Fréttablaðið - 01.08.2015, Page 8

Fréttablaðið - 01.08.2015, Page 8
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 PALESTÍNA „Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðju- verkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palest- ínumanna, PLO, um árás á Vestur- bakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vestur- bakkanum. Foreldrar hans og bróð- ir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eld- sprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krot- uð á veggi hússins ásamt Dav- íðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiða árásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtöku- menn ráðast á heimili Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakk- anum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Net- anyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vestur- bakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundr- uð heimila fyrir Ísraela á Vestur- bakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vest- urbakkanum en Ísrael hertók svæð- ið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stend- ur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina. thorgnyr@frettabladid.is Palestínumenn segja Ísraela seka um morð á ungbarni Palestínumenn saka Ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum um ungbarnamorð. Forsætisráðherra Ísraels fordæmir árásina. Forsætisráðherrann heimilaði byggingu þrjú hundruð heimila Ísraela á Vesturbakkanum. ÁRÁS Þessi mynd af Ali Saad Dawabsha, átján mánaða palestínskum dreng, varð eftir í brunarústum húss á vesturbakkanum. Drengurinn lést í brunanum. NORDICPHOTOS/AFP Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverk- um, sama hver fremur þau. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Siminn.is/spotify NÚ STREYMIR ÞÚ TÓNLISTINNI FYRIR 0 KR. MEÐ SPOTIFY PREMIUM Á FARSÍMANETI SÍMANS Backtrack áfengismælir Snjall áfengismælir sem tengist þráðlaust við snjallsímann. Gott að taka stöðuna. 690 kr. á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 7.990 kr. Samsung Galaxy S6 Einstök hönnun, einstakir eiginleikar. Samsung Galaxy S6 með þráðlausri hleðslu og 16 megapixla myndavél. 4.990 kr. á mánuði í 24 mánuði Staðgreitt: 109.990 kr. iGrill Grillið hefur aldrei hljómað eins vel! iGrill kjöthitamælirinn tengist símanum þráðlaust og grillmaturinn verður fullkominn. 790 kr. á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 8.990 kr. Bose SoundLink Colour Hlustaðu á tónlistina í frábærum gæðum hvar og hvenær sem er. Fullkominn ferðafélagi ásamt Spotify Premium. 1.490 kr. á mánuði í 18 mánuði Staðgreitt: 24.990 kr. HEFUR ALDREI EINS VEL! VERSLUNARMANNA- HELGIN Orkukubbur fylgir öllum seldum símum fram yfir verslunarmannahelgi* Orkukubburinn er frábær ferðafélagi og kemur líka sterkur inn á löngum dögum þegar nóg er að gera og ekki gefst tími til að gulltryggja hleðslu á símtækið þitt. 340 kr. greiðslugjald leggst við í hverjum mánuði ef greiðslum er dreift á kreditkort. *Orkukubbar fylgja með seldum símum í verslunum Símans til 5. ágúst 2015. Tólf starfsmönn- um á veitinga- sviði fyrirtækis- ins ISS var í gær sagt upp störfum og fengu nokkr- ir boð um endur- ráðningu í kjöl- farið. „Þetta teng- ist líka nýlegum kjarasamningum sem við þurfum að fara eftir. Þeir voru auð vitað þungt högg og við þurfum að endur- skipuleggja okkar starfssemi með tilliti til þeirra,“ segir Guðmund- ur Guðmundsson, forstjóri ISS og bætir við að flestir hafi fengið boð um endurráðningu.„Endurráðning- in er þá með breyttum kjörum eða öðrum vinnutíma.“ Guðmundir segir að sumir ætli að þiggja endurráðningu en aðrir séu að hugsa málið. - ngy Skipulagsbreytingar hjá ISS: Tólf sagt upp störfum hjá ISS GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON HAGSTOFAN Verðmæti afla upp úr sjó nam tíu milljörðum króna í apríl, það er 8,8 prósentum minna en í apríl 2014. Verðmæti þorsks var mest eða um 3,8 milljarðar króna sem er 7,2 prósenta samdráttur miðað við apríl í fyrra. Verðmæti kolmunna var 35,7 pró- sentum minna en í sama mánuði í fyrra. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2014 til apríl 2015 jókst aflaverð- mæti um sjö prósent miðað við sama tímabil árið áður. - ngy Verðmæti afla minnkaði: Verðmæti afla 10 milljarðar í apríl 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -1 8 B C 1 5 9 F -1 7 8 0 1 5 9 F -1 6 4 4 1 5 9 F -1 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.