Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 62
nýju, og önnur ný. Og litir lifna, ljómi í glasi; og geislar þaðan glóa á ódúkuðu borði. (263-264) Sársaukinn yfir voðaverki dómarans fjötr- aði skáldskapinn en nú getur sá bandingi (dómarinn) rotnað í mold meðal orma. Ás- mundur, og lesandinn, situr frammi fyrir misheppnaðri þroskaferð Ásmundar og skáldið (sögumaðurinn) hrópar til sjálfs sín á líknandi skilning svo verði líft, svo hann geti lifað. Skáldskapurinn vaknar í myrkri sem tónar, skipast í vefi og fléttur sem glóa; skáldskapurinn glóir einsog grámosinn, ylj- ar, og framkallar vorleysingar í sálu Ás- mundar. En skáldskapurinn fæðist ekki sársauka- laust. Ásmundur situr í útlandinu, nánast ofsóttur af slæmum minningum og sam- viskubiti yfír voðaverki dómarans. Þó hefur hann fundið eða fyrirhitt á ferðalagi sínu eitthvað sem hann getur ekki skilið við sig. Hann segir við ástkonu sína: ,,Ég fer frá öllum. Nema einni“ (264), og til að undir- strika þetta segir hann henni stutta sögu sem er eins konar stytt útgáfa af þroskasögu hans; Haust, segir hann þá: Vindurinn. Og laufið fer hissa á nýjum litum oddaflug af trjánum, flýgur; en skortir vængi; fellur fast til jarð- ar, rekst í rás, og hafnar í dyngju; og svo er það búið. Seinna kemur nýtt vor, án þess. Sem hann segir þetta sér hann undur ger- ast í augum hennar. En það verður nýtt lauf, segir hún. Já reyndar, segir hann: en það er annað mál. Önnur saga. (264-265) Fyrri partur þessarar frásagnar hljómar einsog hans eigin brotlending: hann er lauf- ið sem í undran sinni yfír nýjum litum (hin- um glóandi grámosa og óheyrilegu ríki- dæmi örbirgðarinnar) ræður ekki við flug sitt, fellur fast til jarðar og endar í dyngju í stórborginni. Seinni parturinn er annað mál. Onnur saga með nýjum blöðum að vori. Þeas. lokasena verksins sem kemur strax á eftir þessari stuttu sögu Ásmundar. Lýsing- in á því þegar Ásmundur nær að hrista af sér þær slæmu minningar sem ofsóttu hann. Þessar minningar persónugerast í ræningj- anum sem beinir löngu og mjóu hnífsblaði að hjarta hans. Ásmundur nær að varpa ræningjanum frá sér og þeir standa hvor á móti öðrum: Hann stóð kyrr viðbúinn áhlaupi kuta- mannsins, hóf svo hendumar skyndilega hátt, einsog hann sliti garnið og hæfi bjarg, og myndi kasta því; en það var öskur sem hann varpaði frá sér. Sem kvað við í auðn- inni, og endurómaði í stómm salnum fyrir ofan, (...) Hvað var í þessu öskri? Kannski margt sem honum fannst, þrátt fyrir allt, hann myndi aldrei geta sagt, ekki einu sinni falið í ljóði. Við það hrökk hinn frá, og flýði einsog mara sem væri sveiað með mögnuðum galdri burt, heim í sitt myrkur og tóm. Skáldið stóð með hendur á lofti, fingur glennta til himins, og öskrið sprakk í nótt- inni. (267) Sem Fenrisúlfur nær Ásmundur að leysa sig úr Læðingi, slíta gamið, álögin, sem heldur honum föstum. Með einum magnað- asta galdri sem fyrirfínnst, skáldskapnum, tekst Ásmundi að sveia mörunni, hinum slæmu minningum, burt — heim í sitt myrkur og tóm. Eftir stendur öskrið og sú sem hann aldrei fer frá: Skáldskapargyðjan, sú eina og sanna. Og hér endar frásögnin af Ásmundi, þegar hann, sem skáld, öskrar. 60 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.