Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 22
Afrekaskrá Islands í frjálsíþróttum 1950
Stökk. Köst.
Það náðist betri árangur í öllum
stökkunum 1950 heldur en árið áð-
ur. Met voru sett í hátökki, stang-
arstökki og langstökki. í þrístökki
var ekkert met sett, en nú áttum
við í fyrsta sinn tvo menn yfir
14 metra.
Skúli ber höfuð og herðar yfir
hástökkvara okkar. Hann virðist
nú hafa meiri snerpu en áður og
yfirleitt betra vald á stökkinu.
Vonandi hættir Skúli ekki keppni
fyrr en hann hefur náð 2 metrum,
sem er æðsta takmark flestra há-
stökkvara. Sigurður Friðfinnsson
er í mikilli framför og ætti strax
næsta sumar að ráða við 1.90 m.
Mörg glæsileg efni eru í uppsigl-
ingu, og dettur okkur helzt í hug
að nefna Gunnar Bjarnason, ÍR,
Magnús Bjarnason, ÍBV, Jafet Sig-
urðsson, KR, og Eirík Haraldsson
úr Ármanni.
í stangarstökki og langstökki er
Torfi okkar langbezti maður. öm
veitti honum þó stundum harða
keppni í langstökkinu. Við eigum
gott langstökkspar, þar sem Torfi
og Öm eru, og að öllum líkindum
verða þeir í fyrsta og öðru sæti í
Oslo. Yfirburðir Torfa yfir aðra
stangarstökkvara okkar eru geysi-
miklir. Stíll hans batnaði mikið í
fyrrasumar, en á þó eftir að lag-
ast enn, sérstaklega yfir ránni.
Torfi ætti að setja sér það tak-
Torfi yfir ránni.
mark að jafna Ólympíumetið næsta
sumar, en það er 4.35 m., sett af
Earle Meadotvs í Berlín 1936. Af
yngri kynslóðinni eru líklegastir
til afreka drengjameistaramir
Valdimar Ömólfsson og Baldvin
Ámason, báðir úr ÍR, auk þess
Ámi Magnússon, Eyjafirði, Gylfi
Gunnarsson, lR og Ásgeir Guð-
mundsson, Borgarfirði.
Kristleifur úr Eyjum er sterkur
þrístökkvari og með réttri æfingu
og þolinmæði ætti hann að nálg-
ast 15 m., en Stefán væri kominn
yfir 15 m., ef hann gengi heill til
leiks. Verði Stefán og Kristleif-
56
IÞRÓTTIR