Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 2

Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 2
Friðrik gerður að heiðursborgara Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, var gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða, á miðvikudag. Friðrik er sjötti einstaklingurinn sem gerður er að heiðursborgara Reykjavíkur- borgar. Þeir sem hlotið hafa þessa nafnbót áður eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró árið 2012 og Yoko Ono árið 2013. Friðrik er fæddur árið 1935 og varð Ís- landsmeistari í skák aðeins 17 ára gamall. Hann varð Norðurlandameistari árið eftir og stórmeistari í skák árið 1958, fyrstur íslenskra skákmanna. 43 sagt upp í Landsbankanum Landsbankinn hefur ákveðið að segja upp 43 starfsmön- num vegna breytinga á rekstri og hagræðingar. Þrjátíu starf- smönnum var sagt upp í höfuðstöðvum bankans og þrettán í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Óvissa er um hvort afgreiðsla bankans verður áfram rekin í flugstöðinni en uppsagnirnar í höfuðstöðvunum eru meðal annars sagðar vera vegna þess að úrvinnslu á málum tengdum hruninu er lokið. Kanínukjöt vinsælt Vinsældir kanínukjöts hér á landi hafa aukist mikið að undanförnu. Fyrirtækið Kanína ehf. fyrir norðan stefnir á að slátrað verði einu sinni í mánuði framvegis. Birgit Kositzke, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við Bændablaðið að verð á íslensku kanínu- kjöti verði svipað og á nautalund. Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjötið. Algengt að reynt sé að svindla á fólki Tæp lega 73% Íslend inga, 18 ára og eldri, hafa lent í því að reynt hafi verið að svindla á þeim eða svíkja af þeim fé. Þetta kem ur fram í nýrri könn un Capacent Gal- lup. Tæp lega 52% segja að óprúttn ir aðilar hafi haft sam band í gegn um tölvu póst, rúm 30% í gegn um síma og tæp lega fjórðung ur seg ir að sam band hafi verið haft í gegn um SMS-skilaboð. R annsóknir erlendis gefa mis-vísandi upplýsingar, margar hverjar segja heimafæðingar vera öruggar, og jafnvel öruggari en sjúkrahúsfæðingar, en svo eru aðrar sem gefa til kynna ákveðna hættu fyrir barnið. Þess vegna ákváðum við að rannsaka heimafæðingar,“ segir Berglind Hálfdánsdóttir, ljós- móðir og doktorsnemi. Rannsóknin tók aðeins til hraustra kvenna í lág- um áhættuhópi. Enginn sjáanlegur munur á út- komu barnanna „Við fundum engan marktækan mun á útkomu barnanna svo það er erfitt að fullyrði um þann þátt með vissu. En við sjáum marktæk- an mun í inngripum við fæðingar- ferlið. Bæði með hríðaörvun með lyfjum og mænurótardeyfingu og við sjáum aukna tilhneigingu til al- varlegra blæðinga hjá konum sem fæða á sjúkrahúsum. Þar virðist því vera kominn í ljós skýr áhættu- þáttur fyrir þær konur sem velja að fæða á sjúkrahúsi. Þannig að ef við viljum draga úr inngripum og hættulegum blæðingum hjá kon- um eftir fæðingu, þá getur heima- fæðing verið ein af þeim leiðum sem við getum farið til þess,“ segir Berglind en næsta skref í hennar rannsóknunum mun einmitt vera að skoða hvaða þættir teljast til áhættuþátta fyrir heimafæðingu og hvaða ekki. Fleiri ljósmæður kjósa heima- fæðingar Hlutfall heimafæðinga á Íslandi er 2,2% og fer sífellt hækkandi. Berg- lind telur að aukin upplýsinga- öflun útskýri það að hluta til en annað sem skipti máli eru breyttar áherslur í ljósmæðranáminu. „Fyrir aldamót fór ljósmæðra- námið í fyrsta sinn inn í Háskól- ann sem sjálfstæð fræðigrein sem er stýrt af ljósmæðrunum sjálfum, en áður fyrr var námið í höndum lækna. Þá fór að verða miklu sterk- ari hugmyndafræði ljósmæðra um eðlilega fæðingu, þær hugmyndir að fæðing eigi að vera eðlileg þar til annað kemur í ljós. Og þá fara hlutir eins og heimafæðing að eiga meira upp á pallborðið. Þannig að það er ekki bara fjölgun á konum sem vilja eiga í heimahúsi, heldur líka á ljósmæðrum sem