Ský - 01.08.2007, Page 68
68 ský
Matt Damon í þekktasta hlutverki sínu, sem fyrrum CIA-
njósnarinn Jason Bourne.
Æskuvinir. Ben Affleck og Matt Damon hafa verið vinir í 25 ár.
kvikmyndir
Öruggasta fjárfestingin í hollywood er að fá hann til að leika í kvikmynd
matt Damon
Texti: Hilmar Karlsson
Hið virta fjármálatímarit Forbes gerði nýlega könnun á því hvaða leikari í Hollywood skilaði mestum hagnaði. Það kom nokkuð á óvart að Matt Damon skyldi lenda í fyrsta
sætinu. Nú er hann ekki sá leikari sem þénar mest, þótt ekki þurfi
hann að kvarta yfir launum sínum en hann fær 10–15 milljón dollara
fyrir eina kvikmynd. Þeir leikarar sem hæstu launin fá fara yfir 20
millljón dollara fyrir kvikmynd. Eins og aðrir launaháir leikarar
slær hann stundum af launakröfum ef í boði er hlutverk í ódýrri
kvikmynd sem honum líst vel á.
Könnunin var framkvæmd þannig að teknar voru þrjár síðustu
kvikmyndir og reiknaður út hagnaður miðað við laun. Kom í ljós
að af hverjum einum dollara sem Matt Damon fékk í laun komu til
baka 29 dollarar. Þessi upphæð mun örugglega hækka þegar nýjasta
kvikmynd hans, The Bourne Ultimatum, fer inn í reikningsdæmið,
en hún er nú sýnd við metaðsókn um allan heim. Í öðru sæti var
Brad Pitt og jafnir í þriðja sæti voru Johnny Depp og Vince Vaughn.
Jennifer Aniston er sú leikkona sem besta fjárfestingin er í.
Matt Damon, sem hefur verið að fylgja eftir The Bourne
Ultimatum, tekur þessum fréttum af mikilli rósemi en sjálfsagt á
hann eftir að hækka meira í launum þegar hann gerir næst samning
og fer kannski í 20 milljón dollara flokkinn.
Fórnaði námi í Harvard fyrir leiklistina
Matt Damon fæddist í Cambridge í Massachusetts 8. október 1970.
Eftir hefðbundið skólanám settist hann á skólabekk í Harvard árið
1988 og gekk vel til að byrja með, en áhuginn á leiklist jókst að sama
skapi enda hafði hann fengið sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd sama ár
og hann hóf nám í Harvard. Var það lítið hlutverk í Mystic Pizza.
Hann hætti námi og lék nokkur smáhlutverk í kvikmyndum þar til
hann fékk góð hlutverk í Geronimo: An American Legend (1993) og
Courage Under Fire (1995).
Æskuvinur Matt Damons er Ben Affleck, en þeir kynntust 1981.
Það var eins fyrir honum komið og Damon, hann var á uppleið
sem leikari. Þeir félagar tóku þá ákvörðun að skrifa handrit saman
að kvikmynd þar sem gert var ráð fyrir góðum hlutverkum fyrir þá
báða. Þeir sýndu kunningjum í leikstjórastéttinni handritið, meðal
annars Rob Reiner, sem ráðlagði þeim að breyta því, sem og þeir
gerðu, og handritið að Good Will Hunting varð til. Breytingin gerði
að verkum að hlutverk Ben Afflecks minnkaði mikið þar eð hlutverk
Robin Williams var stækkað. Good Will Hunting var afar vel tekið og
fengu þeir félagar óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt og Matt Damon
var tilnefndur til óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki,
Robin Williams fékk óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki.
Eftir Good Will Hunting voru allar dyr opnar fyrir Matt Damon
og lék hann aðalhlutverkið í nokkrum úrvalsmyndum í framhaldinu,
svo sem Saving Private Ryan, The Talented Mr. Ripley, The Rainmaker
og Ocean’s Eleven, en sú mynd náði miklum vinsældum og hafa tvær
framhaldsmyndir fylgt í kjölfarið sem einnig hafa gert það gott.
Njósnarinn minnislausi
Þegar hér er komið sögu hafði Matt Damon byggt upp traustan
og farsælan leikferil. Hann átti þó eftir að sanna að hann gæti einn
haldið mynd uppi. Tækifæri til þess fékk hann þegar honum var
boðið hlutverk Jason Bourne, fyrrum njósnara sem missir minnið,
í The Bourne Identity. Damon lék Bourne með miklum glæsibrag
og hefur nú endurtekið leikinn tvisvar. Robert Ludlum skrifaði
aðeins þrjár skáldsögur um Jason Bourne, sem hafa nú allar verið
kvikmyndaðar. Ekki er þó loku fyrir það skotið að gerðar verða
fleiri myndir. Matt Damon hefur sjálfur sagt að það hafi verið
mikil skemmtun að gera þá fyrstu: „Ég var ekki viss um þá næstu,
aðallega vegna þess að ég vissi ekki hver Paul Greengrass (leikstjóri)
var. En eftir að ég sá Bloody Sunday varð ég viss um að ef einhver