Fréttablaðið - 05.11.2015, Page 22
Meðaltal heildarlauna viðskipta- og
hagfræðinga er 860 þúsund krónur
og hefur hækkað um 8,4 prósent frá
árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390
þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna
meðal viðskipta- og hagfræðinga er
777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri
kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga
og hagfræðinga sem kemur út í dag.
Könnunin er byggð á launum félags-
manna í febrúar, gild svör voru sam-
tals 904. Ekki voru tekin svör frá félags-
mönnum sem starfa erlendis.
Samkvæmt könnuninni hafa laun
hækkað meðal allra hópa eftir mennt-
un og starfsaldri samanborið við árið
2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra
sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en
hún nemur 20 prósentum. Launa-
hækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir
þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og
cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá
MBA og fjögur prósent hjá þeim sem
hafa lokið doktorsprófi.
Heildarlaun hækka með aukinni
menntun, undantekningin er að þeir
sem eru með mastersgráðu voru með
lægri laun en þeir sem hafa cand.
oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í
því að cand. oecon-hópurinn er eldri
og með hærri starfsaldur en hópurinn
með masterspróf.
Töluverður munur er á launum
kynjanna og hallar mikið á konur.
Innan hópa þar sem a.m.k. fimm ein-
staklingar voru í hverjum hópi kemur
í ljós að laun karla eru hærri í 13 til-
fellum og laun kvenna eru hærri í
þremur tilvikum. Sú þróun virðist
eiga sér stað að meðal þeirra sem
lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er
launamunurinn mikill þegar starfs-
aldur er lægstur en minnkar svo með
auknum starfsaldri en virðist svo
aukast á ný þegar líður á starfsaldur-
inn. Launamunur kynjanna með BS/
BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir
10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti
hjá þeim sem eru með mastersgráðu
eftir 6-10 ára starfsreynslu.
Þetta er í samræmi við niðurstöður
Hagstofu Evrópusambandsins, Euro-
stat, sem hefur gefið það út að launa-
munur kynjanna aukist með aldri, oft
vegna áhrifa barneigna á starfsframa
kvenna. Svo virðist sem konur geti
hins vegar í sumum tilfellum endur-
heimt hærri laun eftir að barnaupp-
eldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönn-
uninni eru konur, sem eru með cand.
oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfs-
reynslu, með hærri laun en karlar með
sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak
gæti hins vegar skýrt þetta.
MBA-nám virðist skila konum
hæstu laununum, konur með MBA-
nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfs-
aldur eru með hærri laun en karlar
með sambærilega menntun. Konur
með MBA-nám og 3-5 ára starfs-
reynslu eru með 40% hærri laun en
karlar. saeunn@frettabladid.is
Átta prósent hærri laun á tveimur árum
Meðal viðskipta- og hagfræðinga eru karlar oftast með hærri laun en konur, eftir menntun og starfsreynslu. Launamunur kynjanna
dregst saman eftir meiri starfsaldur en eykst á ný þegar konur eru á barneignaaldri. Konur með MBA-gráðu eru launahærri en karlar.
✿ Launaþróun viðskipta- og hagfræðinga eftir kyni
1000
800
600
400
670 þ.kr.
970 þ.kr.
850 þ.kr.
850 þ.kr.
719 þ.kr.
593 þ.kr.
550 þ.kr.
0-2 ára
starfsreynsla
3-5 ára
starfsreynsla
6-10 ára
starfsreynsla
11-20 ár a
starfsreynsla
21-29 ára
starfsreynsla
þúsund krónur á mánuði
Karlar konur
BS/BA
Master
Launahæstu konurnar
1.001 þ.kr.
MBA-nám og 21-29 ára
starfsaldur
Launahæstu karLarnir
1.104 þ.kr.
Mastersnám og lengri en 30
ára starfsaldur
415 þ.kr.
MBa borgar sig fyrir konur
karLar
3-5 ár 720 þ.kr.
6-10 ár 900 þ.kr.
11-20 ár 830 þ.kr.
konur
3-5 ár 1.000 þ.kr.
