Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2007 Staða verslunar í miðborg Reykjavíkur var rædd á Miðborg- arþingi í Tjarnarsal Ráðhússins í síðustu viku. Í ljós kom að rúm- lega 40% höfuðborgarbúa sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur, og um fimmtung- ur Reykvíkinga eða 20,9% sækir aldrei verslun í miðborg Reykja- víkur en 22,7% segjast gera það sjaldnar en einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að samanlagt 43,6% fara sjaldnar en einu sinni í mán- uði eða aldrei í miðborgina til að sækja verslun. Þessar upplýsingar eru úr könn- un Capacent Gallup sem kynnt var á Miðborgarþinginu. Á mál- þinginu var sjónum beint að mik- ilvægi verslunar og þjónustu fyr- ir miðborg Reykjavíkur og spurt: „Hvernig eflum við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur?” Þegar horft er til íbúa nágranna- sveitarfélaganna er svipað uppi á teningnum og í höfuðborginni. Þar segjast 23,0% aldrei sækja verslun í miðborg Reykjavíkur og 37,8% sjaldnar en einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að samanlagt 60,8% íbúa nágrannasveitarfélag- anna sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur. Af landinu öllu segjast 26,2% aldrei sækja verslun í miðborg- inni og samanlagt 63,7% sjaldnar en einu sinni í mánuði eða aldrei. Miðborg Reykjavíkur, nýtt félag Á Miðborgarþinginu kynnti Júlíus Vífill Ingvarsson Miðborg Reykjavíkur, nýtt félag á vegum borgaryfirvalda og hagsmuna- aðila. Jan Olav Braaten, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda ráð- gjafafyrirtækisins Braaten+Peder- sen, fjallaði um Reykjavík sem hluta af alþjóðlegri þróun. Jan Olav hefur um 20 ára reynslu af þróun og uppbyggingu verslunar- miðstöðva í Evrópu og verkefnum tengdum smásöluverslun. Svava Johansen, kaupmaður og eigandi NTC, fjallaði um samstöðu í mið- borginni sem lykil að árangri og mikilvægi þess að hafa sameigin- legan opnunartíma. En hvað skyldi valda því að nú er blásið til sóknar fyrir miðborg- ina? Júíus Vífill segir aðspurður að í upphafi hafi verið farið að skoða með hvaða hætti Reykjavíkurborg gæti komið að uppbyggingu, við- gangi og vexti miðborgarinnar. Til borgarstjóra og Júlíusar Vífils leit- uðu rekstraraðilar í miðborginni og óskuðu eftir því að Reykjavíkur- borg tæki þátt í því samstarfi sem þeir áttu þegar í sem miðaði að því að setja enn meiri kraft í mark- aðssetningu og ímyndarvakningu fyrir miðborgina. Einnig vildu þeir að upplýsingaflæði væri tryggt milli hagsmunaaðila og Reykjavík- urborgar og að félag sem héldu utan um ýmislegt sem snýr að miðborginni hefði beinan aðgang inn í borgarkerfið. “Ég gerði mér ekki grein fyrir hvernig þessum málum væri hátt- að fyrr en á stjórnarfundi Aust- urhafnar um bráðabirgðagatna- kerfi í tengslum við byggingu tónlistarhússins, en þá spurði ég hvort ekki væri örugglega búið að kynna það fyrir hagsmunaaðilum og setja það gegnum þeirra sam- tök. Í ljós kom að slík eðlileg upp- lýsingagjöf var ekki í gangi. Það er mjög erfitt að reka fyrirtæki og vera ekki upplýstur um hvað er að gerast í nánasta umhverfi.” - Er þetta nýja félag bæði hags- munafélag þeirra sem reka verslun og þjónustu í miðborginni og íbú- anna? “Það verður opnað fyrir ákveð- na aðkomu íbúanna að félaginu vegna þess að í miðborginni er ekki bara rekstur, það kjósa ein- nig margir að búa í miðborginni, og það lítur út fyrir að í framtíð- inni muni þeim fjölga talsvert. Á jaðarsvæðum eins og í Mýrargötu- skipulaginu er íbúum að fjölga og á tveimur svæðum sem skipulögð hafa verið við Laugaveginn er gert ráð fyrir íbúum. Það er mikið gleðiefni og einnig algjörlega nauð- synlegt.” Mikilvægt að samræma opnunartíma - Hefur miðborgin verið að láta undan í samkeppninni við versl- unarmiðstöðvarnar Kringluna og Smáralind? “Það er áhyggjuefni að þeir sem fara að versla kjósa frekar að fara í Kringluna eða Smáralind fremur en í miðborgina. Þær tölur sem nú hafa verið kynntar hvað það varðar eru mjög sláandi og alvar- legar og mun verri en ég átti von á. Ég vissi að verslun hafði dregist saman miðað við það sem