Ský - 01.08.2007, Síða 69

Ský - 01.08.2007, Síða 69
 ský 6 gæti gert betur væri það Greengrass og nú segi ég að ef Paul Greengrass er tilbúinn að leikstýra fjórðu myndinni þá er ég jafnvel tilkippilegur.“ Hvað varðar aðrar kvikmyndir þá hefur Matt Damon meðfram því að leika í þremur Ocean’s-myndum leikið stór hlutverk í Syriana, The Departed og The Good Shepherd, sem allar hafa fengið góðar viðtökur. Þá hefur hann lokið við að leika í tveimur kvikmyndum sem eftir á að sýna á þessu ári, Margaret, sem fjallar um 17 ára stúlku sem verður vitni að banaslysi og verður fyrir andlegu áfalli, og lítið hlutverk í nýjustu kvikmynd Francis Ford Coppola, Youth Without Youth. Næstu stóru hlutverk Damons verða í The Fighter, sem Darren Aronofsky leikstýrir og Imperial Life in the Emerald City, sem Paul Greengrass leikstýrir. Rólegt einkalíf Matt Damon hefur ekki verið mikið á blaðsíðum slúðurblaða enda ekki gefið tilefni til: „Ef einhver hefði viljað ljósmynda líf mitt þá hefði sá hinn sami dáið úr leiðindum.“ Damon hefur samt ekki alveg farið varhluta af athyglinni, sérstaklega þegar hann var í tygjum við leikkonurnar Winonu Ryder, Claire Danes og Minnie Driver. Árið 2003 kynntist hann Luciönu Bozan, sem er frá Argentínu, við tökur á kvikmyndinni Stuck on You. Þau giftu sig 9. desember 2003 og eiga eina dóttur, Isabellu, sem fæddist 11. júní 2006. Fyrir átti Luciana dótturina Alexiu, sem Damon hefur gengið í föður stað. Matt Damon hefur mikið látið til sín taka í velferðarmálum. Hann ásamt George Clooney og Brad Pitt eru helstu stuðningsaðilar One, félagsskapar sem berst gegn eyðni í heiminum og fátækt í Afríku og Asíu. Matt Damon er einnig einn af stofnendum Not On Our Watch, sem eru samtök sem vekja athygli á stríðshrjáðum hlutum heimsins og hafa verið dugleg að miðla fréttum frá Darfur á síðustu mánuðum. Þá er Damon einnig einn af stofnendum H2O Africa, sem er góðgerðarhluti samtakanna Running the Sahara. Hvað varðar önnur áhugamál Matt Damons, þá er hann mikill hafnabolta- aðdáandi og þeir Ben Affleck grjótharðir stiuðnungmenn Boston Sox liðsins og mæta á leiki hvenær sem tækifæri gefst. sky,

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.