Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 56
Frumsýningar Hanaslagur Teiknimynd Aðalhlutverk: Bruno Bichir, Carlos Espejel og Angélica Vale IMDB: 6,0 Frumsýnd: 13.11. 2015 spectre Hasar, spenna, ævintýri Aðalhlutverk: Daniel Craig, Christoph Waltz, Léa Seydoux, Ben Whishaw, Naomie Harris, Dave Bautista, Monica Bellucci, Ralph Fiennes, Andrew Scott og Rory Kinnear IMDB: 7,5 Frumsýnd: 6.11. 2015 steve Jobs Drama Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Kate Winslet, Seth Rogen, Jeff Daniels og Katherine Waterston IMDB: 7,7 Frumsýnd: 13.11. 2015 Síðan það spurðist út fyrr á árinu að Spike Lee ætlaði að gera mynd undir titlinum Chi-Raq hafa full- trúar borgaryfirvalda í Chicago keppst við að tala myndina niður. Titillinn snertir viðkvæma taug þar í borg, en vegna hárrar glæpatíðni í borginni hefur hún fengið þetta viðurnefni, sem vísun í Írak og stríðið þar í landi. Hefur þetta nafn iðulega verið notað í rapptextum frá mörgum af þeim fjölmörgu röppurum sem  eru frá borginni, sérstaklega suðurhlutanum. Gamansemi Spike Lee tjáði sig opinberlega um deilurnar við borgaryfirvöld í lok síðasta mánaðar. Var þetta í fyrsta sinn sem hann gerði það. Lee sagði frá því að Rahm Emanuel, borgar- stjóri Chicago, hefði beðið hann að breyta titlinum á fundi þeirra í apríl og gengið ansi hart fram. „Hann getur ekki ráðskast með mig,“ sagði Lee í viðtali við Chicago Mag. Hann sagðist hafa tjáð borgar- stjóranum að sagan myndi dæma hann fyrir að taka þessa afstöðu gegn tjáningunni. Lee benti á að titillinn væri ekki hans uppfinning, heldur upplifun þeirra sem byggju í borginni. Upplifun listamanna sem endurspegla þann veruleika sem þeir þekkja. Byggt á grískum skopleik Myndin er byggð á einum þekktasta skopleik Aristófanesar, Lýsiströtu. Þessi gríski skopleikur var skrifaður 411 fyrir Krist, en fær nú nútíma- legri blæ. Með hlutverk Lýsiströtu fer Teyonah Parris, sem er á mikilli uppleið í kvikmynda- og sjón- varpsbransanum. Parris lék í Mad Men og er nú í þáttunum Survivor's Remorse. Hún er þó líklega þekkt- ust fyrir hlutverk sitt í myndinni Dear White People. Fyrir frammi- stöðuna í henni fékk hún Black Reel-verðlaunin sem besti nýi leikarinn. Hún var einnig tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki á sömu hátíð. Reynsluboltarnir Samuel L. Jack- son, Wesley Snipes og John Cusack fara einnig með hlutverk í Chi- Raq. Þúsundþjalasmiðurinn Nick Cannon leikur líka stórt hlutverk í myndinni og ljóst að leikarahópur- inn er breiður og sterkur. Frá Brooklyn Titillinn á myndinni er ekki eina þrætuefnið sem Lee hefur þurft að svara fyrir. Hann hefur til dæmis fengið gagnrýni fyrir að reyna að segja þessa viðkvæmu glæpasögu Chicago-borgar þótt hann sé sjálf- ur frá Brooklyn í New York. Lee hefur svarað gagnrýninni þannig að hann hafi verið lengi í bransanum, gert myndir um við- kvæma hluti eins og fellibylinn Katrínu. Hann sé margverðlaun- aður leikstjóri og sé hæfur til verksins. Myndin fjallar um hugmyndir Lýsiströtu, sem fær stríðandi menn til þess að leggja niður vopnin með því að fá konur til að hóta þeim kynlífsbanni. Í skopleiknum gríska var Lýsistrata búin að fá nóg af stríðinu á milli Trójumanna og Spartverja. En í Chi-Raq er hug- myndin sett í nútímalegan búning; þar sem Lýsistrata reynir að koma á friði í suðurhluta Chicago-borgar. Lee segist vilja segja viðkvæma sögu með skoplegum hætti, það sé oft frábær frásagnarmáti. Þekkt nafn Rappsenan frá Chicago er blómleg. Þaðan er auðvitað ein skærasta stjarna rappsins, Kanye West. En þaðan eru líka ungir rapparar sem hafa verið á mikilli uppleið. Menn á borð við Chief Keef, Lil' Durk og Lil' Herb. Þeir segja á hispurs- lausan hátt frá erfiðu lífi í fátækra- hverfum borgarinnar. Segja má að þeir veiti innsýn inn í nokkuð lokaðan menningarkima. Tónlistin sem þeir gera hefur verið kölluð „Drill“. Blaðamenn vestra hafa keppst við að skilgreina tónlistar- stefnuna. Samnefnarinn er dimm og hörð tónlistin, með textum sem lýsa gjarnan erfiðu líferni. Stefnan er sögð hafa fæðst í Woodlawn-hverfinu í suður- hluta Chicago. „Drill“ er gamalt slangur yfir vélbyssur, sem „gang- sterarnir“ í Chicago notuðu á bannárunum í Bandaríkjunum. Segja má að harðneskjan sé það sem einkenni stefnuna. Kvikmyndin Chi-Raq er væntanleg í kvikmyndahús í Bandaríkjunum í byrjun desember. Til stendur að sýna hana í völdum kvikmynda- húsum, áður en hún fer í sýningu á myndveitunni Amazon Instant Video. kjartanatli@365.is Titillinn fer enn í taugarnar á yfirvöldum væntanleg mynd eftir spike lee, chi-raq, hefur vakið reiði borgaryfirvalda í chicago. lee segist vilja segja erfiða sögu með gamansömum hætti. Hann byggir þessa kvikmynd, sem fjallar um gengin í chicago, á gríska verkinu um lýsiströtu. FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is Aðeins 310 kr. á dag 365.is Sími 1817 Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar. Spennandi íslenskir og erlendir þættir, kvikmyndir og vandað talsett barnaefni. Að auki fá áskrifendur internet, heimasíma, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild. Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. Spike Lee segir frá rifrildi við borgarstjóra Chicago. Hann sagðist Hafa tJáð borgarstJór- anum að sagan myndi dæma Hann fyrir að taka þessa afstöðu gegn tJáningunni. lee benti á að titillinn væri ekki Hans uppfinning, Heldur upplifun þeirra sem byggJu í borginni. upplifun listamanna sem endur- spegla þann veruleika sem þeir þekkJa. 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r44 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 D 6 -3 2 9 C 1 6 D 6 -3 1 6 0 1 6 D 6 -3 0 2 4 1 6 D 6 -2 E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.