Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 101
ustu áratugina, þar sem uppruninn og ættin hafa verið sakka og flotholt atburðarásarinnar. í minningabók Thors Vilhjálmssonar snýst þessi spuming fremur um eðli en upphaf, það vefst svo sem ekkert fyrir honum hverjir það voru sem hann er kominn af, heldur hefur hann meiri áhuga á því að gefa einhveija mynd af þessu fólki sem gæti lýst því á glöggan hátt; hann myndi fremur spyija: „Hvernig voru þeir sem ég er kominn af?“ en á hinn veginn. Hann er því á höttunum eítir einhverju sem ristir „dýpra“ en einfaldur gangur atburða í rás tímans; minni hans er það sem leiðir hann áfram en hann „ritskoðar" það ekki jafn grimmt og oftast er gert heldur leyfir því að feta sína leið að vissu marki og því er frásögnin krókótt og stekkur til og ffá eftir hentugleikum. Samt sem áður má segja að bókin skiptist nokkurn veginn til jafns milli móður- og föðurættar: í fyrri hlutanum er fjallað að mestu um Thorsarana velþekktu sem og þá er þeim tengdust, en í seinni hlutanum er hins vegar fjallað um föðurættina, Þingeying- ana, sem að sönnu eru minna þekktir, þótt kunn- ir séu mörgum. Móðurætt Thors, ætt Thors Jensens, er svo nákomin þjóðarsögunni að nánast, ef ekki alveg óþarft er að rekja alla ytri atburði sem henni tengjast í bók sem þessari, enda er Thor ekkert að dvelja við slíkt en reynir þess í stað að átta sig á þessu fólki eins og hann sá það í gegnum gler bemskunnar. Þetta tekst einkar vel með ömmu hans og afa, einkum þó vegna þess að sú ffásögn tengistgrunnmynd bókarinnar, garðinum; hún er svifkennd og létt og byggist á stöðugri víxlverk- un milli þess sem sögumaður man og man ekki og þess sem var og þess sem er horfið. En þegar þeim sleppir verðurþessi ættarsaga að hálfgerðri upptalningu. Eins og Thor segir oftlega sjálfur hefur hann gegnum tíðina ekki haft neitt ýkja mikið samband við þetta fólk og þótt margar frásagnir séu hér áhrifaríkar, eins og sú svip- mynd sem brugðið er upp af líkvöku Thors Jensens og síðan skondin frásögn af frænkunni í Svíþjóð sem alltaf hélt að Thorsfjölskyldan væri í eilífu kaffiboði eða í spásseringum kring- um Tjörnina, þá er heildarmyndin sú að Thor stendur afsíðis og fylgist með þessu fólki, ekki án hluttekningar, en alltaf í hæðnisblandinni fjar- lægð. Þegar allt kemur til alls er það stöðugur núningur hans sjálfs við það borgaralega samfé- lag, sem þessi ætt er einskonar táknmynd fyrir, sem hlýtur að orsaka slíka fjarlægð. Samskipti hans við þetta fólk hljóta að einkennast af stöð- ugri spennu milli listamannsins sem snýr baki við skoðunum og gildum fjölskyldu sinnar og leitar á önnur mið, og þess samfélags eða þess þjóðfélagshóps sem aðhyllist þessi gildi. Það er veigamikill þáttur í lýsingu Thors á þessari „frelsisbaráttu" sinni að bregða upp svipmynd- um af andstæðunni, þeim mönnum sem létu ginnast jafnt af mjúkum sófum sem mjúkmálu kjassi, mönnum eins og Páli Isólfssyni, Eggerti Stefánssyni og Kristjáni Albertssyni. Það er einkum í löngum kafla um Kristján sem þetta kemur skýrast fram en þar er rakin furðuleg vinátta hans og Thors sem að vissu leyti er byggð á frændsemi en einnig á bræðralagi í ríki andans TMM 1993:2 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.