Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 50
frá því einfalda og almenna, sem fær tákn- legt gildi í frumtextanum, til hins sérstaka og áþreifanlega sem virkjar ímyndunaraflið á annan hátt á íslenskunni. Stílvilji Magn- úsar kemur, held ég, skýrt í ljós í þessu dæmi: hann gerir textann skáldlegri með merkingarþröngum og hljómfallegum orð- um úr stílforðabúri skálda einsog Einars Benediktssonar. „Vögguþula" Magnúsar Asgeirssonar er innblásin þýðing, með kostum og göllum innblásinna þýðinga. Gallarnir felast í því að þýðandinn heldur sig svo rækilega innan veggja íslenskrar Ijóðahefðar að erlenda skáldið á ekki nema yfirborðslegan þátt í ljóðinu, sem við hann er kennt. Kostirnir koma fram í mögnuðum texta sem er örugg- lega mikilvægari fyrir íslenskar bókmennt- ir en frumorta Ijóðið er fyrir þær spænsku. Magnús Ásgeirsson: Vögguþula Úr sjónleiknum Blóðbrullaup Rauð í faxi rótin, rista niður fótinn, silfursax í auga! — Samleið áttu menn fram á fljótsins eyri. Flaut úr æðum dreyri, villtari öllum vötnum. Vakir ljúfur enn? Sof þú, baldursbrá, því mannlaus stendur hestur úti í á. Blunda, rósin ijóð, því niður hestsins vanga vætlar blóð. Silfurfölan flipann forðast hann að væta, mænir miðja vega milli bakka og áls, — knýr með klökku hneggi klettafjallsins veggi, meðan örend áin um hann vex í háls! Hvfti næturhestur, heljarfljótsins gestur! Mjöll í myrkri og blóði! Morgunroðafax. Svæfum ljúfling ljóði, langt er til dags. Hér skal hjartaljúfur heyra um Stóra-Faxa, hestinn úti í ánni. Ain svöl og skyggð rennur gegnum gljúfur grænrökkvaðra skóga, byltist undan brúnni barmafull af hryggð. Aldrei drenginn dreymir dul, sem áin geymir, hálf í undirheimum. hálf í mannabyggð. Sof þú, baldursbrá, því mannlaus bíður hestur úti í á. Blunda, rósin ijóð, því niður hestsins vanga vætlar blóð. Far þú héðan, Faxi! Fyrir gluggann vaxi hlynur dýrra drauma, draumur undir hlyn. Senn á sveinninn væni svefninn fyrir vin. Hestur úti íhúmi! Héma er barn í rúmi sveipað silki og ull. Sæng með svanadúni, sjálf er vaggan gull! Stóri, hvíti hestur, háskans nætuigestur! Ber þig brott að skunda! Bak við fjöll og dali fagurtoppa og tryppi tölta um heiðarmó. 48 TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.