusu var ekki sú eina og ekki sú besta, eða kannski voru aðrar leiðir og sú sem þeir fóru var sú besta, en kannski voru aðrar leiðir auðfarnari og þeir völdu þær ekki, eða gengu þær til hálfs, og að maðurinn er alltaf meira en maður og alltaf minna en maður, meira en maður, því í honum býr það sem djassinn vísar til, gefur í skyn og vekur hugboð um, og minna en maður, því úr þessu frelsi hefur hann búið til fagurfræðilegt eða siðferðilegt spil, taflborð þar sem menn panta að vera riddari eða biskup, skýrgreiningu á frelsinu sem er kennd í skólunum, einmitt í skólunum þar sem bömin 38 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.