Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 31

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 31
liggja til allra átta og Lítill fugl varð önnur hljómplata hennar og segja má að þetta tiltekna lag hafi átt ríkan þátt í vinsældum hennar í upphafi ferilsins. Útsetning lagsins, sem þykir sérlega vel gerð, er eftir Jón Sigurðsson bassaleikara sem útsetti aragrúa laga á þessum árum. Sumt af því sem heyrist í tónlistinni er hefðbundið en annað nýstárlegt miðað við tímann. Gítarleikur var í höndum Ólafs Gauks Þórhallssonar og poppfræðingar hafa í eyru höfundar fullyrt að framlag hans sé fyrsta gítarsóló í íslenskri dægurtónlist. Til gamans má geta þess að í kvikmyndinni og á plötunni með Ellý hét lagið 79 af stöðinni en í endurútgáfu var titlinum breytt í Vegir liggja til allra átta. Fann Sigfús og píanóið bak við timburdót í Iðnó En hvernig gerðist það að leiðir þessara mörgu ungu listamanna skárust við gerð einmitt þessa lags? Svarið við því er að finna í minningargrein sem Indriði G skrifaði um Sigfús Halldórsson í Morgunblaðið í janúar 1997. Þar segir Indriði: „Við vorum báðir orðnir fullorðnir þegar við kynntumst. Það bar við fyrir tilstilli Guðlaugs Rósinkranz þjóðleikhússstjóra sem lengi setti svip á Þjóðleikhúsið með augljósum ágætum sem ekki hafa verið leikin eftir þrátt fyrir miklar upphrópanir. Guðlaugur var að undirbúa töku á kvikmynd sem núorðið þykir henta að kalla danska mynd. Hann hafði af nasvísi sinni orðið var við að erlendum myndum fylgdu sérstök lög sem gátu orðið eftirminnileg og hreinar gersemar. Svo hafði verið um Casablanca og Brúna yfir Kwai fljótið. Guðlaugur hafði hugmynd um hver ætti að syngja lagið í myndinni áður en textinn og lagið hafði verið samið. Ég hafði ekkert gert nema skrifað bókina (á íslensku en ekki dönsku) og fannst nú undarlegt að fara að hugsa um hana að nýju vegna textagerðar. Í fyrstu baðst ég undan að semja ljóð eða texta handa tónskáldi. En því varð ekki breytt. Við Sigfús áttum stefnumót þar sem ég orðaði það við hann hvort hann þekkti engan sem vildi semja. Því var neitað og brátt gleymdist þetta yfir kaffibolla þar sem Sigfús fór á kostum eins og hann vildi sanna fyrir mér að ég væri í góðum höndum. Og víst var ég það. Innan viku gat ég fengið Sigfúsi ljóðið og ég held að enn styttri tími hafi liðið þangað til hann hringdi. Hann sagðist eiga aðgang að píanói í gamla Iðnó. Ég held að við höfum ekki talað alvarlegt orð saman um verkefnið til þessa. Guðlaugur rak á eftir okkur til skiptis og okkur fannst hver mínúta skipta máli. Ég fór spölinn úr Edduhúsi niður í Iðnó og fann Sigfús og píanóið bakvið eitthvert timburdót. Ljóðið var skrifað á niðurskorinn pappír sem blaðamenn notuðu á þessum árum. Tónskáldið lagði pappírssnifsið á píanóið og hóf að spila. Ég hlustaði einkum eftir því hvort mér fyndist það væmið. Svo var ekki. Það féll undarlega vel að tilfinningu sögunnar. Næst söng hann það án þess að yrða á mig á milli. Það hljómaði enn betur. Síðan urðum við Sigfús með árunum eins og samvaxnir tvíburar hvenær sem þetta lag bar á góma. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en síðar að með þessu erindi fyrir kvikmyndina ég var kominn í bland við eitt ágætasta tónskáld þjóðarinnar á þessari öld sem fékkst við að semja sönglög. Við hittumst ekki teljandi oft á þeim áratugum sem liðnir eru síðan lagið við kvikmyndina var samið en við vorum alltaf perluvinir.“ sky, Indriði G Þorsteinsson rithöfundur. M yn d: Ó la fu r K . M ag nú ss on . Vegir liggja til allra átta á þeim verða skil, mörg er þrautin þungra nátta að þjást og vera til, og bíða þess að birti á ný og bleikur morgunn rísi. Nú strýkur blærinn stafn og þil stynjandi í garðsins hrísi. Indriða ský 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.