Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 6
8.990
FULLT VERÐ: 11.990
– fyrir lifandi heimili –
R e y k j a v í k o g A k u r e y r i
E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s
Riii i i i i isa
AFSLÁTTUR
%
LOK
A-
HEL
GIN
ÚTSALA
70
ALLT AÐ
SYLVESTER
borðstofustólar.
Svartir, hvítir og gráir.
Með svörtum löppum
COSMO TUNGUSÓFI
35%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
129.993
FULLT VERÐ: 199.990
Svart bundið leður á slitflötum. Stærð: 224 x 146 H:86 cm
Hægri- eða vinstri tunga
184.995
FULLT VERÐ: 369.990
50%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
Stærð: 220x84 H:75 cm. Vandað
dökkbrúnt leður og viðarfætur
CLARK 3JA SÆTA LEÐURSÓFI
25%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
EMPIRE
La-z-boy stóll.
Ljóst áklæði.
B:80 D:70
H:102 cm.
49.990
FULLT VERÐ: 89.990
44%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
líklega besta sæti í heimi!
Tækni Íslensku vefverðlaunin veiTT Í Gamla bÍói Í daG
Endalausir möguleikar í vefhönnun
„Þetta er stór dagur og mikil
stemning,“ segir Rósa Stefáns-
dóttir, formaður SVEF, Samtaka
vefiðnaðarins, sem veita Íslensku
vefverðlaunin í dag. „Flokkarnir
eru 12 í ár og hafa aldrei verið jafn
margir. Mest spennandi flokkur-
inn er án efa „Besti íslenski vef-
urinn“ sem eru mjög eftirsóknar-
verð verðlaun. Einnig vekur alltaf
athygli hvaða vefur er kosinn með
besta útlitið og viðmótið, það eru
þeir vefir sem þykja fallegastir á að
líta,“ segir Rósa. Breytingarnar í
vefhönnun taka hröðum breyting-
um og segir Rósa þetta vera mjög
spennandi vinnuumhverfi.
„Mestu breytingarnar urðu með
snjallsímunum fyrir vefhönnuði og
forritara,“ segir Rósa. „Í dag fara
allir á netið í símanum og því þurfa
allir vefir að vera með snjallsíma-
útgáfu af sínum vefjum. Það er
gríðarlega hröð þróun í tækninni
og á hverju ári kemur eitthvað nýtt
í tísku. Í dag þykir til að mynda
mjög f lott að vera með stærri
myndir, stærra letur og að vefur-
inn hreyfist með þínum aðgerðum
eins og skrolli,“ segir Rósa. „Vef-
hönnuðir þurfa að fylgjast vel með
og það er hreinlega krafist þess að
þeir læri fagið upp á nýtt á nokk-
urra ára fresti,“ segir hún. „Þetta
er mikil ögrun og um leið mjög
skemmtilegt.“
Íslensku vefverðlaunin verða
veitt í Gamla bíói í dag klukkan
17. -hf
Stór dagur í dag, segir Rósa Stefáns-
dóttir, formaður Samtaka vefiðnaðar-
ins. Ljósmynd/Hari
Byrjað er að taka við skráningum í forprófanir á hugbúnaði sem gerir fólki kleift að fylgjast með
verðlagsþróun í verslunum í rauntíma. Verkefnið kallast Strimillinn og taka notendur mynd af
kassastrimlinum sínum og senda inn í gagnagrunn. Notendur geta einnig notað hugbúnaðinn til
að fylgjast með eigin innkaupum og meta hvort breyta þurfi kauphegðun.
neyTendur sTrimillinn fylGisT með verðbreyTinGum Í verslunum
T aki margir þátt í verkefninu þýðir þetta að neytendur geta alltaf séð hvar lægsta verðið er á hverri vöru
og hagað verslun samkvæmt því og séð
hvort þróun verðlags er sanngjörn og eðli-
leg. Síðan geta menn einnig notað kerfið til
að fylgjast með eigin neyslu,“ segir Hugi
Þórðarson hjá hugbúnaðarhúsinu Loftfar-
ið sem stendur að þróun hugbúnaðar sem
gerir neytendum kleift að fylgjast með verð-
lagsþróun í verslunum í rauntíma. Um tvær
vikur eru liðnar síðan byrjað var að taka
við skráningum í forprófanir á hugbúnað-
inum og hafa nokkur hundruð manns þegar
skráð sig.
Stofnendur og eigendur Loftfarsins
eru þrír gamlir vinir sem ákváðu að taka
höndum saman, þeir Sindri Bergmann
sem sér um hönnun og þróun, og Lee Roy
Tipton sem sér um hugbúnaðarþróun og
ráðgjöf, ásamt Huga. Hugmyndin að baki
Strimlinum kom upphaflega árið 2008
þegar verðlag hækkaði í verðbólguskoti
og Hugi byrjaði að safna innkaupastriml-
um. Það var hins vegar ekki fyrr en í kjöl-
far breytinga á skattþrepum sem vinnan
fór á fullt.
Strimillinn virkar þannig að notendur
taka mynd af innkaupastrimlinum sínum
og senda í tölvupósti á mottaka@strimill-
inn.is en þegar er byrjað að taka við striml-
um. Brátt geta notendur skráð sig inn á vef
Strimilisins og fylgst með því hvar, hvað og
hvenær þeir hafa verslað, og hvort þeir geta
háttað innkaupum með hagstæðari hætti.
Þegar til lengri tíma er litið er stefnan tekin
á að búa til sérstakt app fyrir Strimilinn.
Enn er nokkuð í að verkefnið verði fullunn-
ið en Hugi segir að ekki hafi staðið til að
kynna það alveg strax. „Þetta spurðist út
og fór að vinda upp á sig. Við lítum bara á
þetta sem spark í rassinn,“ segir Hugi. Þeir
hafa ennfremur skráð Strimilinn í frum-
kvöðlakeppnina Gulleggið en tilkynnt verð-
ur í febrúar hvaða verkefni komast í úrslit.
„Akkúrat núna erum við að vinna að því að
þetta verði algjörlega sjálfvirkt, að þegar
menn senda inn strimil þá lesist hann rétt
inn í kerfið og að unnið verði úr gögnunum
þannig að fólk fái gagnlegar upplýsingar um
sína neyslu og verðlag,“ segir hann.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Finnur alltaf besta verðið
Aðstandendur
Strimilsins og stofn-
endur Loftfarsins,
þeir Hugi Þórðarson,
Sindri Bergmann og
Lee Roy Tipton. Mynd
úr einkasafni
Neytendur
geta alltaf
séð hvar
lægsta
verðið er á
hverri vöru
og hagað
verslun
samkvæmt
því.
Með tilkomu Strimilsins verður mun auðveldara að fylgjast með verðlagi í verslunum og gera samanburð. Mynd/Hari
6 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015