Allt um íþróttir - 01.09.1950, Qupperneq 26

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Qupperneq 26
jPýzk lm,attópyma Sá siður hefur komizt á eftir styrjöldina, að gömlu Reykjavík- urfélögin fjögur hafa haft sam- vinnu tvö og tvö um heimboð er- lendra knattspyrnuflokka. Sumar- ið 1948 sáu Fram og Víkingur um móttökur sænska liðsins Djurgár- den, 1949 tóku K.R. og Valur upp enska atvinnuliðið Lincoln City og í ár var því röðin aftur komið að Fram og Víking. Snemma í vor voru miklar lík- ur til §8 hingað fengizt þýzkt lið um mánaðamótin maí-júní, en er að þeim tíma leið, komst allt í ein- daga, vegna tafa á alls konar leyf- um, og er leið að komu Dananna, virtist alveg loku fyrir það skot- ið, að af heimsókninni yrði í sumar. En í ágúst komu skilaboð um, að lið væri reiðubúið til íslands- ferðar og þ. 20. ágúst steig hér á land úrvalslið frá Rínarlöndum, þriðji þýzki knattspymuflokkur- inn, sem hingað kemur. Flokkurinn lék hér 5 leiki á 8 dögum, og er ekki undarlegt þótt síðari leikir hans hafi staðið þeim fyrstu á sporði. Það var eins með þetta lið og sjálenzka úrvalið, að það sýndi beztan leik fyrst, en heldur dró af því, er frá leið. Það lætur því nærri, að fyrstu tveir leikirnir muni með nokkrum sanni mega teljast mælikvarði á getu þeirra. Þá sýndi liðið einhverja áferðar- arfallegustu og skemmtilegustu knattspymu, sem hér hefur sézt eftir stríðið, en skotmenn vantaði tilfinnanlega. Hætti því framherj- unum um of til að reyna að leika knettinum inn í mark andstæðing- anna, en þegar þeir raða sér á vítateiginn, vill það verða erfitt. í fyrri hálfleik gegn Fram lék liðið vöm Fram sundur og sam- an, en gat aldrei rekið smiðshögg á upphlaupin, og er Ríkharði tókst skyndilega að skora tvö mörk í skyndiupphlaupum, komst liðið úr jafnvægi, en jafnaði sig og bar sig- ur úr býtum með 6 mörkum gegn 3. I leiknum gegn styrktu liði Vík- ings náði liðið ekki eins góðum leik og má eflaust rekja það til fjarveru fyrirliðans, Jupp Gauch- els, sem kom inn á í hléi, og skipti þá alveg um. Hafði Víking- ur, sem lék nú einhvem sinn bezta leik um áratug, betur í fyma hálf- leik, en með tilkomu Gauchels í síðari hálfleik tókst þýzka liðinu að rétta við hlut sinn og sigraði, 5:4. Liðið notar þá leikaðferð, sem venjulega er kölluð meginlands- knattspyrna, en í móðurlandi íþróttarinnar er hún kennd við Skotland. Gengur knötturinn í sí- fellu mann frá manni með hraða og nákvæmni, lítið um langar send- ingar og einleik bregður sjaldan 26 IÞRÖTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.