Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 51
Loks má ljúfur blunda.
Ljúfur hefur ró.
Sof þú, baldursbrá,
því mannlaus stendur hestur úú í á.
Blunda rósin rjóð,
af hestsins augum hníga tárog blóð.
Athugasemdir og aftanmálsgreinar
1. Federico García Lorca: „Canciones de cuna es-
panolas", Obras completas, ed. Aguilar, 1986,
TomoIII, bls. 291.
2. ,,Nana“ þýðir „vögguvísa".
3. Þýðing Magnúsar birtist fyrst í tímaritinu Helga-
fell, maíhefú ársins 1945, með efúrfarandi for-
mála: „Eiginkona og tengdamóðir Riddarans, —
sem síðar flýr með annars brúði, — syngja þetta
svefnljóð til skiptis við lítinn dreng. Háttur og
kveðandi minna á alkunna barnaþulu (sbr. „Ríð-
um heim til Hóla“) og hestur kemur við sögu
einsog þar. En hér smeygja sérdimm og voveifleg
hreimbrigði inn í kvæðið af annarlegum ástríðu-
þunga. Atburðarás sjónleiksins liðast gegnum lag
og brag.“
4. Einsog tekið er fram í höfúndatali Helgafells (sbr.
aths. 3) er kvæðið íslenskað eftir sænskri þýðingu
Hjalmar Gullberg. Mat á nákvæmni Magnúsar
ætú því með réttu að miðast við sænska textann.
5. Það væri semsagt hægt að líta á „greinamar" sem
æðahríslur, farvegi blóðsins. Þetta virðist langsótt
en æðahríslur koma oft fyrir í ljóðum Lorca og
reyndar teikningum hans líka.
6. Það fyrsta sem sagt er um dáinn föður brúðgum-
ans í Blóðbrúðkaupi er að hann hafi „ilmað af
nelliku" („ ... tu padre, que me olía a clavel y lo
disfruté tres anos escasos." F.G.L.: Bodas de
sangre, Madrid, ed. Cátedra, 1987, bls. 94); og í
brúðkaupssöng í öðrum þætti er sagt um brúð-
gumann að nellikurnar „þyrpist að fótum hans“
(„ . . . cuando camina / a sus plantas se agrupan
las clavelinas." Ibid. bls. 124). Þeir feðgar eru
margtengdir kynsæld og frjósemi í texta leikrits-
ins. Fyrir þá sem hafa gaman af reðurtáknum er
sjálfsagt að geta þess að orðið „clavel" er dregið
af „clavo“ sem þýðir nagli.
7. Rafael Martínez Nadal: El público. Amor, teatro
y caballos en la obra de Federico García Lorca,
Oxford, 1970, bls. 213.
8. F.G.L.: Bodas de sangre (sbr. aths. 6), bls. 162.
9. Gunnar Harðarson benti mérá skyldleika þessara
ljóða, sem er auðsær — efúr að bent hefur verið
á hann.
10.1 fmmtextanum rfmar Lorca stöku línumar með
sérhljóðarími (a-a), sem heldur sér út í gegnum
textann, að viðlaginu frátöldu. Magnús notarhins
vegar óreglulegt rím til að leggja meiri dramat-
íska áherslu á suma staði en aðra.
11.1 grein sem Ricardo Doménech hefur skrifað um
þessa vögguvísu talar hann um spegilhlutverk
augans í verkum Lorca og silfurhnífinn. Hann
virðist þó komast að þeirri niðurstöðu að hnífur-
inn sé á einhvern hátt „inni í“ augum hestsins,
sem hann lítur á sem „blint verkfæri örlaganna".
(Ricardo Doménech: „Sobre la „Nana del cab-
al!o“ en „Bodas de sangre“, Trece de Nieve,
Segunda época, Núms. 1-2. Madrid, 1976, bls.
204-205).
12. F.G.L.: Bodas de sangre, bls. 142.
TMM 1993:2
49