Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 53
Svala Þormóðsdóttir „ ... stef vakna að nýju“ Um táknræna þætti skáldsögunnar Grámosinn glóir \ þessari túlkun á sögu Thors Vilhjálmssonar,Grámosinn glóir, er leitað svara við spurningum einsog: A hvaða ferðalagi er Ásmundur? Hver er Sólveig Súsanna? Hvernig tókst henni að fanga Ásmund svona gjörsamlega? Hver segir söguna? Stuðst er við hugmyndir Roland Barthes um „skrifanlega", móderníska texta, sem útskýrðar eru stuttlega í inngangi. I. Lesandinn virkjaður í bók sinni S/Z' talar franski bókmennta- fræðingurinn Roland Barthes um tvær teg- undir texta. Þessar textategundir heita á frönsku ,,lisible“ og ,,scriptible“ sem kalla má lesanlega og skrifanlega texta. Þessi skipting hans snýr bæði að þeim stílbrögð- um sem beitt er í textanum og að grunnhug- mynd textasköpunar. Hinn lesanlega texta kallar hann jöfnum höndum lesanlegan og klassískan og á hann hér við það sem kalla mætti ,,hefðbundna“ frásögn — þeas. rök- ræna frásögn með krónólógíska skipan í upphaf miðju og endi, einsog algengt var í bókmenntum fram að síðustu aldamótum — Barthes tekur sjálfur verk eftir franska 19. aldar rithöfundinn Balzac sem dæmi um lesanlegan texta. Hinn skrifanlegi texti fær aftur á móti ekkert annað nafn hjá Barthes, en það er ekki erfítt að ímynda sér að hér eigi hann við módemískan texta, þeas. þann brotakennda stíl sem margir rithöfundar þessarar aldar hafa notað til þess að tjá skynjun sína á umheiminum. Barthes setur þessar textategundir upp sem andstæður, og það er ekki erfitt að sjá að hann kann betur við þann skrifanlega: Lesanlegur texti er línulegur, hann myndar, einsog áður segir, ákveðna heild með upp- hafi, miðju og endi. Merking hans er aðeins ein og liggur hún á yfirborði textans. Hann er þar af leiðandi endanlegur og lokaður og býður ekki uppá fleiri en eina túlkun. Skrif- anlegur texti er hinsvegar það sem Barthes kallar opinn texta: hann er sem þétt riðið net merkinga með þúsundir innganga, og þann- ig eru túlkunarmöguleikar hans óendanleg- ir. Merkingar hans er ekki hægt að finna með línulegum lestri, heldur verður lesand- inn að flökta til og frá í þessum opna texta, týna upp brot á víð og dreif til þess að geta púslað saman einhverri heild og þar með einhverri merkingu, eða túlkun. Hér dugir TMM 1993:2 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.