vilja sinna heimafæðingum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  BaRnsBuRðuR Rannsókn ljósmóðuR og doktoRsnema Með aukinni þekkingu verða heimafæðingar sífellt vinsælli og á Íslandi er tíðni þeirra sú hæsta á Norðurlöndunum, eða 2,2%. Rannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur, ljósmóður og doktorsnema, um útkomu heimafæðinga á Íslandi sýnir að fæðingar á sjúkrahúsum leiða frekar til alvarlegra blæðinga hjá móður en fæðingar í heimahúsum. Heimafæðingar ekki áhættusamari en fæð- ingar á sjúkrahúsum Hátt hlutfall heimafæðinga í Hollandi Á Íslandi er tíðni heimafæðinga sú hæsta á Norðurlöndunum, eða 2,2% allra fæðinga, og aðeins tvö Evrópu- lönd eru með hærri heimafæðinga- tíðni, Bretland og Holland. Tíðnin er nokkrum prósentum hærri hjá Bretum en Íslendingum en Hollendingar eru með hátt í 30% tíðni. Áður en að sýklalyfin komu til sögunnar var konum ráðlagt að fæða ekki á sjúkrahúsum vegna smithættu. Allar fæðingar, hér og annarsstaðar, áttu sér alltaf stað í heimahúsum þangað til um miðja síðustu öld, þegar það varð hálfgert tískufyrirbæri að eiga á sjúkrahúsum. Allt í einu þótti mun öruggara að eiga á sjúkrahúsum og á aðeins örfáum áratugum varð það al- gjört norm. En einhverra hluta vegna varð það aldrei normið í Hollandi, þar sem heimafæðing telst til grunn- þjónustu innan heilbrigðiskerfisins en ekki jaðarþjónustu. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og doktorsnemi: „Ef við viljum draga úr inngripum og hættulegum blæðingum hjá konum eftir fæðingu, þá getur heimafæðing verið ein af þeim leiðum sem við getum farið til þess.“  FjölmiðlaR FjáRhagsstaða RÚV Bætt með Útleigu Mötuneyti RÚV fært niður í bílakjallara „Það var fyrirhugað að leigja út 1000 fermetra, en með þessum samningi er verið að leigja út 2000 fermetra sem er meira en við vonuðumst eft- ir,“ segir Hildur Harðardóttir, fram- kvæmdarstjóri hjá RÚV. Stórum áföngum var náð í lóða- og leigumálum Ríkisútvarpsins í gær en þá voru afgreiddar þrjár samþykktir í borgarráði sem snúa að lóð og húsnæði við Efstaleiti. Í fyrsta lagi var forsögn að sam- keppnislýsingu um deiliskipulag Efstaleitis samþykkt. Samhliða því staðfesti borgarráð samkomulag við Ríkisútvarpið um uppbyggingu lóðar. Í þriðja lagi var samþykktur leigusamningur þar sem Reykjavík- urborg tekur á leigu hluta Útvarps- hússins til fimmtán ára. Þar stendur til að starfrækja þjónustumiðstöð Laugardals, Háa- leitis og Bústaða sem er nú til húsa í Síðumúla og eru starfsmenn 500 talsins. Reykjavíkurborg stefnir að því að hefja starfsemi í Efsta- leiti í vor. „Þjónustumiðstöðin tekur yfir fjórðu og fimmtu hæðirnar alveg, með smá hluta af þriðju hæðinni sem og hluta af annarri hæðinni. Þjónustumiðstöðin verður svo með sameiginlegan inngang og móttöku með RÚV,“ segir Hildur. Stefnt er að því að mötuneyti Ríkis- útvarpsins, sem áður var á fimmtu hæðinni, flytjist í núverandi bíla- kjallara, þar sem verður opnað út til suðurs og gert samkomusvæði utandyra sem nýtist öllu húsinu. „Það er ljóst að við þurfum að færa auglýsingadeildina og fjármála- deildina innar á annarri hæðinni þar sem deildirnar eru nú þegar og hafist verður handa við þessar breytingar á næstu misserum,“ segir Hildur. Þessar samþykktir eru stórir áfangar fyrir Ríkisútvarpið en sem kunnugt er hefur verið unnið að endurskipulagningu RÚV síðan nýir stjórnendur tóku við síðastliðið vor. Þessar aðgerðir eru fallnar til þess að bæta fjárhagsstöðu Ríkisút- varpsins. Leigusamningurinn fær- ir Ríkisútvarpinu leigutekjur upp á tæplega 60 milljónir króna á ári auk þess sem ýmis rekstrarkostnaður fasteignarinnar lækkar við þessa breytingu. -hf Þjónustumiðstöðin tekur yfir fjórðu og fimmtu hæðirnar alveg, með smá hluta af þriðju hæðinni sem og hluta af annarri hæðinni. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.