Ský - 01.08.2007, Side 13

Ský - 01.08.2007, Side 13
 ský 13 á annað. Verst af öllu er að fólk getur fest í fjölskyldumynstri, kemst ekki upp úr djúpum félagslegum hjólförum og spólar þar kynslóð eftir kynslóð. Það er erfitt að horfa upp á slíkt. Að sjá unga krakka og geta sagt: Já, því miður mun þetta fara svona. Og þegar það fer „svona“ spyrja sjálfan sig: Hefði ég getað gert eitthvað?“ Mér hefur verið sagt að Birna sé einmitt boðin og búin að rétta þeim hjálparhönd sem höllum fæti standa. Hún vill sem minnst úr því gera. En hún viðurkennir að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá föðurömmu sinni heima á Borgarfirði eystri sem var þekkt fyrir „félagslega afskiptasemi“ og hljóp jafnan undir bagga með þeim sem áttu erfitt þar um slóðir. Á eigin vegum Undanfarin ár hefur Birna verið í bissniss, rekið eigið fyrirtæki, Menningarfylgd Birnu ehf. og er þar bæði eigandi, forstjóri og eini starfsmaðurinn. Hvernig kann stjórnandinn við starfsmanninn? „Ég er nú ekkert mjög skitsó,“ segir hún og hlær. Hún hafði starfað í sautján ár á Læknablaðinu og ákvað að hætta. „Þetta var spurning um að hafa bankareikninginn í lagi eða geðheilsuna. Ég valdi geðheilsuna.“ Geisaði stríð á Læknablaðinu? „Ja, sennilega er kalt stríð erfiðast allra stríða.“ Hún ákvað að stofna eigið fyrirtæki, ekki síst vegna þess að hún hafði drjúga reynslu og frekar slæma af því að sækja um vinnu. Til dæmis sótti hún tuttugu og tvisvar sinnum um fréttamannsstöður hjá Ríkisútvarpinu. „Ég fagna því mjög hvað sú ágæta stofnun hefur ævinlega haft góðum starfsmönnum á að skipa,“ glottir hún, „því ég reikna auðvitað með að ætíð hafi sá hæfasti verið ráðinn.“ Varstu að stríða ríkisvaldinu með því að sækja svona oft um eða langaði þig í raun og veru til að verða fréttamaður? „Mig langaði virkilega til að verða fréttamaður. Auðvitað var mér hafnað vegna pólitískrar virkni, þótt margir hafi verið ráðnir fréttamenn þrátt fyrir pólitíska virkni. Málið er þetta: Ef ég segi að George W. Bush sé indælis piltur sem hafi lagt gjörva hönd á margt, þá er það ekki pólitík. Ef ég segi: George W. Bush er ekki einungis bjáni heldur leiksoppur þeirra sem vilja ráða því hvernig veröldin snýst til að geta grætt sem mest og hraðast og skítt með þá sem liggja í valnum á eftir, þá er það pólitík. Fyrir mér er hvort tveggja pólitísk afstaða. Allt lífið er pólitík. Við eigum öll að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Við eigum ekki að hugsa sem svo: Ja, ég læt bara aðra um þetta. Það endar með ósköpum.“ Og þegar hún hætti hjá Læknablaðinu gekk hún út frá því að hún fengi ekki vinnu. „Reyndar sótti ég víða um, á skrifstofum, hótelum og svo framvegis. En ekkert gekk. Hugmyndin að Menningarfylgdinni vaknaði í Belfast. Ég var þar á læknaráðstefnu og átti þess kost á að fara í tveggja tíma bílferð með heimilislækni um Vestur-Belfast á ýmsa staði sem ég þekkti úr sögunni og af fréttum og hann setti mig inn í þá atburði sem þarna höfðu gerst. Eftir ferðina fannst mér ég þekkja Vestur-Belfast innan frá. Hún var orðin hluti af hjarta mínu. Ég fór að hugsa um aðrar borgir sem ég hafði kynnst með svipuðum hætti fyrir milligöngu heimafólks, eins og Róm og París. Ég hugsaði með mér: Hvers vegna ekki bjóða upp á svona þjónustu í Reykjavík. Mér þykir vænt um Reykjavík. Fyrir mér er hún flott dama sem gaman er að kynna fyrir öðrum innan frá. Þannig var upphafið.“ Menningarfylgd Birnu ehf. hefur verið til í rúmlega fimm ár. „Þetta var svakalega erfitt í byrjun. Ég hélt ég hefði það ekki af. En svo varð smám saman til jákvætt orðspor. Ég hef aldrei auglýst eða markaðssett fyrirtækið skipulega en það fór að berast út frá ánægðum viðskiptavinum að það væri gaman að hlusta á Birnu spjalla um miðborgina í Reykjavík. Þannig fór boltinn að rúlla og núna gengur nokkuð vel. Ég reyni að vinna öll verkefni af sömu virðingu. Fyrsta verkefnið mitt var ofboðslega erfitt: Einn útlenskur ferðamaður sem var torveldur í taumi. En ég hef aldrei fengið leiðinlegan gest.“ Fjöldi gesta í hópi hjá Birnu hefur verið allt frá einum og upp í hundrað. Það má sjá á athugasemdum kúnnanna á heimasíðunni birna.is að þeir eru ákaflega ánægðir. En hverjir eru þeir? „Þetta eru 90% Íslendingar, vinnustaðahópar, vina- og vinkvennahópar og alls kyns fólk. Gjarnan vilja gestirnir setjast einhvers staðar niður eftir gönguferðina og fá sér hressingu og ræða málin. Við skoðum gallerí og kaffihús, söguslóðir og merk hús. Allt er leyfilegt og hugsanlegt. Mér finnst ákaflega skemmtilegt að sýna fólki hversu miðborgin okkar býr yfir miklum fjölbreytileika.“ Birna segist hafa lagt í lestur og stúdíu á miðborginni og sögu hennar áður en hún byrjaði og enn sé hún að bæta við sig fróðleik. „Ég hætti aldrei að safna í sarpinn. Sjálf er ég fyrstu kynslóðar Birna Þórðar Birna rekur fyrirtækið Menningarfylgd Birnu ehf. sem hefur það að markmiði að kynna þá margbreytilegu menningu sem þrífst í miðbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.