Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 18
 LAGERSALA 20 – 80% afsláttur Yusuf Koca kom til Íslands árið 2001 til að safna peningum. Hann missti vinnuna í hruninu og ákvað í kjölfarið að feta í fótspor föður síns og hefja verslunarrekstur. Hann segir það töluvert flóknara er reka verslun hér en í Tyrkalandi. Hann rekur verslunina Istanbul Market með konu sinni, Neclu Koca, og oftar en ekki eru synir þeirra, Kaan og Ali, á hlaupum um búðina. Hjónin eru þakklát fyrir að þeir geti alist upp á þessu friðsæla landi þar sem þeir læri fjölda tungumála og munu ekki þurfa að gegna herskyldu. B róðir pabba míns varð ást-fanginn af íslenskri konu og nú hafa þau verið gift í 25 ár. Það var þess vegna sem mér datt í hug að koma hingað og vinna,“ segir Yusuf Koca, eigandi Istanbul Market í Ármúla, en hann hefur verið búsettur hér á landi siðan árið 2001. „Mig langaði til að ná að safna peningum en það var ekki hægt í Tyrklandi, þar rétt náði ég að lifa af mánuðinn en aldrei safna neinu. Ég fékk fína vinnu í byggingariðnað- inum og fór svo alltaf til Tyrkalands á sumrin í frí.“ Eitt sumarið giftust þau Necla. „Við höfðum þekkst í mörg ár því feður okkar eru vinir. Við fórum að hittast og enduðum á því að giftast sumarið 2006 og mánuði síðar var ég flutt til Íslands. Það var mjög mikið áfall fyrir mig í byrjun. Mér var alltaf kalt,“ segir Necla og hlær. Missti vinnuna í kreppunni „Ég missti vinnuna í kreppunni og sama ár fæddust tvíburarnir. Það var mjög erfitt. Sérstaklega því það er ekkert grín að eiga tvíbura, fyrsta árið er svo erfitt. Við fengum algjört sjokk í sónarnum,“ segir Yusuf og þau hlæja bæði. „Systir mín kom hingað til okkar í sex mánuði og hjálpaði okkur mikið,“ segir Necla. „Ég var að vinna í Bónus fyrstu tvö árin mín hér en hætti þegar þeir fæddust. Í dag er þetta ekkert mál, þeir hafa alltaf félagsskap af hvor öðrum og eru mjög góðir vinir. Ef annar er veikur og kemst ekki skólann þá vill hinn vera heima.“ Klukkan er að verða fimm og það er rólegt í búðinni enda hríð fyrir utan. Við sitjum öll saman á uppstöfluðum tyrkneskum teppum sem eru til sölu í versluninni. Tví- burarnir þeirra, Kaan og Ali, vilja sýna mér allt sem þeim þykir gott að borða í búðinni. Súkkulaðihúðuð svampbolla með bananafyllingu er í algjöru uppáhaldi og þeir gefa mér eina til að smakka. Ólst upp við verslunarrekstur „Ég var búinn að hugsa um þetta lengi og svo ákváðum við að gera þetta í ágúst 2013,“ segir Yusuf. „Og það gekk bara strax mjög vel þrátt fyrir að það sé oft flókið að reka verslun á Íslandi. Það er mjög erfitt að flytja fjölbreyttar mat- vörur til Íslands því það er mikið af tollum og erfitt að finna heildsala. Ég panta mest frá heildsölum í Dan- mörku og Þýskalandi og stundum kemur eitthvað allt annað en ég pantaði eða vitlaus fjöldi,“ segir Yusuf og bendir mér á stafla af einnota frauðplast ílátum undir mat sem hann pantaði aldrei en komu með síðustu sendingu. „Innflutningur á mjólkur-og kjöt- vörum er mikil vinna út af öllum leyfunum. Þetta er mjög ólíkt því sem ég þekki frá Tyrkalandi. Þar koma heildsalarnir bara reglulega í heimsókn og fylla í hillurnar hjá manni ef eitthvað vantar,“ segir Yu- suf en hann ólst upp við verslunar- rekstur í verslun föður síns. Hann byrjaði ungur að hjálpa til og hafði alltaf gaman af og segist líklega Flókið að reka verslun á Íslandi Hjónin Yusuf og Necla Koca reka verslunina Istanbul Market í Ármúlanum. Sonum þeirra Mehmet Kaan og Mert Ali finnst gaman að rétta foreldrunum hjálparhönd. 18 viðtal Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.