Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 110
því að klessa nútímahugmyndum á gömul verk, rifin úr samhengi, og viðvaranir Tynjanov við því að skrifa bara „sögu hershöfðingjanna“, kunnustu skálda. Wellek og Warren kvörtuðu undan því að bókmenntasaga væri ýmist greina- flokkur um einstök skáld í sögulegri röð, ellegar bara menningarsaga, sem gerði ekki sérstaka grein fyrir bókmenntum. Þeir lögðu því til að tímabil bókmenntasögu (svosem rómantík) yrðu skilgreind eingöngu frá bókmenntalegum einkennum. En það finnst Ástráði (bls. 66) of langt gengið, og vísar til þess sem Tynjanov segir, að það sé sögulega ákvarðað og breyti- legt, hvað kallist bókmenntir á hverjum tíma. Breytingar í bókmenntasögunni stafi því af þjóðfélagslegum öflum. Allt er þetta satt og rétt, en þó verð ég að taka undir með Wellek og Warren. Þegar rannsaka skal eitthvert skeið bókmenntasögu, t.d. með samanburði við annað, verður að ganga út frá þ ví h vaða bókmenntaverk nutu mestrar virðing- ar þá. Gjaman má bera þau saman við samtíma- verk sem þá voru lítils metin, en síðar mikils, og sá samanburður hlýtur að byggjast á bók- menntalegum sérkennum. Síðan má spyrja til hverra þau hafi höfðað á hverjum tíma, og hvers vegna. Þetta hefur iðulega verið gert með góð- um árangri, ég nefni bara rit Ian Watt um upphaf skáldsagna (The Rise ofthe Novel) og rit Danans Sven Mpller Kristensen, t.d. um rómantík og eftirfarandi skeið danskra bókmennta (Digteren og samfundet), en þar skýrir hann á sannfærandi hátt skammvinnan blóma og langa hnignun róm- antíkur í Danmörku framan af 19. öld. Fimmti kaflinn er hvað þetta varðar jarð- bundnari en hinir, því þar er módemisminn borinn saman við „realismann", en það fyrir- bæri væri betur nefnt skáldsagnahefð, og svo geri ég hér. Alveg er ég sammála Ástráði (bls. 191-192) um að rekja hana ífá 18. öld, að fyrirmynd Ians Watts. Ástráður dregur fram einkenni stefnunnar svosem það að líkja eftir umhverfmu, jafnvel em ýmis atriði í skáldsögu, sem ekki hafa hlutverk í framrás hennar, en gera umhverfið nærtækt. Dæmigerð atriði koma í stað hetjulegra, o.fl. rekur hann (bls. 194) eftir Peter Demetz. Ég held að í þessari bókmennta- hefð felist þá fyrst og fremst fylgispekt við þá framsetningu sem er svo venjuleg á ritunartíma, að hún þykir sjálfsögð. En einkum leggur Ást- ráður (bls. 196) áherslu á eitt einkenni, sem hafi orðið svo áhrifaríkt að núorðið nægi það til að saga teljist til skáldsagnahefðarinnar; en það er að málið sé fyrst og fremst notað sem miðill. En einmitt þar greinist módemisminn frá þeirri hefð, í honum stendur málið sjálft í sviðsljósi, framsetningin er rofin. Ut lf á því rekur Ástráður (bls. 208-209) þá kenningu Jamesons að mód- em verk beri að skoða sem umbreytt hefðarverk („modernist works are cancelled realistic ones“), þ.e. að módern verk séu jafnan lesin út frá viðmiðunum skáldsagnahefðarinnar, frekar en eigin hefðar. Enda sé það fráleitt, sem ýmsir bókmenntafræðingar hafa haldið fram að módernisminn sé „list okkar tíma“, drottni á 20. öld, o.fl. í þeim dúr. Ástráður sýnir fram á, að auðvitað hafi módernisminn alla tíð verið and- stöðustraumur, en skáldsagnahefðin drottnað, og geri það enn, a.m.k. ef spurt er um vinsældir bóka og væntingar lesenda. II Hér eru raktar ýmsar lífseigar kenningar, t.d. í 1. k. sú frá Georg Lukács 1934, að expressjón- ismi einkennist af sértækum formum, ósöguleg- um, óröklegum og goðsögukenndum; en þannig verði hann eðlisskyldur fasismanum. Oft hefur sú ásökun verið endurtekin síðan gegn módem- ismanum almennt. En sagan sýnir að þetta er einfeldnisleg nauðhyggja, svo sem Ástráður rekur. Ýmsir módemistar voru vissulega fasist- ar eða mjög hægrisinnaðir, t.d. ítalskir fútúrist- ar, Ezra Pound og Gottfried Benn. En aðrir voru eindregnir byltingarsinnar, t.d. surrealistar og rússneskir fútúristar, höfðu þeir þó svipaða af- stöðu til listsköpunar og hinir. Ýmist var módemisminn sakaður um form- dýrkun eða formleysu, jafnvel komu báðar ásak- anir frá sama aðilja, t.d. Lukács (sjá bls. 15-16). 108 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.