Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 20
Fermingar börn safna fyrir brunnum Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í nor- rænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunn- skólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstunda- skrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungu- máli á viku, ensku og dönsku. Nið- urstöður könnunar  á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tutt- ugu og þrír skólar af 92 bjóða nem- endum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunn- skóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“ Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Græn- lendinga, kannað viðhorf 10. bekk- inga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 pró- sent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu  þegar aðrir nemendur fara Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla Sömu kröfur gerðar til hæfni allra í lok grunnskóla. Erfitt að verða við þeim ef kennslan er ekki jafnmikil. Getur munað 3 til 4 kennslustundum á viku, segir Brynhildur A. Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers. Birta Rakel Óskarsdóttir og Embla Eir Haraldsdóttir í verkefnavinnu í Tungumálaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvað er Tungumálaverið? Tungumálaverið er þjónustu- stofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan. Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nem- endum sem svarar 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers Tilvonandi fermingarbörn ganga þessa dagana í hús og safna fé til vatnsverk- efna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. „Áður en börnin ganga í hús fá þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra,“ segir Kristín Ólafsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Söfnunin í ár er sú sautjánda í röðinni. Að sögn Kristínar söfnuðust í nóvember í fyrra yfir átta milljónir króna til vatnsverkefna Hjálparstarfs- ins í Eþíópíu og Úganda. Á vef Hjálparstarfsins segir að með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fái börnin innsýn í líf jafnaldra sinna á starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnist erfiðleikum sem þau búa við. Fermingarbörnin fá jafnframt tækifæri til að ræða um ábyrgð allra á því að allir jarðarbúar fái lifað mann- sæmandi lífi. – ibs Barn við brunn í Malaví. MyNd/HjáLpARsTARF kIRkjuNNAR í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstak- lingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveð- in skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í sam- skiptum án teljandi erfiðleika.“  1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku.  Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá 40% þess tíma sem ætlaður er í erlend tungumál í grunn- skóla eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. Skv. niðurstöðum könnunar á vegum Tungumálavers Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is 40.000 fréttaþyrstirnotendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Stór hluti danskra framhaldsskóla- nema, eða 39 prósent, segist aðallega drekka áfengi til að reyna að gleyma sorgum sínum. Stjórnandi rann- sóknarinnar og starfsmaður dönsku Lýðheilsustofnunarinnar, Janne Schur- mann Tolstrup, segir þetta alltof hátt hlutfall. Tolstrup segir nemendur líta svo á að þeir verði glaðir af áfengisdrykkju og opnari. Hann getur þess að áfengi geti átt þátt í að vandamálin gleymist. Það sé hins vegar skammtímalausn. Auk þess verði maður ekki alltaf glaður þótt maður sé drukkinn. Menn geti orðið leiðir þegar þeir eru ölvaðir. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum kemur hið mikla magn sem nemendur drekka vísindamanninum á óvart. Drekka til að gleyma vandamálum fjölskyldan 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -2 8 B C 1 6 D 6 -2 7 8 0 1 6 D 6 -2 6 4 4 1 6 D 6 -2 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.