Ský - 01.08.2007, Síða 54

Ský - 01.08.2007, Síða 54
5 ský skotum. Annað hæfði Palme sem lést rúmri klukkustund síðar. Hitt skotið særði Lisbet konu hans lítillega. Þau hjón áttu tvo syni. Böndin bárust fljótt að Christer Pettersson, vandræðamanni og smákrimma, og þegar Lisbet var látin líta á nokkra menn var það Pettersson sem hún benti á sem morðingjann. Hann var tekinn fastur rúmum tveimur árum síðar en látinn laus þar sem ekki þótti sannað að hann væri morðinginn. Vitnisburður Lisbet þótti orka tvímælis og óvíst hver tilgangur hans gæti hafa verið. Morðvopnið hefur heldur aldrei fundist svo óyggjandi sé. Í fyrra fannst byssa í stöðuvatni nokkru sem einhver hafði bent á sem morðvopnið en byssan var of illa farin til að hægt væri að skera úr um hvort svo væri. Óupplýst morð Pettersson dó 2004 en kærasta hans gömul hefur sagt að hann hafi játað fyrir sér morðið og sama hafa fleiri sagt. Í þætti í sænska sjónvarpinu í fyrra var fullyrt að hann væri morðinginn en hefði ætlað að myrða eiturlyfjasala sem hann átti í útistöðum við og sem oft var á ferli þar sem Palme var myrtur en farið mannavillt. Þessi kenning hefur síðan verið dregin í efa í sænskum fjölmiðlum og eftir stendur að morðið er óupplýst og morðvopnið ófundið. Ýmsar kenningar eru um að morðið hafi átt sér stjórnmálalegar orsakir – giskað á kúrdíska aðskilnaðarsinna, indversk tengsl vegna vopnasölu Svía þangað, aðskilnaðarsinna í Suður-Afríku, Rauðu herdeildina þýsku, sænska ofstækismenn og jafnvel CIA. Líkt og kenningar um samsærið til að myrða de Gaulle Frakklandsforseta og morðið á John F. Kennedy hafa leitt af sér tvær góðar kvikmyndir, Dag sjakalans og JFK, hefur einnig verið búin til spennumynd um Palme-morðið, „Sista kontrakten“, þar sem látið er að því liggja að andstaða Palmes við kjarnorkuvopn hafi verið ástæðan og að skuggabaldrar sænskra yfirvalda og CIA hafi staðið að því. Meðan málið er óupplýst verða Svíar að gera upp við sig hvort þeir álíta morðið á Palme hafa verið einkaframtak smákrimma eða átt rætur að rekja til samsæris um að binda endi á afskipti Palmes af heimsmálunum. Við minningarathöfnina um Palme hélt ung og upprennandi stjórnmálakona ræðu og sagði að það væri hægt að myrða fólk en ekki hugmyndir. Engan óraði fyrir því að tæpum tveimur áratugum síðar ættu sömu örlög eftir að binda endi á ævi ræðukonunnar, Önnu Lindh. Utanríkisráðherra með bros á vör Anna Lindh var eins og flestir hugsa sér norrænar konur, lagleg, með hressilegt yfirbragð, hrein og bein. Hún var einstaklega hláturmild og margar myndir eru til af henni hlæjandi. Hún tók sjálfa sig heldur ekki hátíðlega en tók stjórnmálin föstum tökum. Hún hafði á fáum árum unnið hug og hjörtu landsmanna sinna, hvort sem þeir voru eldheitir jafnaðarmenn, eins og hún, eða á annarri stjórnmálaskoðun. Það lá beint við að hún yrði arftaki Görans Perssons þegar hann hætti. Sjálf hafði hún látið að því liggja að hún hefði ekki áhuga á leiðtogasætinu þar sem hún vildi geta sinnt fjölskyldunni meira, eiginmanni og tveimur sonum. Sama hafði hún látið í veðri vaka varðandi utanríkisráðherraembættið en hafði tekist af einstakri eljusemi að sameina starfið og einkalífið með fjölskyldunni þar sem fjölmiðlum var aldrei hleypt að. Maður hennar var Bo Holmgren héraðshöfðingi, sem er embætti sem svipar til íslenskra sýslumanna, og þau áttu tvö börn. Lindh fæddist 1957, pabbi hennar var listamaður, mamman kennari. Árið 1969 varð Palme leiðtogi jafnaðarmanna og hreif hina tólf ára gömlu Lindh með sér svo hún gekk í flokkinn. Hún hugleiddi að fara út í blaðamennsku en lauk svo prófi í lögfræði 1982 og var kosin á þing sama ár, varð umhverfisráðherra 1994 og utanríkisráðherra 1998 þar til hún lést. Ein fyrsta utanlandsferð hennar sem utanríkisráðherra var á Balkanskagann og það þótti einkennandi fyrir hana að hún vildi ekki aðeins hitta alla þá aðila sem réðu þarna heldur sá til þess að hún fengi að hitta venjulegar fjölskyldur, ganga um götur og heyra skoðanir fólks. Hún hafði líka einstaka hæfileika til að muna eftir fólki og hvar hún hefði hitt það. Og enginn sem hitti hana gleymdi henni. Á erlendum vettvangi voru ýmsir eldri karlmenn sem ráku upp stór augu þegar þessi glettnislega unga kona settist í sænska stólinn en undrunin breyttist fljótt í aðdáun, bæði vegna persónulegra eiginleika hennar, þekkingar á málefnum og næms stjórnmálaskyns. Á minningarsamkomu um hana kom best í ljós hvernig henni hafði verið tekið erlendis þegar áhrifamenn eins og Kofi Annan, þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mættu; báðir greinilega mjög harmi slegnir. Hatur og brjálsemi Lindh var alltaf vel klædd og hafði mikinn áhuga á tísku og fatnaði þótt það þætti annars engin gömul jafnaðarmannadyggð. Síðdegis 10. september 2003 skrapp hún með vinkonu sinni í NK, stóra vöruhúsið í miðborg Stokkhólms, í göngufæri við utanríkisráðuneytið. Lindh hafði beðið um lífvörð frá ríkinu en var hafnað með þeim orðum að það væri ekkert sem benti til hættu. Í þætti í sænska sjónvarpinu í fyrra var fullyrt að Pettersson væri morðinginn en hefði ætlað að myrða eiturlyfjasala sem hann átti í útistöðum við og sem oft var á ferli þar sem Palme var myrtur en farið mannavillt. Anna Lindh var stödd í verslunarmiðstöð til að finna sér eitthvað til að vera í í sjónvarpskappræðum vegna þjóðaratkvæða­ greiðslu í Svíþjóð um evruna. Í verslunarmiðstöðinni veittist Mijailo Mijailovic að henni og lagði til hennar með sveðju. Hún lést um nóttina af áverkum sínum. stjórnmál

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.