Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 16
S Spáð hefur verið hörðum kjaravetri, ekki síst í kjölfar nýgerðra samninga hins opinbera við lækna, og áður kennarasamninga, þar sem farið var út fyrir ramma sem samnings-aðilar á almennum markaði settu sér. Síðustu
samningar á almenna markaðnum voru hóg-
værir en skiluðu góðum árangri. Verðbólga er
minni en hún hefur verið í áratugi, fór úr 4% í
1% og kaupmáttur launa jókst um 5% á nýliðnu
ári – og óvenjulegt er að þessi
árangur náðist án þess að of-
þensla væri í samfélaginu.
Forystu launþega annars
vegar og Samtaka atvinnu-
lífsins er vandi á höndum við
upphaf samningalotunnar. Hið
opinbera var í raun knésett,
samið var um meiri launahækk-
anir en innistæða var fyrir. Það
viðurkenndi fjármálaráðherra
þegar samningar við lækna
voru í höfn að afloknu verkfalli
sem reyndi mjög á allt samfélagið. Þorsteinn
Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, lýsti því svo að gallinn hér á landi
væri sá að sá hópur sem hefði beittasta verk-
fallsvopnið hefði ávallt sigur í launaþróun.
Samningunum við lækna, þá gríðarlega
mikilvægu stétt í samfélagi okkar, var lýst sem
leiðréttingu launa allt frá hruni. Til slíkrar leið-
réttingar horfa fleiri stéttir. Það sést til dæmis
í kröfugerð samninganefndar Starfsgreina-
sambands Íslands, SGS, sem lögð var fram í
vikunni. Þar sagði hreint út að undanfarnar
vikur og mánuði hefðu verið gerðir samningar
við einstakar starfsstéttir sem hlytu almennt
að vísa veginn. „Samhljómur er meðal aðildar-
félaga SGS um að sú launastefna, sem hefur
mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjara-
samningum SGS við Samtök atvinnulífsins.“
Engum dylst við hvaða starfsstéttir er átt.
Meginkrafa Starfsgreinasambandsins er
krónutöluhækkun á laun og að lægsti taxti
verði 300 þúsund krónur á mánuði innan
þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa metið
það svo að kröfurnar geri að lágmarki ráð fyrir
50% hækkun launataxta á næstu þremur árum
og að enginn grundvöllur sé fyrir endurnýjun
kjarasamninga á grundvelli kröfugerðarinnar.
Í henni sé ekkert mat lagt á áhrif tugaprósenta
launahækkana á verðbólgu, vexti, verðtryggð-
ar skuldir heimila og fyrirtækja, kaupmátt
launa og atvinnuleysi. Ljóst sé að kjarasamn-
ingar í takti við kröfugerð SGS yrðu fordæmi
fyrir aðra kjarasamninga og gengju yfir vinnu-
markaðinn allan.
Samtök atvinnulífsins benda á að sú leið
sem Starfsgreinasambandið vill fara hafi
ítrekað verið reynd hér á landi með afleitum
árangri. Ávinningur launafólks af tugprósenta
launahækkun hafi verið lítill sem enginn því
sambærileg verðbólga hafi fylgt í kjölfarið
og gengisfelling krónunnar. Samtök atvinnu-
lífsins sögðu raunar á dögunum að ef laun á
vinnumarkaði hækkuðu jafn mikið og laun
lækna næstu árin þýddi það að uppsöfnuð
verðbólga yrði 27% og verðtryggð lán heimil-
anna myndu hækka um 500 milljarða króna en
kaupmáttur aðeins um 2%.
Af reynslu er erfitt að mæla þessu mót.
Þetta höfrungahlaup, eins og þetta hefur verið
kallað, þekkjum við. Að sama skapi er skiljan-
legt að forystumenn almenns launafólks sætti
sig illa við augljóst misgengi í kjörum og fram
hefur komið að forystumenn Samtaka at-
vinnulífsins hafa skilning á því að fólki finnist
það ekki réttlát skipting, að einn tekjuhæsti
hópurinn fái langmestu prósentuhækkunina.
„Það breytir því ekki að sömu hækkanir yfir
alla aðra hópa sem á eftir koma þýðir einfald-
lega verri stöðu en ella. Það mun allt glatast í
óðaverðbólgu,“ segir framkvæmdastjórinn.
Frammi fyrir þessari stöðu standa for-
ystumenn launþega og fyrirtækja. Þeirra
bíður að finna lausn á erfiðu vandamáli þar
sem hið opinbera, á hnjánum að vísu, fór út
fyrir ramma í samningagerð. Aðalatriðið er,
í þröngri stöðu, að finna lausn sem viðheldur
áframhaldandi stöðugleika, kemur í veg fyrir
að verðbólga æði af stað á ný. Lítil verðbólga
og jöfn kaupmáttaraukning er, þegar til lengri
tíma er litið, launþegum mikilvægari en launa-
hækkun að nafninu til, innistæðulaus. Vonda
verðbólgukostinn verður að forðast með öllum
ráðum. Afleiðingar hans eru okkur allt of
kunnar.
Kjaramisgengi endurspeglast í kröfugerð
Forðast ber verðbólgukostinn
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
TOYOTA VERSO
Nýskr. 06/10, ekinn 89 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.380 þús.
Rnr. 282289.
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 05/11, ekinn 43 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.440 þús.
Rnr. 142685.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
LAND ROVER DISCOVERY 3 S
Nýskr. 06/08, ekinn 112 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 120576.
RENAULT MEGANE SP TOURER
Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 2.990 þús.
Rnr. 142531.
NISSAN PATROL SE
Nýskr. 11/09, ekinn 117 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.340 þús.
Rnr. 142573.
HYUNDAI i30 CLASSIC WAGON
Nýskr. 11/13, ekinn 23 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.190 þús.
Rnr. 120589.
HYUNDAI ix35 METAN
Nýskr. 03/11, ekinn 89 þús. km.
bensín (Metan), sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.390 þús.
Rnr. 120545.
Frábært verð!
4.990 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
16 viðhorf Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015