Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 46
Annars staðar er hesturinn tákn ástríðu eða kynferðislosta; í rauninni er ekki þörf á að gera skil þarna á milli, ástríðan í verkum Lorca ber menn beint í dauðann einsog hestamir. Þó fer ekki á milli mála að skáld- inu þykir rétt að fylgja henni þangað sem hún ber mann. Með þetta í huga skulum við tengja vögguþuluna samhengi sínu í leikritinu. Hún er sungin af mæðgum yfir barni meðan eiginmaður dótturinnar og faðir bamsins, Leonardo, flengríður hesti sínum á vit ann- arrar konu, þó ekki á fund hennar því hún er öðrum lofuð og brúðkaupið stendur fyrir dyrum. Örlög persónanna ráðast þegar Leonardo og brúðurin flýja burt saman í miðri giftingarveislunni, því brúðguminn eltir þau uppi og mennirnir tveir verða hvor öðrum að bana. Tragedía heimilisins þar sem vögguljóðið er sungið er sú að eigin- maðurinn elskar ekki konuna sína og Lorca lætur þetta endurspeglast í ljóðinu, magnar það nánast upp í kosmískt slys: hestur lost- ans vill ekki drekka vatn lífsins. Það er þess vegna sem reiðmaðurinn í þjóðvísunni er óþarfur í kvæði Lorca, hesturinn er tákn fyrir afl í sál mannsiYis og hann er þar að auki hálfvegis manngerður með því að hann grætur einsog maður, spillir lífsvökvanum blöndnum ófrjóu salti. Sjálf athöfnin að drekka vatn er einsog dagleg trúarathöfn við altari frjóseminnar. Einn Lorcafræðingur spyr í framhaldi af vangaveltum um hest vögguvísunnar og vatnið sem hann vill ekki drekka: „Eru 7 þorsti og vatn ekki nátengd kynlystinni?" Hesturinn tengist losta karlmannsins frekar en konunnar, hestar eru einfaldlega karl- mannlegar skepnur, en þorstinn er hins veg- ar ókynbundinn: brúðurin segir í lokaatriði leiksins um eljarana tvo að brúðguminn hafi verið „agnarpísl af köldu vatni“ meðan 8 hinn hafi verið „dimm á, vaxin greinum". íslenski hesturinn er hins vegar ekki þyrstur. Hann stendur kyrr úti í ánni, sem er einkennileg hegðun, ekki síst þar sem hann er blóði drifinn. Við munum að hesturinn heitir Faxi, einsog reiðskjóti djáknans á Myrká og margra annarra íslenskra drauga, og þess vegna verður okkur fyrst fyrir að álykta að hesturinn sé „mannlaus" af því að reiðmaðurinn sé dauður, úr honum sé blóð- ið. Áin er heldur ekki vænleg til að drekka úr. Hún býr yfir ógn sem magnast eftir því sem líður á ljóðið. Rennandi vatn sem um- hverfi lífsháska og dauða rímar fullkom- lega við íslenska veruleikaskynjun: íslenskt hrjóstur stafar ekki af vatnsleysi, vatnið streymir úr himninum og safnast saman í manndrápsár. Þegar Magnús talar um „heljarfljót" síðar í ljóðinu er einsog hann sé að vísa á minni úr fomri goðafræði en hann gæti eins verið að vitna í íslenskar hrakfarasögur. Hesturinn sem stendur úti í ánni verður eðlilega „háskans næturgest- ur“. Annars er andrúmsloftið í Vögguþulu Magnúsar náskylt kvæði Einars Benedikts- sonar, „Hvarf séra Odds frá Miklabæ“.9 Hestur, dauði, blóð og vatnsfall, allt er þetta til staðar í ljóðinu um séra Odd, auk þess sem bragarháttur Magnúsar er frjálslegt til- brigði við það form sem Einar notar í upp- hafserindum síns kvæðis.10 Þannig skammtengir Magnús Ásgeirsson ljóðið um hestinn og vatnið beint við ís- lenska þjóðmenningu. 44 TMM 1993:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.