Ský - 01.08.2007, Síða 49

Ský - 01.08.2007, Síða 49
 ský  samskipti okkar með eðlilegri hætti. En því var síst að heilsa. Ýmist lét hann sem hann sæi mig ekki á förnum vegi eða þá hann sendi mér tóninn óþvegnum orðum, einkanlega ef hann sá mig í fylgd kvenmanns.“ Í sjálfskipaða útlegð Kastali Óskars og Blómeyjar var eins og önnur hús í Blesugróf byggður án tilskilinna byggingarleyfa og var ekki hluti af neinu borgarskipulagi. Þegar borgaryfirvöld hófu að skipuleggja byggð í Breiðholti á árunum fyrir 1970 lenti Blesugrófin milli stafs og hurðar í þeirri skipulagsvinnu. Eftir því sem Breiðholtið stækkaði varð nauðsynlegt að leggja stofnbraut þangað og þegar Breiðholtsbrautin var lögð þurftu nokkur hús í Blesugróf að víkja og þar með talið Kastalinn sem var tekinn eignarnámi af borgaryfirvöldum. Óskar taldi þessa gjörð borgaryfirvalda gegn sér ófyrirgefanlega með öllu. Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, mun hafa gengist fyrir því að fjölskyldunni var boðin blokkaríbúð í stað hússins en Óskar taldi það af og frá og varð engu tauti við hann komið. Við þessi umskipti ákvað hann að flytja til fjalla og reisti sér hús á Hellisheiði langt fjarri hinum langa armi borgarinnar og utan allra skipulagsreglna. Heimildarmenn blaðsins við gerð þessarar greinar sem komu í híbýli Óskars og Blómeyjar á Hellisheiði segja að það hafi verið afleitar vistarverur, bæði þröngar, kaldar og saggafullar. Blómey mun hafa haldið þar örlítinn bústofn af geitum, hænum auk fjölda katta en hún mun hafa sagt að Hellisheiðarárin hafi verið þau erfiðustu á ævi sinni og þar hafi hún átt vonda daga. Hún lýsir því fyrir Ómari Ragnarssyni í áðurnefndri bók hvernig húsakynnin láku aldrei í slagviðrum en vegna sérviskulegrar staðsetningar hússins spruttu lækir upp úr gólfinu. Blómey var langtímum saman ein á Hellisheiði meðan Óskar var í vinnu og segir við Ómar að hún hafi þá farið einförum um heiðina og frekar viljað vera úti undir berum himni en hírast í kofanum. Hús Óskars og Blómeyjar stóð uppi á háheiðinni rétt austan við skíðaskálann í Hveradölum en þar undir brattri brekku stóð gamall skíðaskáli en leifar af skíðaaðstöðu, meðal annars stökkpalli hlöðnum úr grjóti, má enn sjá á staðnum. Í þessum niðurnídda skíðaskála fengu Óskar og Blómey oft að dvelja á vetrum þegar snjóalög voru mikil og veður vond. Af tvennu illu þótti hann skárri vistarvera en húsin uppi á brekkunni og auðveldara að komast þangað þegar snjór var mikill og segir þessi ráðstöfun sína sögu um erfiðar aðstæður þeirra og ástand húsakynnanna. Óskar og Blómey munu hafa flutt í heiðina árið 1973 en þá var Óskar að verða sextugur. Hann sótti vinnu til Reykjavíkur nær allan tímann sem hann bjó þar en hann starfaði hjá Skipaútgerð ríkisins. Stundum hjólaði hann til borgarinnar en oft fékk hann far með bílum sem áttu leið um veginn. Óskar og Blómey bjuggu í heiðinni þar til Blómey varð sjötug 1992 en þá flutti hún frá Óskari samkvæmt samkomulagi sem hún hafði gert við hann þegar þau fluttu úr Blesugróf. Þar kvaðst hún mundu flytja með honum til fjalla með því skilyrði að hún flytti aftur til borgarinnar þegar hún væri sjötug. Óskar var einn í kofunum á Hellisheiði í fáeina mánuði eftir að Blómey fór en flutti svo til hennar í húsnæði sem henni hafði áskotnast í Smálöndum. Smálönd Mynd: Friðþjófur Helgason. Óskar með hjólið í heiðarbýlinu.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.