Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 19

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 19
gefur það eftir, en leikur mönnum sínum fram, hann vinnur á því að línumar séu opnaðar. 7....... Bf8—c5 8. RXe4 0—0 9. BXRc6 bXB 10. d2—d3 Hf8—e8 11. Bcl—d2 Með því að hrókfæra drottningar- megin hyggst hvítur koma kóngi sínum í örugga höfn, en svartur hefur of margar opnar línur þeim megin lika. 11............... RXRe4 12. d3XR Bc8—f5 13. e4—e5 Dd8—b6 Ekki 13. ... BXc2, 14. Dc4 og svartur yrði að fara í mannakaup og láta annan biskupinn. 14. 0—0—0 Bc5—d4 Veikir kóngsstöðu hvíts. 15. c2—c3 Ha8—b8 16. b2—b3 He8—d8! Sakleysislegur leikur, en einkenn- andi fyrir stíl Anderssens, undan- fari glæsilegrar komínasjónar, sem kemur hvítum alveg á óvart. 17. Rgl—f3 Hefði hvítur getað lesið hugsan- ir Anderssens, hefði hann leikið: 17. Kcl—b2, en Anderssem heldur þá árásinni áfram með Be6. 17................ DXb3 18. a2XD HXb3 19. Bd2—el Bd4—e3f! Mát í næsta leik. MR. BORRETT Eins og að líkum lætur eru veð- bankar starfræktir í föðurlandi knattspymunnar, Englandi. Er þátttakan í veðmálunum svo al- menn, að undrun sætir og geta því vinningar orðið gífurlega stórir. Nýlega var manni að nafni Ge- orge Borrett boðið á samkomu hjá BBC (brezka útvarpsfélaginu). Á samkomunni var hann boðaður upp á leiksviðið og tilkynnt, að hann hefði unnið í veðmálastarf- semi upphæð, sem byrjaði á töl- unni 9, en tekið var fram, að það væri ekki 9 stpd. Mr. Borrett var beðinn að geta þess, hver upphæðin væri og byrj- aði hann vitanlega á 90 stpd. En svo var ekki og hann hélt áfram: 900! — 9000! — ??? Nei, það getur ekki verið! En það var nú samt raunveru- leiki. Haxm hafði unnið 91.832 sterlingspund og reiknað yfir í ísl. mynt er það hvorki meira né minna en kr. 4.196.722.40. Mr. Borrett var fátækur maður og vinnur hjá tryggingarfyrir- tæki í London. — Kona hans grét, er hún heyrði fréttina, en eigin- maðurinn hristi bara höfuðið og sagði: „Nú get ég séð fyrir for- eldrum mínum og tengdamóður og veitt syni mínum góða meimtun. — En fyrst legg ég peningana í banka og síðan sezt ég niður að hugsa.“ IÞRÓTTIR 53

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.