Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 91
— Ó, líkneskið mitt, ó vinir mínir, svo langt er á milli okkar, það er meira en hugsun og loft. Geng upp í móti, aðra leið en ég kom. Uppi við dalbrún er fyrir mér veggur. Finn hvergi hlið en loks rof í vegginn, og er við það aftur kominn upp á sandinn. Hitti þar spúitista með þreifara, klofna spýtu, að leita uppi álagabletti. Hann finnur hálfgóða, góða, slæma og hlutlausa örlagabletti í sandinum. Þetta er góður maður, hann sendir guði bænaskrár afvegaleidds fólks. — Hér dó merkur hestur, segir hann. Hann sleppir orðinu og leggur eyra sitt á sandinn. Ásjóna hans segir mér hann heyri, svo ég gjöri eins og fer að heyra. Heyrist hófadynur, hvítur hestur kemur á stökki eftir línunni mitt á milli Hofsjökuls og Langjökuls. Hér hef ég ekkert að gera, svo ég kveð hann með kurteislegum heillaóskum, eins og rétt mun að gera á svo fáfarinni leið. — Vona þú finnir alls konar bletti, líka vonda, þeir koma sér vel. Vona að með ykkur hestinum takist uppbyggileg kynni. Tala nú af reynslu, eins og leiðinlega þroskað miðaldra fólk sem fílósóferar lífið, og skilur allt milt og ánægt. Tala við þennan ágæta þreifara um gildi hins daglega dauða, en hann skilur ekki, hann er ekki eins heppinn og ég að hafa lent í slæmum villum. Ég reyni að milda áhrif orða minna, hef hrætt hann og ruglað. — Bið forsjónina að upplýsa þig, með ... með mátulegu tjóni. Segir örfoka beinagrind, eins gott ég sá mig ekki sjálfan segja þetta. Ég svo skininn að ráða öðrum heilt! Sem ég skrölti til byggða, fýkur hold úr uppblæstrinum á grindina smám saman, uns skröltið hverfur og sól vermir aftur kinn. Þegar ég geng sauðalaus inn heimadalinn syngur séra Hallgrímur fyrir mig. Fyrir blóð lambsins blíða búinn er hann að stríða og sælan sigur vann. TMM 1993:2 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.