Ský - 01.08.2007, Síða 45

Ský - 01.08.2007, Síða 45
 ský 5 mala og mala“ eins og Bubbi söng svo vel um hér um árið eru ekki í góðum málum. Ef þeir hafa skuldað fyrir hefur skuldin ekki lækkað og þeir verða oft fyrir aðkasti inni í fangelsunum og eru oftar en ekki barðir þegar því er við komið og oft eru þeir krafðir um skaðabætur, jafnvel milljónir. Þeir eru minntir á þetta jafnvel áratugum seinna og yfirleitt er þeim tekið með varúð. Þó eru til þeir sem hafa hlotið uppreist æru en þá hafa þeir sjálfir komist yfir peninga og farið að höndla með efni og reynst áreiðanlegir í því sem þeir eru að gera. Þar með eru aðrir orðnir undir þeim og þá hefur í einstaka tilfellum fennt yfir syndirnar. Aftur á móti er stelpum í bransanum fyrirgefið meira en strákum og þó að þær kjafti er það ekki litið jafnalvarlegum augum. Það virðist vera meira af stelpum en strákum sem eru tilbúnar til að gerast burðardýr og þær fá líka styttri dóma. Sumir segja að meiri líkur séu á að þær komist í gegnum tollinn en að sama skapi er líklegra að þær brotni saman í yfirheyrslum. Það er minni möguleiki á að hægt sé að láta þær standa skil á tjóninu því það er ekki hægt að nota barsmíðar á stelpur, slíkt er bara ekki gert. Leið upp metorðastigann - Burðardýr getur aðeins stundað sína iðju þar til það næst en þá er gamanið búið. Margir sem byrjuðu eitt sinn sem burðardýr eru orðnir „höfuðpaurar“ í málum í dag og því má segja að þetta sé ein leið upp metorðastigann. Sem dæmi kemst ungur maður sem er fíkniefnaneytandi og kaupir sín efni á götunni í kynni við þá sem fyrir ofan hann eru. Síðan verða nokkrar ferðir úr þessum kunningsskap inn og út úr landinu með efni fyrir þann sem selur efnin. Þá fær viðkomandi oft einhverja peninga og oft ódýrari efni á eftir. Þá fer hann að taka þátt í pökkum með öðrum, „leggja í púkk“, og þar með á hann sitt eigið efni. Ef hlutirnir ganga upp (sem oft gerist) notar hann hagnaðinn sem hann fékk út úr „púkkinu“ eftir einhvern ákveðinn tíma og finnur sér burðardýr til að smygla efnunum fyrir sig og er þar með orðinn höfuðpaur. Mér finnst þess vegna mjög villandi að tala alltaf um burðardýr á þann hátt að aðrir séu að nota þau. Auðvitað er það oft þannig en ekki nærri því alltaf. Jafnvel er það þekkt að burðardýrið á hlut í annarri sendingu sem annað burðardýr er að koma með svo að þetta á oft hvað í öðru (eins og íslensku fyrirtækin!). Erlend burðardýr hafa það gott - Erlendu burðardýrin sem hingað hafa komið og oft verið tekin með gríðarlegt magn eru alveg sér á báti. Þeirra ferð er þaulskipulögð frá upphafi til enda og það gerist allt erlendis (mikið í Litháen). Þessu tengjast auðvitað Íslendingar oft sem eru búsettir erlendis. Af þessum mönnum er það að segja að þeir hafa það afskaplega gott á Litla-Hrauni. Þeim er séð fyrir fjármagni á meðan þeir eru að taka út dóminn. Margir þeirra hafa setið inni í mörgum löndum fyrir að vera burðardýr og þetta er beinlínis þeirra aðalatvinna. Fyrir þessum mönnum er borin afskaplega mikil virðing og það er kannski ekkert skrýtið því maður ber jú virðingu fyrir því sem er hættulegt og margir þessara einstaklinga eru það. Sumir eru fyrrum hermenn og flestir eiga það sameiginlegt að það er einhver maskína á bak við þá sem sér um allt sem þá vantar, hvort sem það er að borga lögfræðikostnað eða annað. Þeir vaða yfirleitt í peningum og skortir ekkert á meðan þeir eru í steininum.“ sky,

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.