Fréttablaðið - 03.06.2015, Page 40

Fréttablaðið - 03.06.2015, Page 40
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Á meðan heimsbyggðin hneyksl- ast á ástarlífi Miley Cyrus eða tungutilburðum hennar á sviðinu, er hún upptekin við að koma á fót sérstökum sjóð, Happy Hippie Foundation. Hefur sjóðurinn þann tilgang að styðja við bakið á heimilislausum unglingum og styrkja ungt fólk sem tilheyrir minnihlutahópum, svo sem trans- hópum og samkynhneigðum. Cyrus segist meðvituð um þá forréttindastöðu sem hún sé í, og hún hafi heilmikil völd sem kjörið sé að nýta til góðs. Sagði söngkonan í viðtali við The Associated Press sem fjallaði um sjóðinn, að fjölmiðlar hefðu svo mikinn áhuga á brjóstunum á henni svo dæmi væri tekið, að hún sæi ekki ástæðu til að hylja þau, þannig fengi hún ein- mitt athyglina sem hana vantaði þegar hún ræddi um sjóðinn og þannig kæmust upplýsingarnar út í kosm ósið. Cyrus sagði jafnframt að Catlyn Jenner, væri hennar fyrir- mynd og ekki annað en hetja í hennar augum, og vildi hún stuðla að aukinni vitund um stöðu fólks í slíkum aðstæðum. Hjartað á réttum stað Miley notar frægðina til að hjálpa minnihlutahópum. GEGGJUÐ Miley ruglar fólk ítrekað í ríminu og er yfirleitt mikið á milli tannanna á öllum. Áfram Miley! F RÉ TT AB LA Ð IÐ /N O RD IC PH O TO S Tökur á Spectre, t ut t ug ust u og fjórðu myndinni um kvennabósann sínjósnandi James Bond, standa nú yfir og mun myndin koma í kvikmyndahús vestanhafs í nóvember á þessu ári. Daniel Craig er í hlutverki Bonds, líkt og í undanförnum fimm Bond-myndum. Er talið að hann eigi eina eftir, sé Spectre talin með. Því er ekki seinna vænna að fara að velta fyrir sér hver næsti Bond verði, og hafa veðbankar þegar tekið við sér. Leikararn- ir hafa heldur ekki setið auðum höndum og keppast við að láta umheiminn vita af áhuga sínum á þessu bitastæða hlutverki. Ofurtöffarinn Jason Statham er einn þeirra sem vel gætu hugsað sér að bregða sér í hlutverk Bonds og sagði hann frá því á dögunum í viðtali við The Guardian. Tók hann jafnframt skýrt fram að hann hefði ekki áhuga á að leika illmennið, líkt og sums staðar hefur verið látið skína í. Þá hefur sjálfur Pierce Brosn- an, sem lék Bond alls fjórum sinn- um, og á undan Craig, bent á þá sem honum þykir bestir. Annar þeirra er Colin Salmon, sem hefur leikið í þremur James Bond- myndum til þessa, þá sem Charles Robinson, og hinn er Idris Elba, sem þekktur er fyrir að leika hinn harðsnúna Luther í samnefndum spennuþáttum. Eru þeir afar vin- sælir kostir meðal veðbankanna. Þá hafa kappar á borð við Tom Hardy, Michael Fassben- der, Henry Cavil, Luke Evans og Downton Abbey-leikarann Dan Stevens skotið upp kollinum í þessu samhengi. Þrátt fyrir hve borubratt- ur Jason hefur verið varðandi málið, eru líkurnar ekki að vinna með honum, en þær eru sextíu og sex gegn einum. Hins vegar má Elba byrja að hlakka til, því menn eru á því að hann komi til með að hreppa hnossið, og verður þá fyrsti svarti maðurinn til að túlka James Bond á hvíta tjaldinu. Hver verður valinn næsti James Bond? Daniel Craig á tvær myndir eft ir, en þó eru veðbankar farnir að velta fyrir sér hver muni leysa hann af hólmi. Sjálfur Pierce Brosnan hefur blandað sér í málið. COLIN SALMON Ekki ókunnugur Bond- umhverfinu, en þennan langar Brosnan að sjá sem hinn eina sanna Bond. ELBA Kappinn þykir afar heillandi, en það er einmitt meginhlutverk njósnarans. Þessi þykir líklegastur sam- kvæmt veðbönkum vestanhafs. HARÐUR Statham er þekktur fyrir að vera mikið hörkutól, en hann er óður í að verða næsti Bond. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS Grínleikarinn Vince Vaughn sló heldur betur ekki á létta strengi þegar hann viðraði skoðanir sínar á byssueign Bandaríkjamanna í viðtali við tímaritið GQ nýlega. Þar fór hann mikinn og sagði fullkomlega eðlilegt að sam- landar hans hefðu rétt til að bera skotvopn, ekki bara heima hjá sér, heldur alltaf, alls staðar. Brá mörgum í brún, en undanfarið hefur umræðan um hvort banna ætti almenningi að bera skotvopn verið hávær þar vestra, og marg- ir á þeirri skoðun að vopnin megi missa sín, í ljósi tíðra skotárása í skólum landsins. Bar hann tjáningarfrelsið fyrir sig og benti á að álíka gáfulegt væri að banna skotvopn í barátt- unni gegn voðaverkum eins og að banna gaffla gegn offitu. Svipað að banna byssur og gaffl a Vince Vaughn telur vel við hæfi að Bandaríkjamenn beri skotvopn öllum tímum. BRATTUR Vince mun birtast í sjón- varpinu fyrr en síðar í þáttunum True Detective, sennilega byssuglaður. ➜ 1962-1967 Sean Connery 1969 George Lazenby 1971 Sean Connery 1973-1985 Roger More 1987-1989 Timothy Dalton 1995-2002 Pierce Brosnan 2006-2015 Daniel Craig RISAÚTSALA! VERÐ ÁÐUR 4.990,- 2.990,- TIMMY STUTTERMABOLIR STÆRÐIR: 104-140 KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA o. sbi iSAM Frá leikstjóra Mission Impossible: Ghost Protocol og The Incredibles THE HOLLYWOOD REPORTER VILLAGE VOICE EMPIRE TOTAL FILM VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG BRETLANDI. DWAYNE JOHNSON SUMARSTÓRMYNDIR VERÐA EKKI STÆRRI EN ÞESSI! SAN ANDREAS 3D 5:30, 8, 10:30 SPY 5:30, 8, 10:30 HRÚTAR 6, 8 PITCH PERFECT 2 10:15 FRÁ LEIKSTJÓRA BRIDESMAIDS OG THE HEAT 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 F -6 7 1 C 1 6 2 F -6 5 E 0 1 6 2 F -6 4 A 4 1 6 2 F -6 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.