Ský - 01.08.2007, Qupperneq 48

Ský - 01.08.2007, Qupperneq 48
8 ský Blómey lýsir persónuleika Óskars svo: „Hann var óskaplega afbrýðisamur og hræddur um mig, óttaðist alltaf að ég væri á karlafari. Strax á ballinu á Kópaskeri var hann altekinn þessum ótta. Það voru líka mjög sætir og myndarlegir strákar þar, satt er það. Hann fór með mig til Reykjavíkur og við bjuggum um tíma hjá föður hans. Hann vildi mennta sig eftir fremsta megni og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Vafalaust hefði hann viljað mennta sig meira eða eignast jörð en hvorugt var hægt. Það var kreppa og maður mátti þakka fyrir að skrimta. Við giftum okkur í Dómkirkjunni. Það var ekki venjulegt brúðkaup. Við vissum að sambúð okkar yrði mjög sérstök og ákváðum að gera þetta í kyrrþey og ein. Við stóðum þar fyrir altari tvö ein með séra Bjarna og konunni hans. Þar voru engir aðrir. Mér fannst það samt ekki síður eftirminnileg athöfn en þótt það hefði verið margmenni viðstatt. Við sögðum bæði „já“ í það skiptið og þegar ég játaðist honum út yfir gröf og dauða vissi ég að þannig yrði það af minni hálfu og yrði aldrei aftur tekið. Og þannig var það. Það var dauðinn sem aðskildi okkur.“ Snilldarverk eða fúkkaskrifli? Blómey veiktist af berklum snemma í sambúð þeirra og dvaldi lengi á Vífilsstöðum og á Kristneshæli. Á meðan var sonur þeirra í fóstri en Óskar í vinnu hjá breska setuliðinu. Þegar sjúkravist Blómeyjar lauk og fjölskyldan sameinaðist á ný hófu þau búskap í Blesugrófinni þar sem Óskar hafði reist kofa yfir þau. Kofinn sá átti eftir að stækka og breytast því Óskar var sífellt að byggja við hann og fór virkilega ótroðnar slóðir í sinni húsagerðarlist. Hús þeirra hét opinberlega Garðstunga en var ávallt kallað Kastalinn í munni þeirra sem til þekktu. Kastalinn var líkt og virki, með hlöðnum torfveggjum en afar sérstæðri gluggasetningu og mátti auðveldlega sjá áhrif frá erlendum arkitektúr í byggingunni, bæði Gaudí og fleiri. Þetta undarlega útlit hússins dró að sér athygli manna og varð húsið landsþekkt eftir að myndir fóru að birtast af því í blöðum og tímaritum og munu einnig hafa ratað á síður erlendra tímarita um arkitektúr. Óskar nýtti búfræðikunnáttu sína í Garðstungu og þau hjónin fengust við garðyrkju og ræktuðu trjálund við hús sitt. Dýrahald var talsvert í Kastalanum því Óskar og Blómey og áttu hænur, hunda, kalkúna, endur, ketti og geitur en þessháttar frístundabúskapur var algengur í Blesugróf og víðar í útjaðri Reykjavíkur á þessum árum. Í viðtalinu við Blómeyju í bók Ómars má glöggt lesa að að búskapurinn í Blesugrófinni var ekki sá sæli sjálfsþurftarbúskapur sem ætla mætti. Flestir íbúanna stunduðu vinnu í Reykjavík en nær engir þeirra áttu bíl og almenningssamgöngur voru lengst af engar við Blesugróf og þurfti því að ganga langa leið til að komast í strætó eða nota reiðhjól sem Óskar reyndar gerði yfirleitt. Ekkert rafmagn eða hitaveita var í Kastalanum frekar en öðrum húsum í Blesugróf og þar inni var því afar saggafullt og megn fúkkalykt af öllu innanstokks, þar með töldum íbúunum og fatnaði þeirra. Óskar var ákaflega ofsafenginn í skapi og snöggreiddist af minnsta tilefni við nágranna sína og samstarfsmenn. Hann átti það til að elta þá með ópum og skömmum og hótunum um barsmíðar sem honum sinnaðist við hvort sem það voru innheimtumenn frá bænum eða nágrannar og þetta varð til þess að nánast engir komu nokkru sinni í heimsókn í Kastalann. Óskar var af þessum sökum af mörgum talinn stórlega ruglaður ef ekki beinlínis hættulegur. Blómey segir í viðtali við Ómar að hún hafi aldrei kunnað við sig í Kastalanum í Blesugróf en Óskari hafi þótt þetta stórfengleg bygging eins og allt sem hann gerði. Þau hjónin urðu fyrir afskaplega miklu áfalli þegar Hallmar Stálöld einkasonur þeirra lést þann 10. desember 1964, aðeins 23 ára að aldri. Hallmar varð úti í Reykjavík. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur og hálfbróðir Óskars, segir í ævisögu sinni Undir dagstjörnu að það hafi gerst með þeim hætti að Hallmar hafi verið sjómaður sem átti það til að skvetta svolítið í sig í landlegum að þeirra tíma hætti. Hann hafi knúið dyra hjá hálfsystur sinni í móðurætt í Höfðaborg eitt kvöldið og verið nokkuð undir áhrifum. Hún vildi ekki hleypa honum inn og hann ráfaði frá Höfðaborg og niður að Höfða þar sem hann lagðist undir vegg og sofnaði og fannst örendur þar morguninn eftir. Sigurður lýsir því enn fremur í bók sinni að Óskar hafi lagt hatur á sig vegna ljóðs sem Sigurður orti þar sem notuð var líking af manni sem rótar í öskuhaugum í tilgangsleysi. Ljóðið birtist með ritdómi í Þjóðviljann en Óskar bar blaðið út í Blesugróf og taldi þessum kveðskap beint gegn sér persónulega en Óskar stundaði það að hirða það sem hann taldi nýtilegt af öskuhaugum. Sigurður segir: „Þá gerði Óskar boð fyrir mig og ég heimsótti hann í fyrsta og eina skiptið í fúkkamettað húskrílið í Blesugróf. Þar kunngerði hann mér formálalaust að hann hefði í öndverðu ætlað að kála okkur pabba báðum, en núna þegar hann væri búinn að koma karlinum fyrir kattarnef hefði hann afráðið að þyrma mér. Að svo búnu kvaddi ég hann bróðurlega og gerði mér í hugarlund að framvegis yrðu listamaðurinn í heiðinni M yn d: Ó m ar R ag na rs so n. Bústaðurinn á Hellisheiði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.