Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 8
Vaktin 3. október
samkvæmt frásögn
hjúkrunarfræðingsins
3. október
8.00
Dagvakt hefst á svæfingadeild
l Hjúkrunarfræðingurinn er beðinn
um að taka aukavakt
15.30
kvöldvakt hefst á gjörgæsludeild
l Sagt að hún eigi að sjá um hinn
látna í stuttri yfirferð
l Sagt að hún eigi að fara á vökn-
unardeild á mesta álagspunkt-
inum
l Fer á stofu hins látna og kynnir
sig, gerir öryggisathugun en
sleppir að skoða mónitorinn sem
mælir súrefnismettun, blóð-
þrýsting og annað.
l Beðin um að fara á vöknunar-
deild. Leggur ábyrgð á hinum
látna á annan hjúkrunarfræðing.
l Send strax til baka af vöknunar-
deild. Ekki þörf fyrir hana strax.
l Fer aftur á gjörgæsludeild.
l Aðstoðar við aðhlynningu annars
sjúklings. Hleypur með öndunar-
vél frá annarri hæð og niður í
kjallara.
l Meðan á aðhlynningu stendur er
hún kölluð yfir á vöknunardeild.
l Fer af vöknunardeild og sinnir
sjúklingum á kvennadeild.
l Fær símtal frá öðrum hjúkrunar-
fræðingi um hvort gefa megi
sjúklingnum verkjalyf og setja
í öndunarvél að nýju. Öndunin
orðin hröð og sjúklingur slappur.
18.30
kemur aftur á gjörgæsludeild
l Leysir samstarfsfólk af sem fer
í mat.
19.30
Fer sjálf í mat. tekur korter í það.
l Ættingjar hins látna koma í heim-
sókn.
Um 20.00
Hún hefur aðhlynningu. Setur á
hinn látna talventil, tannburstar
hann og þvær í framan. Aðhlynn-
ing tekur rúmlega fimm mínútur.
l Beðin um að koma á aðra sjúkra-
stofu til að aðstoða.
l Eftir nokkrar mínútur kallar annar
hjúkrunarfræðingur á aðstoð.
Sjúklingurinn orðinn blágrár í
andliti.
l Endurlífgun hefst. Ákærða sér
um að kalla út neyðarteymi og
gefa adrenalín.
4. október.
9.30
Deildarstjóri hringir.
l Hjúkrunarfræðingurinn fer í
viðtal og segir frá vaktinni.
l Fær taugaáfall.
5. október
l Fyrsta viðtal við lögreglu.
Maí 2014
Ákæra gefin út.
Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður
fyrir að að hafa ekki tæmt loft úr
kraga barkaraufartúbu þegar hún
setti upp talventilinn. Talventlar
eru notaðir svo sjúklingar geti
talað, en það geta þeir ekki í hefð-
bundinni öndunarvél. Sé loftið ekki
tæmt getur sjúklingur andað að sér
lofti en ekki frá sér.
Fyrir dómi sagðist hjúkrunar-
fræðingurinn ekki muna hvort hún
hefði tæmt loftið eða ekki. Í hennar
huga hefði sjúklingurinn verið of
veikburða til að fá talventil en
reyndari hjúkrunarfræðingur hefði
verið búinn að taka ákvörðunina
og hún fylgt því eftir. Hún sagði að
í hennar huga væri ekki ólíklegt að
hún hefði tæmt loftið en sjúk-
lingurinn kafnað á slímtappa sem
gæti myndast fyrir ofan ventilinn.
Dómsmál Gríðarlegt álag á starfs-
fólk Landspítalans er meðal annars
ástæðan sem hjúkrunarfræðingur-
inn, sem ákærður er fyrir mann-
dráp af gáleysi, gaf fyrir því að fyllstu
öryggisreglum og verkferlum var
ekki fylgt að kvöldi 3. október 2012
þegar Guðmundur Már Bjarnason
lést á gjörgæsludeild Landspítalans.
Komið var fram á seinni hluta tvö-
faldrar vaktar hjúkrunarfræðingsins
þegar Guðmundur lést.
Það var sérstakt andrúmsloft í
dómsal 101 í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Til að styðja ákærðu
voru komnar um tíu konur, sam-
starfskonur og vinkonur, og fylgdust
með réttarhöldunum. Ákærða virtist
buguð vegna málsins og grét. Hún
lýsti því meðal annars að síðastliðin
þrjú ár hafi verið helvíti í hennar
huga; hjónaband hennar væri ónýtt,
tólf ára barn hennar ætti erfitt upp-
dráttar og hún hefði oft hugsað um
að deyja.
Það var í raun lítið þjarmað að
ákærðu og allt bar þess merki að sak-
sóknari, dómari og verjendur hefðu
samúð með hjúkrunarfræðingnum.
Þann 3. október hefði orðið slys en
vafi væri uppi um hvort slysið væri
hennar sök eða hvort hægt hefði
verið að koma í veg fyrir það. Vitni í
málinu sagði að í raun væri ómögu-
legt að segja til um hver hefði átt við
belginn sem ákærðu er gert að sök
að hafa láðst að tæma.
Málið er einstakt sinnar teg-
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu
Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími
til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku.
Hjúkrunarfræðingurinn naut stuðnings vina og samstarfskvenna í dómsal í gær. Hún var algjörlega buguð vegna málsins. FréttAblAðið/VilHelm
mögulegur slímtappi
kraginn sem átti að tæma
talventill
barki
Talventill í barka
undar á Íslandi. Aldrei áður hefur
hjúkrunarfræðingur verið ákærður
fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu.
