Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 21

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 21
islandske laget Valur“. Valur sigr- aði með 4:0, en hefði skotleiknin verið nokkurn veginn í hlutfalli við hinn leikandi góða samleik, hefði markatalan náð tveggja stafa tölu“. Ellert skoraði eftir 14 mín. Sveinn annað nokkru síðar, en Gunnlaugur tók síðan við og skoraði 2 mörk í síðari hálfleik. í Flekkefjord varð Valur að berjast fyrir sigrinum, því að heimamennirnir tóku leikinn strax í sínar hendur. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að Valur fór að koma við sögu og um stundar- fjórðungi fyrir leikslok skoraði Gunnlaugur eina mark leiksins. Eftir leikinn áttu héraðsblöðin ekki nógu sterk orð til að lofa leik Vals, sem talinn var einhver sá bezti, sem sézt hefði þar um slóð- ir. Sérstaklega geta þau leiks Sig- urðar Ólafssonar, „klippen, som de fleste Flekkef jord-angreb stran- dede pá.“ Sama sagan endurtók sig í Haugasundi, blöðin þar töldu leik Vals einhvern hinn bezta sem leik- inn hefði verið þar í sumar. Enda þótt úrslitin, 7:3, bendi til að leik- urinn hafi verið einhliða, þá náði Valur ekki afgerandi tökum á leiknum fyrr en í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur endaði með 5:3 Val í hag. Síðasti leikurinn fór svo fram í Sandnes skammt frá Stafangri, gegn Úlf. Lauk honum með sigri Vals, 2:1. Leikmenn Vals vöktu sérstaka eftirtekt fyrir prúðmannlega fram- göngu, áunnu sér hvarvetna fylgi og hylli áhorfenda. Var alls staðar viðkvæðið, að vonandi sæi Valur sér fært að leika sem fyrst aftur í Noregi. SPREYTTU ÞIG — ! Sá, sem getur svarað 8 spum- ingum réttum, hefur góða þekk- ingu á íþróttum og íþróttamálum. 1. Hvaða íslendingur hljóp fyrst- ur 800 m. undir 2 mínútum? 2. Hvaða félag er Reykjavíkur- meistari í handknattleik kvenna? 3. Hve mörg mörk skoruðu Vals- menn í utanferð sinni til Nor- egs í sumar? 4. Hver er skákmeistari íslands? 5. Hver er formaður Knatt- spyrnufél. Þróttur? 6. Hvaða þjóð varð þriðja í knattspyrnu á Ólympíuleikun- um í London 1948? 7. Hvar voru íslendingar í röð- inni að stigafjölda á E.M. í Osló 1946? 8. Hver er formaður FRÍ? 9. í hvaða íþróttagrein fengu Svíar þrjá fyrstu menn á Ól- ympíuleikunum 1948? 10. Hvað á að lesa úr U.Í.A.? Svör við spurningum á bls. 25. Ármann hraðkeppnismeistari. Nýlega fór fram í Engidal í Hafnarfirði hraðkeppni í hand- knattleik kvenna. Úrslit urðu þau, að Glímufélagið Ármann sigraði. Alls tóku f jögur félög þátt í keppn- inni og þar á meðal íslandsmeist- ararnir Fram. IÞRÓTTIR 21

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.