Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 13
Enska deildakeppnin var í upphafi
neyðarúrrœði.
EFTIR JOHN ARLOTT
Með hliðsjón af væntanlegri starfrækslu veðbanka hérlendis, vill ritið
með grein þessari kynna lesendum sögu og fyrirkomulag þeirrar keppni, sem
óhjákvæmilega verður undirstaða slikrar starfsemi.
Um þessar mundir standa yfir
á Englandi tvær knattspyrnu-
keppnir, sem fylgzt er með af at-
hygli um allan heim. Önnur er hin
„lýðræðislega" bikarkeppni, sem
öll félög fá að taka þátt í, hin er
hin stranga keppni forréttindafé-
laganna, stóru og smáu atvinnufé-
laganna, sem mynda hina svo-
nefndu „lígu“. Þegar bikarkeppnin
hafði slitið barnsskónum („fædd“
1872) og atvinnumennska komst á
á Englandi, sáu stóru félögin fram
á gjaldþrot, ef svo færi, að þau
yrðu slegin út úr bikarkeppninni
í fyrstu umferðunum. Það var því
af hreinni neyð, að atvinnufélögin
komu sér saman um að hef ja stiga-
keppni, sem stæði yfir samhliða
bikarkeppni enska knattspyrnu-
sambandsins.
Til að komast fyrir upphaf líg-
unnar, verður að fara aftur í tím-
ann, nokkurum árum fyrir stofn-
un hennar. Allir fyrstu sigurveg-
arar bikarkeppninnar voru áhuga-
mannafélög, félög fullorðinna leik-
manna, sem lært höfðu undirstöðu-
atriði knattspymunnar og hlotið
þjálfun sína 1 barnaskólum og
menntaskólum, félög eins og Ox-
ford háskóli, félag verkfræðinga í
hernum, og félag gamalla Eton-
nema. Engu að síður voru þetta
sterk félög, og þau voru öll úr suð-
urhéruðunum. Knattspyrna var að
vísu leikin í iðnaðarborgum norð-
urhéraðanna, en áhugamenn þar
skorti oftast undirstöðuþjálfunina,
sem skólar suðurhéraðanna veittu,
og iðulega skorti bæði velli og
nauðsynlegan útbúnað.
Þegar atvinnumennskan komst
á í norðurhéruðunum, varð stofn-
un deildakeppninnar óhjákvæmi-
leg. Einu knattspymukeppnir
þessara tíma voru útsláttarkeppn-
ir, og iðulega kom fyrir, að stórt
félag tók þátt í 4 slíkum keppnum
á' sama leiktímabili. Afleiðingin
varð óskiljanleg ringulreið á leik-
dögum og andstæðingum. Auðug
áhugamannafélög, sem létu sér
nægja vikulega hreyfingu á laug-
ardegi, gátu vel komizt af undir
þessum kringumstæðum, en at-
vinnufélögin áttu erfitt uppdrátt-
ar. Með löngum launalistum á viku
IÞRÓTTIR
47