6-10 ár 850 þ.kr.
11-20 ár 885 þ.kr.
Ítalía
Samstarfsland
Ambiente 201
6
12. – 16. 2. 2016
Beint í mark: Ambiente 2016 veitir einstaka
innsýn í alþjóðlegan markað. Á mikilvægustu
vörusýningu á heimsvísu uppgötvar þú við
hverju megi búast á næsta viðskiptaári.
Afhjúpaðu framtíðina og fáðu innblástur af
töfrandi vörufjölbreytni fyrir nýja vöruúrvalið
þitt.
Upplýsingar og miðar fást á
ambiente.messefrankfurt.com
Sími: +45 39 40 11 22
dimex@dimex.dk
61
31
1-
01
3_
A
M
_a
llg
_
Fr
et
te
nb
la
di
d_
15
1x
20
0
•
C
D
-R
om
•
I
S
O
3
9
•
C
M
Y
K
•
t
g:
1
6.
09
.2
01
5
D
U
: 2
0.
10
.2
01
5
Is
la
nd
Seðlabankinn óttast að stýrivaxta-
hækkanir muni hafa minni áhrif á
útlánavexti og þar með möguleika
bankans til að slá á þenslu í hag-
kerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga
erlendra aðila á skuldabréfamarkaði.
Peningastefnunefnd tilkynnti í gær
að stýrivextir hefðu verið hækkaðir
um 0,25 prósentustig og eru þeir nú
5,75 prósent.
Fjárfesting erlendra aðila sem
nýta sér vaxtamun milli Íslands og
útlanda hefur aukist verulega frá því
í sumar. Þetta hefur meðal annars
haft í för með sér að vextir á óverð-
tryggðum ríkisskuldabréfum hafa
lækkað talsvert. Í kjölfarið hafa
Arion banki og Lífeyrissjóður versl-
unarmanna lækkað vexti af íbúða-
lánum, þvert á vaxtahækkanir Seðla-
bankans.
„Við óttumst það að þessi far-
vegur peningastefnunnar, frá okkar
vöxtum yfir í markaðsvexti og þaðan
niður í vexti til heimila og fyrirtækja,
sé að stíflast eða brotna,“ sagði Þór-
arinn G. Pétursson, aðalhagfræðing-
ur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn benti á að haldi þessi
þróun áfram muni stýrivaxtahækk-
anir frekar hafa áhrif á hagkerfið
í gegnum styrkingu á gengi krón-
unnar. Erfiðara sé að treysta á þá leið
auk þess sem hún muni draga úr við-
skiptaafgangi.
Þess vegna sé brýnt að stjórnvöld
vinni með Seðlabankanum við að slá
á þenslu í hagkerfinu.
Í yfirlýsingu peningastefnunefnd-
ar kom fram að fjárlagafrumvarpið
feli í sér slaka í aðhaldi ríkisfjármál-
anna. „Það er að gerast á sama tíma
og er að herða að í peningamálum.
Þá erum við aftur komin með þessa
óheppilegu hagstjórnarblöndu þar
sem tveir armar hagstjórnarinnar
eru að fara hvor í sína áttina og við
höfum ekki góða reynslu af þessu,“
sagði Þórarinn.
Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þess-
ari óheppilegu hagstjórnarblöndu.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri sagði í gær að vegna þessarar
þróunar myndi Seðlabankinn flýta
vinnu sem snúi að reglum sem tak-
marka eiga vaxtamunarviðskipti. Til-
lögu frá Seðlabankanum sé að vænta á
næstu mánuðum. – ih
Seðlabankinn óttast að
vaxtahækkanir bíti síður
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði lítið aðhald í ríkis-
fjármálum áhyggjuefni. fréttABlAðið/Anton Brink
Viðskipti
5 . n ó v e M B e r 2 0 1 5 F i M M t u D a G u r22 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
D
6
-3
C
7
C
1
6
D
6
-3
B
4
0
1
6
D
6
-3
A
0
4
1
6
D
6
-3
8
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K