Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 3
Til lesenda
Tímaritið „ALLT UM ÍÞRÓTTrR“ hefur nú komið út í 8 mánuði,
og hafa útgefendur þess kappkostað að koma ritinu til lesenda í fyrri
helmingi hvers mánaðar og mun svo verða i framtíðinni.
Ýmsir örðugleikar hafa mætt ritinu á fyrsta ári þess og hafa
fjárhagsörðugleikamir orðið erfiðastir að yfirstíga, því að innkomið fé
fyrir seld eintök er háð sveiflum mismunandi fjölda kaupenda hvers
mánaðar. Ritinu er því einungis tryggður fastur fjárhagslegur grund-
völlur, að áskrifendafjöldinn sé nægilega mikill, til að ritið þurfi ekki
að byggja afkomu sína á ótryggri lausasölu. Því leitum við til yðar,
lesandi góður, þar sem þér eigið sjálfsagt fjölda vina og kunningja,
sem enn hafa ekki gerzt áskrifendur að'ritinu, og biðjum yður vin-
samlegast að hjálpa oss til að auka áskrifendafjöldann. Ritið nöfn hinna
nýju áskrifenda á þar til gerðan áskriftaseðil aftan á þessu blaði og
sendið oss ásamt árgjaldinu, kr. 40.00. Sé hinsvegar hinn nýi áskrif-
andi þegar búinn að kaupa fyrsta tölublaðið, ber honum ekki að greiða
nema kr. 37.00, eða bæði 1. og 2. tölublað, þá kr. 34.00. Verður þá
sendingu hagað eftir því.
Vér viljum benda þeim lesendum, sem kaupa ritið í lausasölu, á
það, að með því að gerast áskrifandi, þá sparið þér yður kr. 20.00 á
ári eða kr. 1.67 á hverju hefti, og fáið það sent heim meS pósti strax
eftir útkomu ritsins.
Gerizt áskrifendur að ALLT UM ÍÞRÓTTIR.
Ákveðið hefur verið, að þeir, sem safna 10 eða fleiri nýrra áskrif-
enda, fái 2. árg. ritsins ókeypis.
íþróttamenn og íþróttaunnendur, vinnið að útbreiðslu ritsins og
útvegið að minnsta kosti einn nýjan áskrifanda.
Útgefendur.