Allt um íþróttir - 01.09.1950, Side 4

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Side 4
Evrópumeistaramótið í Brtissel. FYRSTI DAGUR: Fjörutíu og þriggja ára gamall Breti sigraði í Maraþonhlaupinu. — Haukur, Finnbjörn og Guð- mundur í undanúrslitum. Maraþonhlaupið var fyrsta keppnisgrein þessa 4. E.M.-móts. Alls voru 24 skráðir, en 21 lögðu af stað og það ótrúlega hratt, með Norðmanninn Systad í fararbroddi. Hann hélt þó forustunni ekki lengi, því að eftir 12 mín. voru fremstir Frakkamir Joset og Cerou, ásamt Leblonde og Gailly frá Belgíu, en Gailly er mjög frægur Maraþon- hlaupari, varð t. d. 3. á Ólympíu- leikunum í London 1948. Eftir 18 km. er Gailly fyrstur, Brefinn Holden um 25 m. á eftir, en Joset gefur sig. Þegar hlaupið er rúm- lega hálfnað tekur Holden forust- una og fer allgreitt, Rússinn Vanin er þó aðeins 15—20 metrum á eftir. Bretinn hélt forustunni það, sem eftir var af hlaupinu og vann með töluverðum yfirburðum. Karvonen hafði góðan endasprett og tókst að yfirbuga Vanin. Rússinn Scherbakov, sem álitinn var öruggur með þrístökkið, byrj- aði mjög illa og slapp með naum- indum í úrslit með 14.29 m. stökki. Leit lengi vel út fyrir, að E.M.- meistarinn frá 1946, Rautio, Finn- landi, ætlaði að halda titli sínum, en í fimmtu tilraun sýndi Scherba- kov fyrst hvað í honum bjó og náði 15.39 m. Annars var hann ó- viss og átti þrjú stökk ógild. Norð- maðurinn Nielsen var jafn og átti ógilt stökk ca. 14.70 m. Aftur á móti átti Ruho aðeins eitt stökk yfir 14 metra. Eins og allir bjuggust við vann Zatopek 10 þús. metra hlaupið með miklum yfirburðum, þrátt fyrir mjög þunga braut og var aðeins tæplega 10 sek. frá hinu nýsetta heimsmeti sínu. Stokken og Mim- oum voru álitnir næststerkastir og milli þeirra stóð baráttan um ann- að sætið, en Stokken reyndi um of að elta Zatopek og fyrir vikið hafn- aði hann í 6. sæti. Hringavörður- inn ruglaðist eitthvað í hringatöl- unni og þar af leiðandi þurftu margir að taka tvo endaspretti. * Það hafði auðvitað slæm áhrif á tímann. í dag var einnig keppt til úrslita í spjótkasti og kúluvarpi kvenna, en þar sigruðu rússnesku stúlkumar með miklum yfirburð- um. Ólympíusigurvegaramir Bauma frá Austurríki og Oster- meyer frá Frakklandi vom þó meðal þátttakenda. Rússnesku stúlkumar em mjög kröftugar og 4 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.