Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 70
ingskúnstir“ enda sé „ég“ (eða „þetta skáld
hér“ sem er tilvísun til algengrar umritunar
í skrifum Áma) kominn af launaskrá hjá
útgerðinni:
gegnum talstöð á ég við þig orð
enda ekki lengur munstraður um borð.
Táknmál sonnettunnar er að mesm ljóst.
Skipið er Sovétkerfíð eða meintur tvíburi
þess sósíalisminn, og má raunar telja skip
eitt af sígildum táknum þeirra fyrirbæra í
skáldskap aldarinnar, samanber til dæmis
hið ágæta Kremlarljóð Hannesar Péturs-
sonar frá 1956 þegar ýmsum þóttu ennþá
líbblegir laukar í austurtúnum (í því kvæði
er reyndar líka rætt um daun og hnífa).
Líkið er hinn forni átrúnaður á kennisetn-
ingar, sögulegar persónur og einstök tákn.
„Ég“ er Þórarinn Eldjárn sjálfur en ,,þú“ er
Ámi Bergmann, og er að vísu ekki ljóst
hvort Árni er heldur iðnjöfur, skipstjóri eða
háseti á skipinu. Aðalvandinn er „talstöð-
in“ sem mætti auðvitað skilja þröngt sem
Tímarit Máls og menningar en á sennilega
fremur við ljóðlistina eða skáldskapinn.
Vegna þess að Þórarinn er hættur að vera
„munstraður um borð“ stundar hann ekki
lengur þá iðju háseta að „beita kutanum“
sem þá er væntanlega greinarformið eða
sjálf rökræðan sem Árni hefur valið sér.
Ekki er raunar ljóst hvemig kuta er beitt við
balsameringu en þó má ímynda sér að Ámi
sé að veita líkinu einhverskonar andlitslyft-
ingu auk hinnar eiginlegu líksmurningar.
Ljóðmælandinn er með nokkrum hætti að
segja að hér þurfí engra vitna við. Rétt
einsog maður rökræðir ekki glæp við
glæpamann — fyrren hann er kominn undir
lás og slá, þá sé skáldskapurinn eina svarið
við ræðum Áma Bergmanns um vinstri-
stefnu og menningararf.
Þá vekur athygli að í myndlíkingu sonn-
ettunnar er gert ráð fyrir að eittsinn hafi
ljóðskáldið og viðmælandi þess verið á
sama báti sem annar þeirra yfirgaf vegna
þess að náþefurinn hrakti hann brott —
vonbrigðin urðu honum um megn, hann
hafði skyndilega verið blekktur og tók þess-
vegna á rás eitthvað burt. ..
Sjónarhorn
Þetta er mjög ólíkt viðhorfum Áma Berg-
manns í sömu glímu við tíðindi samtímans.
í greininni sem varð tilefni sonnettunnar
reynir Árni að sínu leyti að vinna á röklegan
hátt úr þeim arfi sem okkur er eftir skilinn
frá erfiðum tímum. í smásögu í sama Tíma-
ritsárgangi (1/1992) lýsir hann jafnframt
sögulegum tíðindum eystra með verkfær-
um frásögunnar og skáldskaparins, án
prédikunar eða lærdóms annars en þess sem
skilinn verður í rafmagni andrúmsloftsins
milli verks og lesanda.
Kannski má segja að munurinn á aðferð-
urn Árna og Þórarins við að vinna úr þess-
um samtímaviðburðum sé sá að Ámi
Bergmann reynir að nálgast atburðina sjálfa
og síðan afleiðingar þeirra á fólk og heims-
mál og nútímahugsun, en Þórarinn Eldjárn
spyr fyrst og síðast um afstöðu viðburðanna
til Þórarins Eldjáms, um áhrif þeirra á sína
eigin persónusögu. Maður ætti kannski að
halda áfram héma og segja sem svo að
þarna komi í ljós ókostur þeirrar nýju ein-
staklingshyggju sem með öðm hefur ein-
kennt kynslóð okkar Þórarins og skapað
henni allskörp skil gagnvart fyrri mönn-
68
TMM 1993:2