Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 56
aður einstaklingur sem getur tekist á við þá ábyrgð sem samfélagið leggur honum á herðar. Og nái Ásmundur ekki þessu prófi er hætta á ferðum. I byrjun réttarhaldanna gengur allt vel. Hann fer eftir leiðbeiningum föður síns: meymar ekki í geði við neinn harmagrát og er brynjaður gegn öllum brögðum sem vitn- in kynnu að beita. Með þessu móti tekst honum að fá Sæmund til þess að játa í fyrstu yfirheyrslu. Þar með hefur hann staðist dómaraprófíð. En allt fer úr skorðum þegar hann mætir Sólveigu. Hlutverkaskipanin snýst við: í raun er hún fanginn og hann gæslumaðurinn, en þegar þau hittast er það hún sem bindur hann með augunum og stendur eftir frí og frjáls: Hann veit af engu öðru, bara þessari konu, og skelfist við þá hugsun að hann girnist hana, þá reynir hann að brjótast undan því; en augu hennar binda hann, læsa hann læð- ingi. Það er hún sem hefur sigrað, sú sem hefur tapað öllu. Hún er frjáls, það getur ekkert bundið hana. Ekkert fangelsi námar hana. Sýslu- maðurinn rykkir sér úr þessum fangbrögð- um, úr þessum nístandi faðmi; hann hrekkur undan, reynir að ná landi á bakk- anum að baki; (198-199) Hún læsir hann læðingi, og svo fyrirfer hún sér. Allt er breytt. Ásmundur tapar valdi sínu og festan er horfin úr yfirheyrslunum: Þó hugsaði [læknirinn] jafnframt að óþarft væri að láta sér koma á óvart hve sýslu- manninum var sýnilega brugðið. Einurð hans sem og einbeitni var nú ekki nærri. Sjaldan hafði hann séð svo mikla breytingu á manni og skyndilega. Því fremur skar þetta í augu sem maður- inn var öðrum mönnum reistari í fasi endranær og brattari að bera sig. Nú sat annar maður í forsæti dómsins, öryggislítill og hikandi. (216) Manndómsvígsla Ásmundar misheppnað- ist: hann situr enn í sæti dómarans en per- sónuleiki hans einkennist núna af öryggis- leysi og hiki en ekki af festu og reisn einsog vænta má af persónu sem staðist hefur mikla þolraun. Ásmundur er algerlega nið- urbrotinn andlega og endar á sama stað og lesandinn fyrst kynntist honum: á fylleríi á hinum ýmsu vertshúsum stórborgarinnar. Sólveig Súsanna En hver er Sólveig Súsanna? Hvernig tókst henni að brjóta Ásmund niður? Tilvitnunin hér að framan um fund þeirra Ásmundar og Sólveigar gefur til kynna að hún sé eitthvað meira en bara venjulegur sakborningur. Hver er hún? Kvenmannsnafnið Sólveig þýðir kraftur eða styrkur sólarinnar og Sús- anna þýðir lilja.4 Og Súsönnu-nafnið er sett saman úr sú-sanna, hin rétta. Persónan Sólveig Súsanna hefur styrk. Hún er stolt í ást sinni og þorir að storka bæði Guðs- og mannalögum: Ef guð er eitthvað óánægður, þá getur hann bara snúið sér undan. (55) Hvern andskotann hafa mennimir yfír þeim að segja? Mannasetningar? Hver eru þau lög sem banna þeim, sem gætu bannað þeim að njótast? (65) Og hún lætur ekki einusinni kúga sig að lokum þegar Sæmundur hefur játað allt. Einsog Ásmundur segir: „Hún er frjáls, það getur ekkert bundið hana.“ (199) 54 TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.