Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 8
Í sátt og samlyndi
við náttúru og menn
Reykjavíkurborg styður
Reykjavíkurskákmót næstu
ára og leggur einnig til hús-
næði fyrir Evrópumót skák-
landsliða sem haldið verður
í Reykjavík 2015. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri
og Gunnar Björnsson, for-
seti Skáksambands Íslands,
skrifuðu undir samstarfs-
samning þess efnis á þriðju-
daginn.
Borgin mun styrkja EM
2015 með endurgjalds-
lausum afnotum af húsnæði
Íþrótta- og sýningarhallar-
innar í Laugardal. Mótið hér-
lendis verður kynning fyrir
Reykjavík og mun Skáksam-
band Íslands kynna borgina
sem best í aðdraganda móts-
ins. Sérstakri samstarfs-
nefnd verður komið á lagg-
irnar vegna viðburðarins.
Þá styrkir Reykjavíkur-
borg árleg Reykjavíkurskák-
mót til ársins 2017 og nemur
heildarfjárhæð stuðnings-
ins tæplega 11,5 milljónum
króna.
skák reykjavíkurskákmót og evrópumót skáklandsliða
Borgin styður Skáksambandið
Dagur og Gunnar semja í réttu umhverfi.
B lönduð miðborgarbyggð er fyrir-huguð á svokölluðum Kirkjusand-sreit, atvinnu- og íbúðarhúsnæði
þar sem gert er ráð fyrir um 300 nýjum
íbúðum, en í gær, fimmtudag, var undir-
ritaður samningur milli Íslandsbanka
og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu,
skipulag og skiptingu reitsins. Um er
að ræða heildarskipulag fyrir lóðirnar
Kirkjusand 2, þar sem höfuðstöðvar Ís-
landsbanka eru í dag og Borgartún 41,
sem oft er kölluð Strætólóð.
Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir reit-
inn er þegar hafin og verður það kynnt
fyrir hagsmunaaðilum og almenningi
á næstu vikum og mánuðum, samhliða
formlegu auglýsingarferli.
„Á Kirkjusandsreit er fyrirhuguð
blönduð miðborgarbyggð. Reitnum verð-
ur skipt upp í nokkrar lóðir og er bygg-
ingarmagn í heild áætlað um 75 – 85
þúsund fermetrar. Um helmingur bygg-
ingarmagns verður atvinnuhúsnæði,
skrifstofur og þjónusta, en gert er ráð
fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu.
Reykjavíkurborg mun ráðstafa þremur
íbúðarhúsalóðum. Allar núverandi bygg-
ingar á reitnum, fyrir utan aðalskrif-
stofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja
til að rýma fyrir uppbyggingu.
Markmið með deiliskipulagi svæðis-
ins er gera mannvænt og fallegt um-
hverfi í samræmi við áherslur í Aðal-
skipulagi Reykjavíkur. Göturými verða
hönnuð jafnt fyrir alla ferðamáta og lögð
verður áhersla á fjölbreytt græn svæði,
nærþjónustu og gæði byggðar. Gert er
ráð fyrir almenningstorgi og listaverk-
um á svæðinu. Bílageymsla verður stað-
sett undir torginu og mun hún nýtast
íbúum utan skrifstofutíma í bankanum,“
segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Íslandsbanki hyggst sameina alla
höfuðstöðvastarfsemi sína á einum stað
á Kirkjusandi. Til þess að það megi
verða ætlar bankinn að byggja um 7.000
fermetra viðbyggingu við suðvesturenda
núverandi skrifstofuhúsnæðis. Áætlað er
að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í
lok þessa árs og að þær taki um 2 ár.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
skipulag samstarf reykjavíkurBorgar og íslandsBanka
Um 300 nýjar íbúðir og at-
vinnuhúsnæði á Kirkjusandi
Allar núverandi byggingar á Kirkjusandsreitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Íslandsbanka,
munu víkja til að rýma fyrir uppbyggingu.
Um helmingur byggingar-
magns verður atvinnu-
húsnæði, skrifstofur
og þjónusta, en gert er
ráð fyrir um 300 nýjum
íbúðum á svæðinu.
Allar núverandi byggingar á reitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbygg-
ingunni. Ljósmynd/Hari
5. febrúar kl. 9 -11 í aðalskrifstofum
Póstsins, Stórhöfða 29.
Á fundinum verður farið yfir hvernig hægt er að stofna
netverslun með einföldum hætti, koma henni á framfæri
og önnur tengd efni eins og hvernig tollamál virka og fleira.
Fundurinn hentar vel einstaklingum sem hyggjast stofna
netverslun og fyrirtækjum sem hafa velt fyrir sér að setja
upp netverslun en ekki tekið skrefið til fulls.
Fyrirlestrar
Hvernig er hægt að stofna vefverslun með einföldum hætti?
Garðar H. Eyjólfsson, smartmedia.is
Hvernig á að koma vefverslunum á framfæri?
Sigrún Ásta Einarsdóttir, Hvíta húsið
Hinir ýmsu afhendingarmöguleikar
Elvar Bjarki Helgason, Pósturinn
Útflutningur – Einfalt mál?
Halla Garðarsdóttir, Pósturinn
Hvernig á að selja á Ebay? – Reynslusaga
Gylfi Gylfason, Símabær
PÓSTURINN BÝÐUR Á
MORGUNVERÐARFUND
UM NETVERSLUN
Skráning á irisa@postur.is
8 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015