hún hafði verið áður sem hlutfall af verslun á höfuðborgarsvæðinu. Þessi niðurstaða krefst þess að spornað verði við fótum og henni svarað. Það er mjög mikilvægt að versl- unartíminn í miðborginni verði samrýmdur vegna þess að við- skiptavinurinn vill geta gengið að því vísu verslanir á ákveðnu svæði séu opnar á ákveðnum tímum með svipuðum hætti og gerist í verslunarkjörnum. En ég vildi einnig sjá meiri fjölbreytni í verslunarrekstri í miðborginni, og vonandi kemur það. Áður fyrr voru margar smáar matvöruversl- anir, t.d. á Bræðraborgarstíg, en nú eru þar engar verslanir. Fólk gerir stærri innkaup, það tíðkast aðrir innkaupahættir, menn fara yfirleitt ekki út í matvöruverslun fyrir minna en fjóra til fimm plast- poka og setja þá í skottið á bíln- um sem stendur fyrir utan versl- unina. Ég er ekki viss um að það sé í takt við nútíma innkaupavenj- ur að hafa stórar matvöruversl- anir eins og Hagkaup eða Bónus í miðborginni. Bílastæðaskortur er eitt af þeim vandamálum sem við er að glíma en á móti hefur miðborgin upp á margt að bjóða, mikill fjölbreytileiki og mannlíf- ið fjölbreytt. Í miðborginni eru margar verslanir og einnig margir mjög áhugaverðir veitingastaðir. Í kaffihúsaflórunni hefur miðborg- in afgerandi sérstöðu og forystu, enda þar ákveðið útsýni og upplif- un sem fólk sækist eftir með því að fara í miðborgina.” - Það kom fram á ráðstefnunni ákveðin ósk um að gömul og hrör- leg hús yrðu fjarlægð og að byggt yrði yfir gangstéttir. Hvað finnst þér um það? “Það er mjög áhugaverð hug- mynd enda eru ekki allir húseig- endur nægilega samála í því að útlit Laugavegarins sé með þeim hætti eins og maður vill sjá hann. Það kostar að halda gömlum hús- um við, og húseigendur verða að gera ráð fyrir því og það er sú skylda sem maður verður að ætlast til af þeim sem eiga þessi gömlu hús að þeir haldi þeim þan- nig við að sómi sé að.” - Á fundinum var kynnt að stofn- uð yrðu íbúasamtök miðborgar- innar. Er það jákvæð viðbót við nýstofnað uppbyggingafélag mið- borgarinnar? “Það eru mjög góðar fréttir og ég vona að þarna verði stofnuð virk íbúasamtök. Íbúasamtök eru í eðli sínu grasrótarsamtök og því ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg komi að stofnun þeirra með sama hætti og þessa nýstofnaða upp- byggingarfélags miðborgarinnar.” - Þú ert formaður þessa nýstofn- aða uppbyggingarfélags miðborgar- innar. Verslar þú sjálfir þar? “Já, talsvert. Ég bý ekki langt frá miðborginni og á góðum dögum að kvöldlagi eða um helgar geng ég oft niður í bæ og nálgast þar það sem ég vil fá. Mér finnst oft gott að þurfa að versla eitthvað, þá á ég erindi. Svo vinn ég einnig niður í bæ og geng þar oft á milli húsa. Það kom líka fram á fund- inum að mjög stór hluti Reykvík- inga, eða um 80%, ber mjög hlýj- an hug til miðborgarinnar og vill sjá hann vaxa. Það voru kannski jákvæðustu niðurstöður þessarar könnunar og í því felast gríðarleg tækifæri sem við ætlum að nýta okkur. Það liggur fyrir meiri upp- bygging í miðborginni en nokkru sinni fyrr. Þegar árið 2010 verður töluvert öðru vísi umhorfs en er í dag,” segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Frá háborðinu á þingi um verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur, félag borgaryfirvalda og hagsmunaaðila: Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Ar ar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við er flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 Setja á kraft í markaðssetningu og ímyndarvakningu fyrir miðborgina “Það er áhyggjuefni að þeir sem fara að versla kjósa frekar að fara í Kringluna eða Smáralind fremur en í miðborgina. Þær tölur sem nú hafa verið kynntar hvað það varðar eru mjög sláandi og alvarlegar og mun verri en ég átti von á. Ég vissi að verslun hafði dregist saman miðað við það sem hún hafði verið áður sem hlutfall af verslun á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi niðurstaða krefst þess að spornað verði við fótum og henni svarað.” AUGL†SINGASÍMI 511 1188 & 895 8298 www.borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.