Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 57
Hún er líka liljan sem vex frjáls; hinn óviðráðanlegi kraftur sem storkar öllu og öllum; illgresið í kristinna manna reit sem Ásmundur vill uppræta; og hið villta dýr sem ekki fylgir mannasetningum. I sínu seinna nætursamsæti tala presturinn og Ás- mundur um refínn. Það fyrirfinnst vart meiri umhyggja hjá öðru dýri fyrir af- kvæmum sínum en hjá refnum. Þó étur hann afkvæmi sín ef hann er í hættu eða þegar hann er skelfingu lostinn. Stefán prestur segir: „Ætli það sé ekki til að bjarga afkvæmum sfnum frá ennþá verri örlög- um?“ (153) Þessi lýsing á vel við Sólveigu: hún drepur barn sitt sem hún elskar til þess að bjarga því, og foreldrum þess, frá enn verri örlögum. Og samhkingamar eru fleiri með þessu villta dýri og Sólveigu. Hún hugsar um fjögurra ára dóttur sína sem hún ól með kvöl, öskrandi og bröltandi einsog dýr í boga, einsog refur sem fær ekki losað sig. Getur ekki nagað af sér liminn sem festir í gildrunni. (176) Og þegar Sólveig ætlar að fæða barn þeirra hálfsystkinanna, fer hún burt frá fólkinu og bænum: „Hún kemst ofan í gjótu hér gæti verið tófa hér kynni að vera greni“ (233). Og að lokum fyrirfer hún sér með refaeitri. En hinir táknrænu þættir Sólveigar Súsönnu hljóta að vera fleiri en hinn óvið- ráðanlegi kraftur, liljan, og hið villta dýr — þetta er ekki nóg til þess að skýra nístandi tak hennar á Ásmundi. Til þess að fá skýr- ingar á þessu ætla ég aftur að leita í smiðju Roland Barthes og í þetta skiptið til hug- myndar hans um andstæður (antitesur). Barthes heldur því fram að sérhvert sam- félag byggi og grundvallist á ákveðnum fjölda andstæðna um það hvað má og hvað ekki má, og í þessar andstæður sækir sam- félagið merkingu sína og hugmyndafræði. Allar tilraunir til þess að storka andstæðun- um eða sameina þær, hefur ævinlega skelfi- legar afleiðingar í för með sér, sökum þess að með því er grunnhugmynd samfélagsins ógnað. Þessar andstæðupælingar notar Barthes til þess að greina á milli lesanlegs og skrifanlegs texta: Sé ríkjandi andstæð- um viðhaldið í textanum þá er textinn les- anlegur — sé þeim storkað þá er textinn skrifanlegur. Sakamálasaga Grámosans er lesanlegur texti einsog fyrr segir. Hálfsystkinin storka ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins þeg- ar þau sofa saman. Þau eru hvort sín and- stæðan sem hafa sameinast í ástarleikjum sínum. Samfélagið bregst við þessu á þann hátt að senda Ásmund, vörð laganna og þar með vörð antitesanna, til þess að dæma systkinin. Samfélagið endurheimtir svo merkingu sína þegar dómarinn Ásmundur dæmir lögbrjótinn Sæmund til tugthúsvist- ar. Þar sem samfélagið byggir á þessum antitesum sem framfylgt er með lögum, verða sterkustu andstæður þess dómarinn og sakamaðurinn, sá sem heldur uppi lög- um og reglum og sá sem brýtur þær. Þetta var hinn lesanlegi þáttur Grámos- ans, en lítum nú á þann skrifanlega. Ásmundur er klofinn maður, í honum býr tvenns konar eðli sem hann á erfitt með að sætta, einsog hann segir sjálfur: [Hann] bar í sér aðra veröld sem kallaði fram í honum vissu fyrir því að í sér byggju tveir menn, að hann lifði tvennu lífi í senn. Og þeim vanda linnti ekki að þurfa að sætta þessi eðli tvenn, svo hann færist ekki. (37) Það má líta svo á að þeir tveir menn sem lifa í Ásmundi séu hlutverk hans sem dóm- TMM 1993:2 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.