Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 10

Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 10
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 PI PA R\ TB W A • S ÍA ÖRYGGISHNAPPUR Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn er einfaldur í notkun og veitir mikið öryggi. Hjúkrunarfræðingur er á vakt allan sólarhringinn og reykskynjari, beintengdur stjórnstöð, fylgir með án endurgjalds. Verið velkomin á sérstaka kynningu á öryggishnappi í verslun Öryggismiðstöðvarinnar að Askalind 1 í Kópavogi, fimmtudaginn 4. júní kl. 15–17. Komdu og kynntu þér öryggishnappinn, hvernig hann virkar og þá þjónustu sem við veitum þegar boð berast. Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 Nánar á oryggi.is FLUTTIR Velkomin í einn stærsta sýningarsal notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13. Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi. Audi A6 2.0 TFSI Avant 2.950.0002007 73 VW Touareg 2.5 TDI Toyota Corolla 2.750.000 1.320.000 2005 2007 180 140 Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30 VW Passat Comfortline 4x4 2,0 1.590.0002005 109 Lexus RX400 Hybrid EXE Mazda 3 H/B T PLUS 3.990.000 1.150.000 2008 2006 120 148 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 FISKELDI Tilraunir í Færeyjum með að nýta íslensk hrognkelsaseiði til aflúsunar á laxi í sjókvíum ganga vonum framar. Vonir standa til að öflugt vopn hafi fundist í baráttu gegn þessari plágu í laxeldi í Færeyj- um og ekki útilokað að hrognkelsin nýtist hjá íslensk- um laxeldisfyrirtækjum í framtíðinni í sama tilgangi. Seiðaeldið er samstarfsverkefni Tilraunaeldisstöðv- ar Hafrannsóknastofnunar í Grindavík og Stofnfisks ehf., sem hafði milligöngu um að koma verkefninu á fót í samstarfi með fyrirtæki í Færeyjum. Verkefnið hófst í fyrra og hefur samstarfssamningur um seiða- eldið verið endurnýjaður. Í byrjun apríl 2014 fór báturinn Tryllir GK 600 og veiddi 64 grásleppur og 24 rauðmaga fyrir utan Grindavík. Hrognataka og frjóvgun tókst vel og sjúkdómarannsóknir stóðust allar kröfur Færeyinga til að inn- flutningur væri mögulegur. Yfir 500.000 seiði komust „á legg“, og voru fyrstu seiðin flutt til Færeyja í nóvember. Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, segir seiðamagnið í eldi svipað og í fyrra, kannski heldur meira, en þetta árið var byrjað mun fyrr á klaki úr villtum fiski. Seiðin vaxa mjög hratt og eru tilbúin til flutnings eftir fimm til sex mánuði. Það gefur möguleika á afhendingu seiðanna á hagstæðari tíma, en flutningar á seiðum yfir vetrar- mánuðina í fyrra reyndust erfiðir. „Reynslan sýnir að seiðin éta gríðarlegt magn af lús, en laxalús er viðvarandi vandamál í Færeyjum. Þeir eru mjög áhugasamir um þetta verkefni enda 80 prósent af hrognkelsunum sem voru sett í kvíarnar lögst í lúsaát, sem er hátt hlutfall. Þeir hafa sparað sér með öllu að meðhöndla fiskinn með lyfjum. Því fylgir bæði kostnaður og svo er þetta mun umhverfis- vænna í öllum skilningi,“ segir Agnar. Í Fiskeldisfréttum Sjávarútvegsþjónustunnar var fjallað um tilraunina í febrúar. Þar segir að samfara auknu sjókvíaeldi á Íslandi megi gera ráð fyrir að hrognkelsaseiði verði sett í eldiskvíar hér á landi til að halda niðri laxalús. Hugmyndin um aflúsun með lifandi fiski er frá Noregi komin. Þar í landi eru áætlanir uppi um eldi á milljónum hrognkelsaseiða, sem er til marks um hversu vel fiskurinn hentar til verksins á norðlægum slóðum. svavar@frettabladid.is Ala hrognkelsi til áts á laxalús í Færeyjum Stofnfiskur ehf. og Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar ala og selja hrogn- kelsaseiði til Færeyja til aflúsunar í laxeldi. Tilraunir ganga vonum framar – áframhald fyrirséð næstu árin. Aðferðin kemur til greina við laxeldi hér á landi. Á HANDARBAKI Þessi seiði eru aðeins gramm að þyngd og eiga eftir að tuttugufaldast í þyngd áður en þau verða send til Færeyja. MYND/AGNAR AGNAR STEINARSSON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 F -3 5 B C 1 6 2 F -3 4 8 0 1 6 2 F -3 3 4 4 1 6 2 F -3 2 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.