Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 41
MIÐVIKUDAGUR 3. júní 2015 | MENNING | 25 „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég: Hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða? og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunn- arsdóttir. Hún hefur nú sett í loft- ið kökubloggsíðuna blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, lit- ríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frum- legasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinn- ar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrir- myndir í eldhúsinu er svarið ein- falt. „Rikka er mín helsta fyrir- mynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heitt- elskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síð- una.“ - glp Rikka fyrirmynd í eldhúsi og útliti Fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir fræðir fólk um bakstur og kökugerð. BROSANDI BAKARI Lilja Katrín Gunn- arsdóttir hefur gaman af því að baka litríkar og flippaðar kökur. MYND/MARÍN MANDA Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið. Opið fyrir umsóknir – Opni háskólinn í HR Á vefnum opnihaskolinn.is eru upplýsingar um öll námskeið, leiðbeinendur, verð og skráningu. „PMD-námið er mjög góð leið til að rifja upp og fríska upp á kunnáttuna í stjórnendafræðunum. Þar sem ég er töluvert á ferðinni vegna vinnu þá hentar námsfyrirkomulagið mjög vel. Loturnar í náminu eru mjög fjölbreyttar en allar eiga þær það sameiginlegt að gefa góða innsýn í viðfangsefnið.“ Haraldur Gunnlaugsson Verkefnastjóri á markaðssviði Marel Námslínur sem hefjast í haust: • Almennir bókarar • APME verkefnastjórnun • Ábyrgð og árangur stjórnarmanna • Markþjálfun • PMD stjórnendanám HR • Rekstrar- og fjármálanám • Rekstrarnám fyrir hönnuði • Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu • Straumlínustjórnun • Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur • Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur • Verðbréfamiðlun • Viðurkenndir bókarar • Vörustjórnun í samstarfi við AGR • Vinnsla og greining gagna N Ý T T N Ý T T N Ý T T Námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Lengri námslínur eru allt frá einni önn að einu ári og henta vel samhliða starfi. Meginmarkmið lengri námskeiða er að veita þátttakendum viðurkenningu í sínu fagi og auka þekkingu þeirra og færni innan ákveðinna fagsviða. LANGAR ÞIG Í NÁM MEÐ VINNU? „Ef kona sést með hár annars stað- ar en á höfðinu fer allt á hliðina,“ segir Inga Mekkin Guðmundsdóttir, konan á bak við síðuna Loðin í kjól. Síðan er stuðningsyfirlýsing við konur og náttúrulegan hárvöxt þeirra sem einhverra hluta vegna er litinn hornauga og má helst ekki sjást. Hefur síðan fengið gríðarlega góð viðbrögð frá íslenskum konum og segist Inga fá býsna mikið af skilaboðum frá konum úr ýmsum áttum sem þakki henni fyrir að storka þessum stöðluðu ímyndum samfélagsins varðandi fegurð. Hún vonast til að boðskapurinn dreifist sem víðast. „Eftir að ég hætti að raka af mér öll þessi hár, viðurkenni ég alveg að það var sannkölluð kvöl og pína að fara í sund og annað slíkt, fólk spáir ofboðslega mikið í þetta,“ segir Inga, og bendir á að fordómar gagn- vart „óæskilegum“ hárum kvenna séu gríðarlegir. „Ég þekki fullt af fólki sem finnst beinlínis ógeðslegt að vera ekki rakað eða vaxað, og skefur ekki af því við fólkið í kring- um sig,“ útskýrir Inga. Hún lætur slíkt þó ekki á sig fá, og svarar fólki alla jafna fullum hálsi þegar það sér sig knúið til að tjá sig um hár- vöxt hennar. „Ég fór af stað með þessa síðu vegna þess að mig langaði að sjá hvert viðhorf fólks væri í þessum efnum, hvort fleiri væru á sömu bylgjulengd og ég, og hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ bendir Inga á og bætir við að sér hafi til að mynda borist myndir af konum sem vilja leggja sitt af mörkum. „Ég velti fyrir mér hvar þetta hárleysi byrjaði og velti enn frekar fyrir mér hvar þetta muni enda.“ - ga Kafl oðin í kjól svarar kallinu LOÐIN Inga segir fólk sífellt opnara um þessi mál og segir greinilegt að fleiri hugsi á sömu nótum og hún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 F -F B 3 C 1 6 2 F -F A 0 0 1 6 2 F -F 8 C 4 1 6 2 F -F 7 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.