Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 16
S Spáð hefur verið hörðum kjaravetri, ekki síst í kjölfar nýgerðra samninga hins opinbera við lækna, og áður kennarasamninga, þar sem farið var út fyrir ramma sem samnings-aðilar á almennum markaði settu sér. Síðustu samningar á almenna markaðnum voru hóg- værir en skiluðu góðum árangri. Verðbólga er minni en hún hefur verið í áratugi, fór úr 4% í 1% og kaupmáttur launa jókst um 5% á nýliðnu ári – og óvenjulegt er að þessi árangur náðist án þess að of- þensla væri í samfélaginu. Forystu launþega annars vegar og Samtaka atvinnu- lífsins er vandi á höndum við upphaf samningalotunnar. Hið opinbera var í raun knésett, samið var um meiri launahækk- anir en innistæða var fyrir. Það viðurkenndi fjármálaráðherra þegar samningar við lækna voru í höfn að afloknu verkfalli sem reyndi mjög á allt samfélagið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, lýsti því svo að gallinn hér á landi væri sá að sá hópur sem hefði beittasta verk- fallsvopnið hefði ávallt sigur í launaþróun. Samningunum við lækna, þá gríðarlega mikilvægu stétt í samfélagi okkar, var lýst sem leiðréttingu launa allt frá hruni. Til slíkrar leið- réttingar horfa fleiri stéttir. Það sést til dæmis í kröfugerð samninganefndar Starfsgreina- sambands Íslands, SGS, sem lögð var fram í vikunni. Þar sagði hreint út að undanfarnar vikur og mánuði hefðu verið gerðir samningar við einstakar starfsstéttir sem hlytu almennt að vísa veginn. „Samhljómur er meðal aðildar- félaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjara- samningum SGS við Samtök atvinnulífsins.“ Engum dylst við hvaða starfsstéttir er átt. Meginkrafa Starfsgreinasambandsins er krónutöluhækkun á laun og að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa metið það svo að kröfurnar geri að lágmarki ráð fyrir 50% hækkun launataxta á næstu þremur árum og að enginn grundvöllur sé fyrir endurnýjun kjarasamninga á grundvelli kröfugerðarinnar. Í henni sé ekkert mat lagt á áhrif tugaprósenta launahækkana á verðbólgu, vexti, verðtryggð- ar skuldir heimila og fyrirtækja, kaupmátt launa og atvinnuleysi. Ljóst sé að kjarasamn- ingar í takti við kröfugerð SGS yrðu fordæmi fyrir aðra kjarasamninga og gengju yfir vinnu- markaðinn allan. Samtök atvinnulífsins benda á að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara hafi ítrekað verið reynd hér á landi með afleitum árangri. Ávinningur launafólks af tugprósenta launahækkun hafi verið lítill sem enginn því sambærileg verðbólga hafi fylgt í kjölfarið og gengisfelling krónunnar. Samtök atvinnu- lífsins sögðu raunar á dögunum að ef laun á vinnumarkaði hækkuðu jafn mikið og laun lækna næstu árin þýddi það að uppsöfnuð verðbólga yrði 27% og verðtryggð lán heimil- anna myndu hækka um 500 milljarða króna en kaupmáttur aðeins um 2%. Af reynslu er erfitt að mæla þessu mót. Þetta höfrungahlaup, eins og þetta hefur verið kallað, þekkjum við. Að sama skapi er skiljan- legt að forystumenn almenns launafólks sætti sig illa við augljóst misgengi í kjörum og fram hefur komið að forystumenn Samtaka at- vinnulífsins hafa skilning á því að fólki finnist það ekki réttlát skipting, að einn tekjuhæsti hópurinn fái langmestu prósentuhækkunina. „Það breytir því ekki að sömu hækkanir yfir alla aðra hópa sem á eftir koma þýðir einfald- lega verri stöðu en ella. Það mun allt glatast í óðaverðbólgu,“ segir framkvæmdastjórinn. Frammi fyrir þessari stöðu standa for- ystumenn launþega og fyrirtækja. Þeirra bíður að finna lausn á erfiðu vandamáli þar sem hið opinbera, á hnjánum að vísu, fór út fyrir ramma í samningagerð. Aðalatriðið er, í þröngri stöðu, að finna lausn sem viðheldur áframhaldandi stöðugleika, kemur í veg fyrir að verðbólga æði af stað á ný. Lítil verðbólga og jöfn kaupmáttaraukning er, þegar til lengri tíma er litið, launþegum mikilvægari en launa- hækkun að nafninu til, innistæðulaus. Vonda verðbólgukostinn verður að forðast með öllum ráðum. Afleiðingar hans eru okkur allt of kunnar. Kjaramisgengi endurspeglast í kröfugerð Forðast ber verðbólgukostinn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. TOYOTA VERSO Nýskr. 06/10, ekinn 89 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.380 þús. Rnr. 282289. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/11, ekinn 43 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.440 þús. Rnr. 142685. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 3 S Nýskr. 06/08, ekinn 112 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120576. RENAULT MEGANE SP TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. NISSAN PATROL SE Nýskr. 11/09, ekinn 117 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.340 þús. Rnr. 142573. HYUNDAI i30 CLASSIC WAGON Nýskr. 11/13, ekinn 23 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.190 þús. Rnr. 120589. HYUNDAI ix35 METAN Nýskr. 03/11, ekinn 89 þús. km. bensín (Metan), sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.390 þús. Rnr. 120545. Frábært verð! 4.990 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! 16 viðhorf Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.