Ský - 01.08.2007, Page 66

Ský - 01.08.2007, Page 66
66 ský Sagan segir að hjón hafi búið í Breiðuvík á Snæfellsnesi um 1550. Pétur hét maðurinn en nafns konunnar er ekki getið. Þau áttu tvö börn, Magnús og Sigríði, og ekki annars getið en þau hafi verið vænsta fólk. Verður nú konan þunguð í þriðja sinn og sækja þá á hana illar draumfarir. Jafnframt kemur að konunni mikill þorsti í mannsblóð. Telur hún að barnið sem hún beri undir belti verði ólíkt öðrum mönnum og líklegast einhver ógnarskepna. Fæðist svo barnið árið 1555 og er nefnt Björn. Snemma var hann ódæll og var ungur tekinn í fóstur af Ormi ríka á Knerri, en hann átti allar jarðir í Breiðuvík. Ekki hefur Ormur verið neitt góðmenni því að um hann var ort: Enginn er verri en Ormur á Knerri. hver ykkar vill eiga náttstað undir þessari? Texti: Benedikt Jóhannesson axlar-Björn var örugglega einn versti maður sem uppi hefur verið á Íslandi. hann myrti a.m.k. níu manns og líklega talsvert fleiri. Þeir sem telja að innræti erfist fá staðfestingu á þeirri kenningu í axlar-Birni því að bæði sonur hans og sonarsonur voru teknir af lífi fyrir illvirki sín. Sagan af Axlar­Birni og afkomendum hans

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.