Heilbrigðisstarfsfólk er uggandi
yfir ákærunni og þáverandi land-
læknir, Geir Gunnlaugsson, sagðist
hafa efasemdir um að fara dóm-
stólaleiðina við mistök heilbrigðis-
starfsfólks. Ekkja Guðmundar Más
féll frá bótakröfu sinni þegar málið
var þingfest á síðasta ári. Hún sagði
meðal annars: „[Hjúkrunarfræðing-
urinn] er kona á aldur við börnin
mín og ég get ekki hugsað mér að
líf hennar sé eyðilagt, nóg þarf hún
að bera. Enda hlýtur fólk að vera
samábyrgt þegar svona gerist.“
Ákærða lýsti því fyrir dómi að
hún hefði verið með öllu grunlaus
um að mistök hefðu átt sér stað
þegar hún fór heim af vaktinni um
kvöldið. Það var ekki fyrr en hún
var kölluð inn til deildarstjóra dag-
inn eftir, og upplifði mjög skrítna
stemningu á þeim fundi, að sjálfs-
ásakanirnar hófust. Þá strax gat
hún ekki munað hvort hún hefði
tæmt loftið og ásakaði sjálfa sig
harkalega fyrir mistökin. Í kjölfarið
fékk hún taugaáfall, að eigin sögn,
og það var í því ástandi sem hún fór
í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu.
Hún segir að þegar henni hafi
boðist að breyta eða bæta við fyrsta
framburð sinn hjá lögreglu hafi
verjandi hennar ráðlagt henni að
gera það ekki. Það útskýri misræmi
í frásögn hennar hjá lögreglu og nú
fyrir dómi. Aðalmeðferð heldur
áfram í dag.
snaeros@frettabladid.is
Heilbrigðismál Vænlegt væri að bíða
með fyrirhugaðar framkvæmdir við
nýjan Landspítala á lóð spítalans við
Hringbraut. Á meðan yrði þjónustu-
hlutverk og kjarnastarfsemi spítalans
endurmetið. Ástæðan er sú að fyrir-
hugaðar framkvæmdir á Landspítala-
lóð eru taldar kosta yfir 87 milljarða
á næstu fimm árum. Sú framkvæmd
myndi bætast við mikla þenslu sem
fram undan er.
Þetta kemur fram í skýrslu Rann-
sóknarstofnunar atvinnulífsins við
Háskólann á Bifröst. Skýrslan var unnin
fyrir Samtök atvinnulífsins og Samtök
verslunar og þjónustu.
Skýrsluhöfundur segir að með
endurmati á þjónustuhlutverki og
kjarnastarfsemi sé hann að leggja til að
Landspítalinn sinni flóknari og dýrari
læknisaðgerðum og meðferðum.
„En eftirláti öðrum minni og ein-
faldari aðgerðir og meðferðir,“ segir
Gunnar Alexander Ólafsson heilsu-
hagfræðingur. Þar á Gunnar við
heilsugæslustöðvar og sérfræðinga
utan spítalans. Nú þegar hafi heil-
brigðisþjónusta á Íslandi þróast þann-
ig að þjónusta utan spítalans hafi vaxið
mikið. Til að mynda séu augnlækning-
ar mikið til komnar út af spítalanum.
Í skýrslunni er einnig talað um það
að Hringbraut sé ekki raunhæf stað-
setning fyrir spítalann. Gunnar segir
eðlilegt að horfa til staðsetningar
austar í borginni. „Mér er dálítið tíð-
rætt um Sævarhöfða,“ segir hann. Þar
er bílaumboðið BL með aðstöðu og
frekara atvinnuhúsnæði að auki. Gunn-
ar segir að það verði að horfa til þess að
umferð muni aukast þegar staður fyrir
spítalann er valinn.
Ólafur Baldursson, framkvæmda-
stjóri lækninga á Landspítalanum,
segir byggingu nýs spítala öryggis-
mál. Ábyrgðarhluti sé að afvegaleiða
umræðuna um öryggi sjúklinga á
grunni skýrslu sem sé í besta falli óná-
kvæm. .
Lögð sé allt of mikil áhersla á
umræðuna um staðsetningu. Fjöl-
margar fyrri skýrslur sýni að staðsetn-
ingin við Hringbraut sé í það minnsta
jafn góð og aðrar. Á Norðurlöndunum
byggi menn sjúkrahús af þessari tegund
á 20 til 30 ára fresti. Ákvörðun um bygg-
ingu nýs sjúkrahúss sé því ekki ákvörð-
un fyrir næstu öldina.
„Í öðru lagi er lögð áhersla á það í
þessari skýrslu að það þurfi að fresta
þessum framkvæmdum vegna þenslu-
áhrifa í samfélaginu,“ segir Ólafur.
Auðvitað séu efnahagsmálin mjög
mikilvæg en þegar búið sé að reka
sjúkrahús í gegnum stórhættulegt efna-
hagsástand og hrun hljóti að þurfa að
spyrja hvenær öryggi sjúklinga verði
sett á dagskrá.
„Það er ekki í kreppu og ekki í upp-
sveiflu heldur. Hvenær er það þá á dag-
skrá? Hvenær ætla menn að sækja fram
í heilbrigðiskerfinu?“ spyr Ólafur. - jhh
Leggja til að nýr spítali verði ekki byggður á næstunni
Það er ekki í kreppu
og ekki í uppsveiflu
heldur. Hvenær er það þá á
dagskrá? Hvenær ætla menn
að sækja fram í heilbrigðis-
kerfinu?
Ólafur Baldursson,
framkvæmdastjóri
lækninga á Land-
spítalanum
5 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 F i m m T U D A g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
D
6
-5
A
1
C
1
6
D
6
-5
8
E
0
1
6
D
6
-5
7
A
4
1
6
D
6
-5
6
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K