Allt um íþróttir - 01.09.1950, Page 28

Allt um íþróttir - 01.09.1950, Page 28
Norræna skákmótið: Baldur Möller hélt velli. fslendingar sigruðu í öllum flokkum. íslenzkir skákmenn létu muna um sigurinn á „Norræna skákmót- inu“, sem fram fór um mánaða- Norðurlandameistarinn Baldur Möller mótin júlí-ágúst hér í Reykjavík. Þeir sigruðu í öllum flokkum og það sem er eftirtektarverðara, þeir skipuðu einnig annað sætið í hverj- um flokki. Norðurlandameistarinn 1948 — Baldur Möller — átti í vök að verjast, en hélt velli og þar með titlinum. Var mikil óvissa ríkjandi fram á síðustu stund um úrslitin í landsliðsflokknum og fylgdist mikill mannfjöldi með úrslitaskák þeirra Vestöls frá Noregi og Bald- urs Möllers, sem var djarflega tefld og tvísýn. Baldur vann skák- ina og tryggði sér með því efsta sætið, en Guðjón M. -Sigurðsson hafnaði í öðru sæti og er það vel af sér vikið, þar sem hann er enn ungur og átti í höggi við marga þaulreynda skákmenn. Annar enn yngri (15 ára) Frið- rik Ólafsson, sigraði í meistara- flokki og vann sér þar með rétt til sætis í landsliði. Hann sigraði ör- ugglega og tapaði engri skák. Ann- ar varð Áki Pétursson. — í fyrsta flokki A sigraði Birgir Sigurðsson, en Þórir Ólafsson varð jafn hon- um, og í fyrsta flokki B varð Ól- afur Einarsson hlutskarpastur, en næstir honum og jafnir urðu þeir Haukur Kristjánsson og 0jvind Larsen, Danmörku. Þetta fyrsta Norðurlandaskák- mót, sem haldið er hérlendis, fór hið bezta fram og var það einkum ánægjulegt að geta fylgzt með skákunum á sérstökum sýningar- borðum, sem svo viðurkenndir skákmenn skýrðu jafnharðan og gáfu þar með unnendum skák- íþróttarinnar innsýn í undraheima skáklistarinnar. Hér fer á eftir skák þeirra Bald- urs Möllers og Vestöls. Vestöl lék á hvítt. Úrslitin í landsliðsflokki: 28 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.