Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 61
varpa mættu ljósi á það sem var vitað áður.
Að skilja þá hluti þannig að ég geti skapað.
(154-155)
Hér er það skáldið sem talar: sá sem vill spá
í þar sem heimildunum sleppir, að skilja til
að geta skapað. Til þess að skilja þarf maður
að upplifa eitthvað, og því segir Ásmundur:
Hann var að vissu leyti sáttur við þessa
sendiför sem varð ekki umflúin. Og
kannski gat hann lært eitthvað sem honum
mundi nýtast sem efniviður, þó síðar væri,
við það að koma ofan úr hæðum háleitrar
fegurðarsóknar, og fara í ormagarðinn aft-
ur, með nýjum hætti. (43)
Hann vill læra eitthvað, eða skilja, til þess
að geta ort. Og það er einmitt þetta sem
hann gerir þegar hann segir lesandanum frá
upplifun sinni, með þeirri frásögn öðlast
hann nýjan skilning á reynslu sinni, vinnur
sig útúr erfiðleikunum og getur því skapað
að nýju.
Og þarna eru þriðju rökin fyrir Ásmundi
sem sögumanni: Ásmundur hefur engan
annan möguleika útúr ógöngum sínum en
skáldskapinn. Nóttina eftir sjálfsmorð Sól-
veigar sitja þeir saman séra Stefán og Ás-
mundur og presturinn hugsar áður en hann
gerir sína árangurslausu tilraun til að hug-
hreysta Ásmund:
Kannski hefur mér aldrei fallið við hann þó
ég hafi dáðst að honum. Kannski. Ég hef
ekki hugsað það fyrr. Ekki fyrr en núna
þegar mig tekur sárt til hans, og óbeitin
horfin. Núna þegar töfrar hans eru rofnir,
töfrastafurinn brotinn. Og hann finnurekki
sjálfur ennþá skáldið í sér, fyrir voðaverki
dómarans. Skáldskapurinn verðurhans líkn
þegar hann hefur gengið í myrkrinu, án þess
að finna bjarma í ljósi. Þá mun skáldskap-
urinn lýsa honum. Kannski. Hann hugsaði
já það er satt. (211)
Ég er sammála þessari kenningu séra Stef-
áns að skáldskapurinn sé hið eina sem getur
hjálpað Ásmundi úr þeirri sálarkreppu sem
hann er í; að skáldskapurinn muni lýsa hon-
um, hjálpa honum til þess að skilja og sætt-
ast við voðaverk dómarans.
í síðasta kafla skáldsögunnar situr Ás-
mundur aftur í stórborginni. í þessum kafla
gerir hann upp við fortíðina. Hann situr á
vertshúsi í þungum þönkum einsog í byrjun
sögunnar og allt bendir til þess að skáld-
skapurinn sé að endurfæðast innra með
honum — að hann sé að finna skáldið í
sjálfum sér, einsog Stefán prestur orðaði
það. Þar stendur:
Skiptur maður. Klofinn. Meir var hann þar,
fjarri; óraQær. Nei hann sat á bakka við
kyrran straum með stráum og sinu sem biðu
gulhvít vorsins hinumegin; áin rann íkvísl-
um. (261)
[Hann] þóttist nema háttslungna tónasmíð
vakna óvænt innra með sér, og tónaboð
staðarins víkja. (262)
Vorið er komið, áin fléttast saman úr mörg-
um röddum og tónasmíð skapast af mörg-
um tónum — skáldskapurinn er að fæðast:
Og málverkið á gaflinum breytist; hann sér
inní sál listamannsins; það sem hann
dreymdi um að segja, það sem hann ætlaði;
erindin sem bmnnu inni á báli hins fjötraða
sársauka. Nú rotnar þessi bandingi síns
tíma í mold meðal orma.
Þú situr andspænis misheppnuðu verki
hans löngu síðar, og yrkir það sem þarf til
að ljúka upp þessari glatkistu geðs hans,
leysa þaðan dulsmál, leyndarmál sálar sem
logaði af þrá í launhelgum, og hrópaði á
líknandi skilning svo yrði líft (...) og þögn
þín þéttist; þar vakna lágir tónar dimmir, og
skipast í vef; vefjast fléttur, stef vakna að
TMM 1993:2
59