Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 76
þína því að þér mundi engi maður það ætla. Og munt þú það ætla mega
að svo muni allt fara sem Njáll hefir sagt.“
„Hvergi mun eg fara,“ segir Gunnar, ,,og svo vildi eg að þú gerðir.“
„Eigi skal það,“ segir Kolskeggur, „hvorki skal eg á þessu níðast og
á engu öðru því er mér er til trúað og mun sjá einn hlutur svo vera að
skilja mun með okkur en seg það móður minni og frændum mínum að
ég ætla ekki að sjá ísland því að eg mun spyrja þig látinn frændi og heldur
mig þá ekki til útferðar.“
Skilur þá með þeim. Ríður Gunnar heim til Hlíðarenda en Kolskeggur
ríður til skips og fer utan.
I
Hvílík hræsni! Hvílíkur yfirdrepskapur! Hvflík grængolandi óheilindi!
í þessari sögu felst hinn dýpsti sannleiki um sögu kynslóðanna. Þar
vitrast oss hin skærasta lygi um líf þeirra.
Það var föstudagurinn 8. júní árið 990, í 7. viku sumars, 158di dagur
ársins. Þurrt að kalla, austangola en dumbungslegt í suð-suð-austri þar
sem skýjabakki breiddi úr sér eins og saddur biskup.
Markarfljótið lygnt eins og ráðsett kona með ættamafn.
Hann hafði svikið fé. Hann hafði villt á sér heimildir. Hann hafði
drepið saklausa meðbræður sína.
Þetta var helsti braskari landsins og hann hét Gunnar og bjó að
Hlíðarenda.
Og nú höfðu illvirki hans gert það að verkum að hann varð að flýja
land.
En fólkið er fávíst og hélt að hann væri mesti garpur landsins. Það
hélt að hann væri duglegasti maður í heiminum við að hoppa. Hann hafði
talið því trú um að hann gæti hoppað hæð sína í herklæðum. Þegar *
jafnaðarmennimir bentu á brask hans þá svömðu betri borgaramir og
íhaldsmennirnir og sögðu: „Hann er heimsmeistari í að hoppa.“ Og þessu
trúði fólkið vegna þess að það leyfir ljósi viskunnar ekki að skína inn í
vesæl híbýli hjartans. Svona er fólkið nú auðtrúa.
Hann var þegar búinn að skjóta gróðanum undan í skip. Og nú var
ekkert eftir nema stíga sjálfur á skipsfjöl og sigla burt með ránsfenginn.
Bróðir hans var með honum, ungur og saklaus, því hann var enn ekki
búinn að læra hvemig maður á að svíkja og ljúga til þess að komast á
74
TMM 1993:2