Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 10

Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 10
Vor 3 21. apríl - 3. maí Sardinía & Korsíka Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Glæsileg eyjaferð til Sardiníu og Korsíku, þar sem við ferðumst um stórbrotna náttúru með mikilli gróðursæld milli lítilla krúttlegra þorpa. Gullinn sandur, sægrænt haf og ilmur frá Macchia gróðri rammar inn ótrúlega upplifun um þessar fögru eyjar. Verð: 298.100 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir Þ að versta við leigumark-aðinn er óvissan. Maður veit ekkert hvenær manni verður næst sagt upp,“ sagði einn af viðmælendum Fréttatímans aðspurður hvernig væri að vera á leigumarkaðinum í Reykjavík í dag. „Við erum með tvö börn á leikskólaaldri sem bráðlega byrja í skóla svo það skiptir okkur miklu máli að þurfa ekki að flytja á næst- unni. Við vorum í heilt ár að finna þessa íbúð og höfum verið hér í tvö ár, en nú hefur okkur verið sagt upp leigunni og þurfum að fara út innan þriggja mánaða.“ Viðmælandinn býr í 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur með sambýlismanni og tveimur börnum. Íbúðina leigja þau á 190.000 krónur og segja það vel sloppið. Ekki mikill munur milli hverfa Í könnun sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg í nóvember á síðasta ári kom fram að 56% að- spurðra vildu búa í mið- og vest- urbæ Reykjavíkur og að á næstu þremur árum yrði mest eftirspurn eftir tveggja herbergja íbúðum á þessu svæði. Það er í takt við stöðuna á markaðinum í dag en langmesta eftirspurnin er eftir litlum, eins til tveggja herbergja, íbúðum á svæðinu vestan Kringlu- mýrarbrautar. Meðalverð á því svæði er samkvæmt Þjóðskrá um 115.000 krónur fyrir 40 fermetra. Meðalverð í sveitarfélögum höfuð- borgarsvæðisins fyrir þriggja her- bergja íbúð er frá 1635 krónum í Kópavogi og upp í 1990 krónur í Reykjavík, sem þýðir að það kostar að meðaltali um 170.000 að leigja 85 fermetra íbúð í vesturhluta Reykjavíkur en tæpar 140.000 krónur í Kópavogi. „Það fer virkilega í taugarnar á mér þegar fólk spyr af hverju ég flytji ekki bara í Breiðholt,“ segir annar viðmælandi. „Það er skítt að geta ekki lengur búið þar sem maður ólst upp en auk þess er ekkert mikið ódýrara að leigja í öðrum hverfum. Það er alls- staðar dýrt að leigja. Þetta er bara ömurlegt ástand og við sjáum ekki hvernig við komumst úr því. Það er ódýrara að borga af íbúðal- ánum en leigu en við getum ekki lagt krónu í sparnað því leigan er svo há.“ Lítið af leiguíbúðum í byggingu Lengi hefur legið ljóst fyrir að brýn þörf er fyrir leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Viljinn virðist vera til staðar hjá ráða- mönnum, samningar hafa verið undirritaðir en ekki hefur mörgu verið hrint í framkvæmd. Reykja- víkurborg gerir ráð fyrir byggingu 2500 til 3000 leigu- og búseturétt- aríbúða á næstu árum í samstarfi við einkaaðlila. Stærstur hluti þeirra er hugsaður fyrir náms- menn og aldraða, en þær eru enn á skipulagsstigi. Á þessu ári stefnir borgin á að byggja 1.900 íbúðir, bæði til leigu og sölu. Nú þegar hefur 16 reitum á vinsælasta svæði borgarinnar, vestan Kringlumýrar- brautar, verið úthlutað til ýmissa einkaaðila. Þar af er einn reitur fyrir fyrir búseturéttaríbúðir og einn fyrir námsmannaíbúðir. Hús- næðissamvinnufélagið Búseti er langt komið með 203 búsetu- réttaríbúðir við Smiðjuholt og undibúningur er hafinn fyrir 60 námsmannaíbúðir sem borgin byggir í samvinnu við Valsmenn við Hlíðarenda. Í samningum borgarinnar við byggingaraðila hinna reitanna er gert ráð fyrir því að 25% íbúðanna verði til útleigu en ekki sölu. Leigufélög Fjöldi fólks á leigumarkaði hefur aukist töluvert á milli ára. Hag- stofan gerði síðast neyslurann- sókn á útgjöldum heimilanna í desember árið 2013 þar sem fram kom að á árunum 2010 til 2012 voru 43% heimila í eigin húsnæði en 27% í leiguhúsnæði. Í þessari sömu könnun er árið 1995 nefnt til samanburðar en þá voru 19% í leiguhúsnæði. Til að mæta þörfum þessa sístækkandi hóps rekur velferðarráðuneytið Leigjendaað- stoðina í samstarfi við Neytenda- samtökin. Á þeim þremur árum sem hún hefur verið starfandi hafa borist yfir 6000 erindi varðandi réttindi og skyldur í leigumálum. Nokkrar leigumiðlanir eru nú starfræktar á höfuðborgarsvæð- inu, sem vinna að því að tryggja öruggar leiguíbúðir með trygga langtímaleigu. Má þar nefna Klett, sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs, Almenna leigufélagið og Gamma/Leigu- félag Íslands. „Við erum á fullu að leita á þessum leigumiðlunum sem eru í boði en það er ekkert fram- boð,“ segir annar viðmælandi. „Ef eitthvað kemur inn þá fer það sam- dægurs.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ömurlegt ástand á leigumarkaði Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 7,5% síðastliðna 12 mánuði. Vesturbær Reykjavíkur er vinsælasta hverfið en þar kostar að meðaltali 170.000 að leigja 85 fermetra íbúð. Borgin stefnir á að byggja 1900 íbúðir á árinu í samstarfi við einkaaðila, 25% þeirra eiga að vera leiguíbúðir. Viðmælendur Fréttatímans segja ástandið ömurlegt. Leigumarkaðurinn Um 27% á leigumarkaðinum 2012. Um 19% á leigumarkaði 1995. 7,5% hækkun á leiguverði síðastliðna 12 mánuði. 56% vilja búa í mið-og vesturbæ Reykjavíkur. 140.000 krónur fyrir 85 fermetra íbúð í Kópavogi. 170.000 krónur fyrir 85 fermetra íbúð í Reykjavík. 1.900 íbúðir stefnir borgin á að byggja í samvinnu við einkaaðila á árinu, 25% til leigu. 203 búseturéttaríbúðir í byggingu í Smiðjuholti. 60 námsmannaíbúðir við Hlíðarenda, undirbúningur hafinn. 56% leigenda vilja búa í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 10 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.