Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 35

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 35
eftir. C. Moore vann 600 yds, Ro- den varð þriðji. Brazilía. Þegar Adhemir F. da Silva jafnaði heimsmet Tajima í þrístökki var sería hans 15.11-15.60-15.59-15.82- óg.-16.00. Fimmta tilraunin, sú sem var ógild, reyndist vera aðeins lengra en heimsmetið, kannske da Silva bæti metið næsta sumar, en heyrzt hefur, að hann muni keppa á Norðurlöndum. f svokölluðu Silvesterhlaupi, er fer fram árlega í gegnum borgina Sao Paulo, sigraði Belginn Theys á 22:37.8, 2. varð Finninn Koskela á 22:38.5. Hlaup þetta var það 26. í röðinni og er 7300 m. Argentína. í Pan American-mót- inu, sem fer fram í Bu- enos Aires í þessum mánuði, keppa Bandaríkin, Chile, Brazilía, Canada, Columbía, Cuba, Ecuador, Guatemala, Mexico, Perú, Uruguay og Argentína. Meistara- mót Argentínu fór nýlega fram í frekar óhagstæðu veðri. Beztu ár- angrar voru: 100 og 200 m. Bon- hoffs á 10.6 og 22.0. A. Kuntze hljóp 400 m. grhl. á 55.4. Nýja-Sjáland. í síðasta mánuði fór fram í Christchurch stórt íþróttamót. Helztu árangrar: 100 yds: W. de Gruchy (Á.) 9.7, Bailey varð 3. Wint vann 400 m. á 46.9, Whitfield varð ann- ar. Bengtsson vann 1500 m. á 3:56.4. í köstum og stökkum var lélegur árangur. í 100 m. kvenna urðu þau úrslit, að M. Jackson sigraði Strickland á 12.1, en í 200 m. náði Strickland sér niðri á henni og sigraði á 24.7. ★ Bjarni Einarsson úr Ármanni sigraði á Stórsvigs- mótinu, sem fram fór 11. febr. s.l. Annar varð Víðir Finnbogason, Á., þriðji Þórarinn Gunnarsson, Í.R., og fjórði Ásgeir Eyjólfsson, Á. í kvenflokki bar Ásthildur Eyj- ólfsdóttir sigur úr býtum, önnur varð Karólína Guðmundsdóttir frá ísafirði. ★ Hjalmar Andersen varð heimsmeistari í skauta- hlaupi í annað sinn og með yfir- burðum. Keppnin fór fram í Davos í Sviss og voru þátttakendur margir, en áhorfendur mjög fáir. Andersen hlaut 200,147 st. Bretinn Cronsy varð annar með 204,033, Pajor (landfl. Ungverji) þriðji, með 205,- 248, og f jórði Norðmaðurinn Haug- li með 205,898. IÞRÓTTIR 69

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.